Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, mars 31, 2005

Þreytt

Já, ég er afskaplega þreytt þessa dagana, aðallega andlega sem smitast yfir á það líkamlega. Hef nóg að hugsa um. Er líka að fara á næturvaktatörn og bara er svo innilega ekki í formi til þess. Þar að auki erum við að fara að flytja og svo er ýmislegt annnað að angra mig. Ég komst ekki í ræktina í dag, hafði bara ekki tíma. Vona að ég komist á morgun. Núna ætla ég að reyna að leggja mig í smá tíma áður en ég fer á næturvaktina. Vonandi hafið þið það gott og eruð hressari en ég.

miðvikudagur, mars 30, 2005

Sorry görlís

Er bara ekkert voða vel upplögð þessa dagana og hef ekki farið bloggrúnt. Mun líklega ekki gera það í kvöld heldur. En geri það við fyrsta tækifæri.

Annars bara fínn dagur, gott mataræði og fór í ræktina. En ég er svo ofsalega þreytt eitthvað og með leiðindahausverk. Hef bara ekki orku í að sitja hér og ætla að henda mér í sófann.

þriðjudagur, mars 29, 2005

Smá blogg

Hmm, verð víst að viðurkenna að það er svolítið erfitt að koma sér aftur í góðan gír eftir svona sukk. En það hefst. Dagurinn í dag var allavegana mun betri en undanfarnir dagar. En ég var ekki nógu skipulögð, líka ekkert af viti til hér heima svo ég tók ekkert nesti með mér í vinnuna. Ekkert til í matsalnum svo ég át pylsu í brauði úr sjoppunni og svo venjulegt heilhveitibrauð seinna um kvöldið, sem var til í ísskápnum. Hef étið allt of mikið af kaloríum líka, er viss um það. En þetta er að koma. Dagurinn á morgun verður skipulagðari og þá kemst ég líka í ræktina ;) Nenni annars ekkin að blogga núna, er farin að horfa á Desperate Housewifes. Kallinn á þessa þætti í tölvunni og ég er orðin hooked. Þeir voru allt öðruvísi en ég hélt ;) Kíki bloggrúnt á morgun stelpur ;)

mánudagur, mars 28, 2005

Afleiðingar synda minna

Já, þær eru þó nokkrar, hehe. Sem sagt, djamm og djúserí á laugardagskvöldið. Það var mjög skemmtilegt í partýinu, en þegar við fórum niður í bæ eyðilagðist stemmingin alveg. Einhverjar völdu að fara á stað sem heitir Seven, og vá, leiðinlegri stað hef ég ekki komið á. Allavegana er það ekki mín hugmynd af skemmtun að troðast í gegnum þvílíka mannmergð, geta ekki talað saman og ekki einu sinni dansað vegna hávaða og troðnings. Nei takk! Ég fór svo með tveimur af stelpunum á annan stað, en það var ekkert mikið minna af fólki þar svo ég fór bara heim. Var svolítið svekkt, því ég hefði alveg viljað fara á t.d. Hotel City, en þar er yfirleitt aldrei svona svakalegur troðningur og fínt að dansa þar. En já, já, svona fór það. Það var allavegana gaman í partýinu ;)

Páskadagur fór í páskaeggja- og nammiát og svo borðuðum við svaka góðan kvöldmat. Ég át nú gjörsamlega yfir mig :S. Síðan fór ég á næturvakt og át einhvern helling þar líka. Þar að auki var ég að byrja á blæðingum og mín kæra Vigtoría sýndi alveg 70,3 kg. þegar ég vaknaði áðan. En reyndar hef ég ekkert miklar áhyggjur af þessum kílóum, er alveg viss um að þau fari fljótt aftur ;)

En svei mér þá stelpur, ég fékk komment frá einni netvinkonu minni að ég væri bara orðin allt of grönn og ætti bara að hætta í megrun STRAX! Ég er nú EKKI sammála henni að ég sé orðin of grönn. Hún var að skoða einhverja virkilega óskýra mynd af mér þar sem andlitið á mér virðist alveg hræðilega horað og asnalegt og tók því sem að ég væri bara orðin allt of grönn. Það pirrar mig svo sem ekki að hún skuli láta í ljós áhyggjur sínar yfir því, ef hún virkilega hélt að ég væri orðin of grönn. En það pirraði mig virkilega þegar ég var að benda henni á að þessi mynd væri nú ekki alveg marktæk, því hún svaraði mér bara eins og ég væri í einhverri bullandi afneitun og væri bara að koma með afsakanir. Málið er að ef þetta hefði bara verið einhver ókunnug manneskja sem hefði sagt þetta þá hefði þetta ekki skipt mig neinu máli. En þar sem þetta er manneskja sem ég kannast við og kann vel við, þá tók ég þetta svolítið inn á mig. Ég meira að segja spurði allar stelpurnar í partýinu hvort ég væri virkilega orðin of grönn og var a.m.k. fullvissuð þar um að ég liti bara mjög vel út og væri ekkert orðin OF grönn, bara alveg passleg, og það eru nú allavegana tvær þar sem eru alveg ýkt hreinskilnar. Ég var líka að velta fyrir mér að ef ég væri ekki búin að missa næstum 50 kg og hefði alltaf litið út eins og ég geri, hefði ég þá nokkurn tíman fengið svona komment? Að ég væri orðin of grönn? Ég einhvernvegin stórefast um það.

Eníveis, ætla að drífa mig í leikfimi á eftir. Það verður gott ;)

laugardagur, mars 26, 2005

Á leiðinni á djamm!

Svei mér þá stelpur, í nótt réðst ég á pizzuna sem ég bakaði í gær, og vigtin fann ekki fyrir því. Held að það sé líklega bara að virka þetta með að stabilisera þyngdina ;) En ég er að fara á djamm eftir smá stund og er bara orðin svaka pæja. Ég fann mér þennan flotta brúna topp sem passar rosa vel við pilsið. Peysuna, sem ég er í yfir, átti ég fyrir. Er bara hæstánægð með þessa útkomu ;) Svo nú er ég farin að djamma og drekka bjór :D

Í peysu yfir Posted by Hello
Án peysunnar Posted by Hello

föstudagur, mars 25, 2005

Hellúúúú!

Jæja, fínn dagur í dag matarlega séð. En hins vegar engin rækt þar sem það er lokað þar í dag. Nennti heldur ekki að gera Pilates æfingar. En það er opið í ræktinni á morgun og ég ætla að drífa mig í Tripp Trapp tíma klukkan 11 ;). Svo er ég nú barasta að fara að djamma annað kvöld, vúhú sko ;D. Ætla að skreppa í bæinn eftir ræktina á morgun og athuga hvort ég finni einhvern sætan bol við flotta pilsið mitt. En ég kaupi ekki nema það sé eitthvað hundódýrt sko. Verð aðeins að spara peninginn núna. Býst heldur ekki við að ég splæsi í léttkaloríu bjór þar sem við eigum slatta af venjulegum, bara tími því ekki núna. Læt þetta bara duga sem við eigum ;) Nenni ekki heldur að setja inn matseðil í dag, ætla bara að byrja aftur á því eftir páska. En allavegana er ég bara komin upp í rúmlega 1400 kkal. í dag, en kvöldið á líka eftir að bætast við. Býst við að enda í svona 1700-1800 kkal. ;).

Stephen King þátturinn í gær var svaka spennandi, hlakka til að sjá þátt númer tvö á eftir. Bjöggi ætlar svo að taka upp fyrir mig þátt númer þrjú (lokaþáttinn) annað kvöld, þar sem ég verð náttúrulega á djamminu ;)

Annars eldaði ég rosalega góðar kjúklingabringur áðan, setti heimasmíðaða fyllingu inn í þær og þetta kom rosa vel út. Setti uppskriftina inn á Létta Rétti ;)

Jæja, farin að dúllast eitthvað, svakalega er gott að vera í páskafríi ;)

fimmtudagur, mars 24, 2005

Furðulegur dagur

Dugleg eða ekki dugleg, hmmm! Allavegana ekki eins dugleg í mataræðinu og ég hef verið. En samt ekki svona sukk eins og ég tók í gær ;) En er voða eitthvað afslöppuð í mataræðinu og frekar óskipulögð. Fékk mér tvær krembollur í dag, annars ekkert sem er á bannlista, en er búin að borða helling samt. Samt var ég að fatta að ég hef ekkert kjöt borðað í dag. Jú, reyndar roastbeef álegg og egg með. Annars hefur dagurinn einkennst af brauði, bæði sólkjarna og Lindberg, og banönum, hahaha. Ætla nú að reyna að hafa almennilegan dag á morgun. Drullaðist til að taka til í eldhúsínu í dag og ætla að elda eitthvað almennilegt á morgun. Heildarhitaeiningafjöldi dagsins var um 2000 kkal. Eiginlega of mikið fyrir minn smekk, en hey, það er páskafrí :Þ Ég fór allavegana í ræktina og tók 35 mínútur á Orbitrekkinu og fór svo í gegnum prógrammið mitt í salnum. Jæja, ætla að fara að róa krakkagrísina og svo ætla ég að horfa á einhverja miniseríu eftir Stephen King á eftir. Fyrsti þáttur af þremur í kvöld ;) Reyni svo að kíkja bloggrúnt á eftir.

*gubb* ógeðslegt!

Át svo mikið í gær að ég var að springa, langaði til að gubba og var svo uppþembd og full af lofti að þetta var bara ekkert fyndið. Enda sýndi það sig á vigtinni í morgun, alveg rúmlega kílói meira en sunnudagsvigtin. Vissi það líka alveg. Uss og svei, svona dagar sko. Whatever! Ætla að vera dugleg í dag og drífa mig í ræktina á eftir. Er miklu betri til heilsunnar en í gær (eflaust allt low carb namminu að þakka, múhahahahahahaha). En kallinn er ferlega slappur með mígrenikast. Ömurlegt! Vonandi kemst ég samt í ræktina, fæ þá bara Elísu til að líta eftir krökkunum á meðan ég fer (barnagæslan lokuð í dag).

miðvikudagur, mars 23, 2005

Lasin :(

Bleee, er ekki með hita, enda er ég nánast aldrei með hita. En ég er svo stútfull af kvefi, með stíflað nef og hor sem lekur, hóstandi og illt í hálsinum, með hausverk og bara almennt slöpp. Ætla bara að hvíla mig það sem eftir er dags, engin rækt í dag og nenni eflaust ekkert að blogga meira en þennan stúf í þetta skiptið. Er að dekra við mig með low carb nammi, en ætla ekki að fá mér neitt sem er á bannlista. Hins vegar nenni ég ekki að skrifa niður matseðilinn, það verður þá bara að hafa það ef hitaeiningarnar verða eitthvað í fleiri kantinum. Jæja, ætla að henda mér í sófann *sjúguppínef*.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Svíþjóðarferð = krembollur

Ójá, það var sem sagt krembolludagur í dag. Fékk mér alveg FJÓRAR og át þær með bestu lyst og engu samviskubiti ;) Fann líka fullt af allskonar low carb nammi í verslunarferðinni og keypti nokkrar tegundir og varð auðvitað að fá mér smá af því ;)Dagurinn í heild sinni var bara fínn. Ég fór í ræktina áðan og tók vel á á Orbitrekkinu og tók svo góðar magaæfingar, heh, það er svolítið MIKIÐ erfiðara að gera þær í svona halla. Og svo tek ég svona hliðarmagaæfingar líka. Ég var sko með þokkalegar harðsperrur í líkamanum eftir prógrammið í gær, en það var bara voða gott að fara í ræktina áðan. Tók reyndar ekki lóðin núna, orbaði bara og tók svo magaæfingarnar. Matseðillinn var svona:

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sn. - 46 gr. 112,7 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
roastbeef 2 sn. 22 gr. 31 kkal.
egg soðið 1 stk. 71,5 kkal.
Yoplait 0,1% m. skógarberjum 125 gr. 68,8 kkal.

Hádegismatur:
gróft rúnnstykki 75 gr. 190,5 kkal.
rækjur 25 gr. 20,5 kkal.
grænmeti 15 gr. 2,37 kkal.
létta 10 gr. 36,8 kkal.

Miðdegisverður:
laxasúpa 1 diskur - 285 gr. 194,7 kkal.
vínber 75 gr. 56,2 kkal.

Kvöldsnarl:
ferskt salat 80 gr. 11,1 kkal.
gúrka 20 gr. 2,4 kkal.
túnfiskur 75 gr. 70,5 kkal.
fetaostur 3% 15 gr. 16,5 kkal.
olívur svartar 10 gr. 17,6 kkal.
hvítlauksduft 1/4 tsk. 1,8 kkal.
hrein jógúrt 30 gr. 21,6 kkal.

Millibiti:
Atkins Morning Shine m. jarðarberjabragði 1 stk. - 37 gr. 145 kkal.
Läkerol salvi 1 pk. 25,3 kkal.
krembollur 4 stk. 369,6 kkal.
low carb nammi - blandað 141,1 kkal.

Heildartalan varð því 1645,6 kkal., sem mér finnst bara mjög fínt ;)

Takk fyrir öll kommentin stelpur, það er svo gaman að fá svona pepp og hrós og bara komment. Sérstaklega gaman að heyra frá fólki sem maður þekkir eða þekkti og rambar inn á þessa síðu af tilviljun ;)

mánudagur, mars 21, 2005

Fínn dagur

Ég er svo ánægð með að ég skyldi drífa mig í ræktina í morgun. Ætlaði varla að nenna því þar sem ég var að fara á kvöldvakt og langaði bara til að leggja mig, en ákvað svo að fara samt og prófa nýja prógrammið mitt. Rosalega er ég ánægð með það, finnst það taka svo vel á og svo er miklu skemmtilegra að vinna með frjálsu lóðin heldur en tækin. Maður þarf að einbeita sér miklu meira og svo þjálfar maður líka jafnvægið og alla hjálparvöðvana sem stabilisera stóru vöðvana. Mjög gott. Svo er fyndið að gera erfiðar magaæfingar aftur, hahaha, nú þarf ég sko að gera þær í góðum halla ;). Stóð mig líka vel í mataræðinu, ekkert aukanart, hélt mig alveg við fyrirfram planaða matseðilinn ;)

Morgunmatur:
hafraklíðisgrautur m. banana, rúsínum og aukamöndlum 1 sk. 220,2 kkal.
Lindbergbrauð 1 sn. - 22 gr. 53,9 kkal.
léttsmurostur 10 gr. 14 kkal.
skinka 1 sn. - 12 gr. 11,2 kkal.

Hádegismatur:
spelt pizza (þetta voru síðustu sneiðarnar ;) 145 gr. 314,8 kkal.
vínber 50 gr. 37,5 kkal.
pera 1/2 stk. 95 gr. 46,6 kkal.
Atkins Morning Shine m. jarðarberjabragði 1 stk. - 37 gr. 145 kkal.

Miðdegisverður:
laxasúpa 1 diskur - 285 gr. 194,7 kkal.
Lindbergbrauð 1 sn. - 25 gr. 61,2 kkal.
roastbeef 1 stór sn. 23 gr. 32,4 kkal.
L&L 5 gr. 19 kkal.

Kvöldsnarl:
Cultura 150 gr. 66 kkal.
banani 1/2 stk. - 48 gr. 43,2 kkal.
Lindbergmüsli 30 gr. 107 kkal.
strásæta 5 ml. 1,65 kkal.

Millibiti:
vínber 100 gr. 75 kkal.
Läkerol salvi 1 stór pk. - 30 gr. 33 kkal.
Atkins Advantage Fruits of the Forest bar 1 stk. - 60 gr. 255 kkal.

Samtals gerði þetta 1724,2 kkal.

Reyni að kíkja bloggrúnt. Annars þarf ég að fara að sofa bráðum, vinna í fyrramálið ;)

sunnudagur, mars 20, 2005

Æm an átvagl!

Matardagbókin í dag:

Morgunmatur:
Enginn, svaf bara á mín græna.

Hádegismatur:
Lindbergbrauð 2 sn. - 45 gr. 110,2 kkal.
léttsmurostur 10 gr. 14 kkal.
skinka 12 gr. 11,2 kkal.
L&L 5 gr. 19 kkal.
ostur 5% 16 gr. 27,7 kkal.
Yoplait 0,1% m. bláberjum 125 gr. 67,5 kkal.
vínber 50 gr. 37,5 kkal.

Miðdegisverður:
spelt pizza (endalausir afgangar til af þessu) 170 gr. 369,1 kkal.
banani 1/2 stk. - 45 gr. 40,5 kkal.
kiwi 1 stk. - 95 gr. 49,3 kkal.
pera 1/2 stk. - 95 gr. 46,6 kkal.

Kvöldmatur:
nautakjöt 190 gr. 190 kkal.
Lindbergpasta 50 gr. 154,5 kkal.
ferskt salat 50 gr. 7 kkal.
piparsósa 25 gr. 13,8 kkal.
smjörlíki (kallinn eldaði þetta sko og notaði smjörlíki á pönnuna) 1/3 msk. 36,2 kkal.

Kvöldsnarl:
Cultura 150 gr. 66 kkal.
banani 1/2 stk. - 55 gr. 49,5 kkal.
Lindbergmüsli 30 gr. 107 kkal.
strásæta 5 ml. 1,65 kkal.

Millbiti:
Atkins Morning Shine m. súkkulaðibragði 1 stk. - 37 gr. 137 kkal.
Atkins Advantage Decadence bar 1 stk. - 60 gr. 227 kkal.
Läkerol blue fruits 30 gr. 34,5 kkal.

Samtals 1816,8 kkal. Búin að vera ótrúlega svöng í allan dag, skil þetta bara ekki. Étiétiét!

Vigtunardagur

Oh, ég svaf svo illa í nótt, sofnaði ekki fyrr en svona 3-4. Var með hausverk og illt í hálsinum sem leiddi út í eyru. Skítkalt líka, en ekki með hita. Svaf alveg til hádegis í dag og mikið var það gott. Skellti mér svo á vigtina og viti menn, 67,9 kg. ;D. 600 grömm farin. Allavegana í dag, hahaha, kannski verð ég alveg yfir 68 á morgun aftur. En þetta er bara fínt sko. Svo ætla ég að hitta leiðbeinandann minn í ræktinni á eftir og vonandi get ég fengið fituprósentuna mælda. Er mjög spennt að vita hvað hún sé eiginlega. Skrifa meira á eftir stelpur og takk fyrir sæt komment ;)
______________________________________________________

Komin heim úr ræktinni. Tók ekkert mikið púl núna þar sem ég er svo kvefuð og pínu slöpp, bara léttar 15 mínútur á Orbitrekkinu til að hita upp og fór svo í gegnum nýja prógrammið með leiðbeinandanum mínum. Fékk fullt af hrósi frá henni fyrir hvað ég liti vel út og hvað það væri greinilegyr munur á mér í vextinum. Skipaði mér að taka þyngri magaæfingar þar sem hitt væri orðið allt of létt fyrir mig, hahaha. Svo setti hún upp prógramm aðallega með frjálsum þyngdum, eða hvað það er kallað. Sem sagt ekki tækin heldur lóð. Þá æfir maður litlu stuðningsvöðvana líka, ekki bara stóru aðalvöðvana. Fituprósentan var mæld og reyndist vera 22,4%. Mér skilst að það sé bara mjög fínt fyrir 34 ára konu. Var að glugga í viðmiðunartölur hjá World Class og þar stendur að 22,5 sé gott fyrir konu á aldrinum 30-34 ára og 23 gott fyrir konu á aldrinum 35-39 ára. Ég verð nefninlega 35 ára í haust svo ég er akkurat þarna á mörkunum. Frábær fituprósenta fyrir konur í sömu aldursflokkum er 19,5 og 20. Já, þannig að ég er bara mjög sátt ;)

Set inn matseðil seinna í kvöld.

laugardagur, mars 19, 2005

Hálfslöpp

Já, eitthvað er ég ekki alveg í formi í dag. Fór í ræktina í morgun, í Tripp Trapp 2. Þar bara fór maginn á mér að hringsnúast og mér varð eitthvað svo óglatt að ég gat ekkert tekið á eins og ég vildi. Þurfti bara að stoppa á tímabili og reyna að jafna mig. Það var eitthvað óvenju mikið um svona jafnfætis hopp í þessum tíma og það bara sneri maganum mínum við. En ég var sem betur fer búin að fara á Orbitrekkið áður en tíminn byrjaði og tók 25 mínútur þar, þannig að í heildina held ég að þetta hafi nú verið ágætis æfing. Tók svo alveg magaæfingar og armbeygjur eftir pallaspriklið. Svo lagði ég mig þegar ég kom heim og vaknaði með einhvern helvítis kverkaskít, er bara illt þegar ég kyngi. Samt ekki nógu illt til að vilja ekki borða, hahahaha. Hér er matseðill dagsins:

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sn. - 45 gr. 110,2 kkal.
low carb súkkulaðiálegg 10 gr. 49,1 kkal.
léttsmurostur 10 gr. 14 kkal.
skinka 12 gr. 11,2 kkal.
Yoplait 0,1% m. jarðarberjum og appelsínum 125 gr. 66,2 kkal.
vínber 50 gr. 37,5 kkal.

Hádegismatur:
spelt pizza frá í gær 170 gr. 369,1 kkal.

Miðdegissnarl:
Lindbergbrauð 1 sn. - 26 gr. 63,7 kkal.
túnfiskssalat 25 gr. 15,8 kkal.
eplamúffa 1 stk. 186,3 kkal.
low carb síróp 20 gr. 11,6 kkal.
Crémefine þeyti 30 gr. 57 kkal.

Kvöldverður:
laxasúpa 285 gr. 194,7 kkal.

Millibiti:
low carb hlaup 30 gr. 61,5 kkal.
toffe square 2 stk. - 30 gr. 114 kkal.
hlaup 2 stk. - 8 gr. 26,6 kkal.
Atkins Advantage Hazelnut bar 1 stk. - 60 gr. 236 kkal.

Samtals gerir þetta 1624,5 kkal. Já mér finnst Advantage barirnir mjög góðir, þeir fullnægja sætindaþörfinni og gera mig líka sadda ;) Annars át ég aldrei Advantage barinn sem ég var búin að plana handa mér í gær, steinsofnaði nefninlega yfir sjónvarpinu ;). En ég held þyngdinni. Verður fróðlegt að sjá hvernig hún verður á morgun. Svo ætla ég að hitta leiðbeinandann minn í ræktinni á morgun og fá nýtt prógramm. Ætla líka að athuga hvort ég geti fengið fitumælingu, langar rosalega að sjá hver fituprósentan er.

Jæja, farin að rúnta ;)
______________________________________________________________

Smá viðbót, það bættist við matseðilinn smá meira low carb nammi og slatti af vínberjum, þannig að heildartalan endaði í 1843 kkal. Jájá, bleble, svona var það bara ;)

föstudagur, mars 18, 2005

Alltaf gott að slappa af

Ætla bara að henda inn bloggi dagsins og svo ætla ég að henda sjálfri mér í sófann og glápa á myndina sem er á stöð 3, og síðan ætla ég að klára bloggrúntinn ;). Idol var í kvöld og ég fékk mér smá nammi til að japla á yfir því, agalega gott þetta low carb nammi sem ég keypti. Fékk mér reyndar 4 snuddur (hlaup) líka sem krakkalakkarnir vildu endilega troða upp í mig ;). Svona var matseðillinn:

Fyrsta máltíð (kl.14:00):
Lindbergbrauð 2 sn. - 39 gr. 95,6 kkal.
low carb súkkulaðiálegg 10 gr. 49,1 kkal.
léttsmurostur 10 gr. 14 kkal.
skinka 12 gr. 11,2 kkal.
Yoplait 0,1% m. ananas 125 gr. 67,5 kkal.

Miðdegisverður:
spelt pizza m. túnfisk, rækjum, rauðlauk, ólívum og jalapenjos 204 gr. 442,9 kkal.

Kvöldsnarl:
Cultura 150 gr. 66 kkal.
banani 48 gr. 43,2 kkal.
Lindbergmüsli 30 gr. 107 kkal.
strásæta 5 ml. 1,65 kkal.
vínber 100 gr. 75 kkal.

Millibiti:
toffe square 5 stk. - 75 gr. 285 kkal.
hlaup 16 gr. 53,1 kkal.
low carb hlaup 50 gr. 102,5 kkal.
Atkins Advantage Hazelnut bar 1 stk. - 60 gr. 236 kkal.

Samtals eru þetta 1649,8 kkal.

Fór í ræktina í dag í Tripp Trapp 1 tíma, alltaf vel tekið á þar ;)

Jæja, seinna görlís ;)

fimmtudagur, mars 17, 2005

Næturvakt á eftir

Tek eina næturvakt í nótt og svo er ég komin í helgarfrí. Ég var á fundi í allan dag, dreif mig svo í ræktina þegar ég kom heim og var að klára að borða. Þannig að stelpur mínar, þetta verður bara mjög stutt blogg núna og ég fer ekki bloggrúnt í kvöld. Ég verð að leggja mig smá svo ég lifi þessa blessuðu næturvakt af. En ég kíki að sjálfsögðu á ykkur á morgun ;). Matarlega séð hefur dagurinn bara verið fínn, ekki borðað neitt sem ég ætti ekki að borða ;). En vissulega verður hann eitthvað hitaeiningaríkari en venjulega þar sem nóttinn kemur svo inn í þetta líka. Annars líður mér eins og ég standi í stað hvað þyngdina varðar núna, og það er nú bara allt í lagi ;). Eníveis, heyrumst á morgun snúllur ;D.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Unaðslegt, mmmmmm!

Ég er nefninlega að borða. Var að koma úr ræktinni og var orðin ÞVÍLÍKT svöng, svo það er bara þessi rosalega nautn að borða núna ;). Fékk pakkann frá netverslun Lindbergs í dag og er að borða núna Cultura (AB mjólk) með Lindbergmüsli og banönum. Þetta müsli er rosalega gott, inniheldur möndlur og fleira góðgæti ;). Svo varð ég nú að leyfa mér að smakka aðeins nammilaðið sem ég pantaði, þannig að í kjölfarið varð dagurinn pínulítið hitaeiningameiri en ég ætlaði mér, en samt allt í góðu sko ;). Já, eplaskonsurnar, eða múffurnar, urðu bara mjög góðar ;). Kannski ég prófi við tækifæri að útfæra þær með spelti eða sojamjöli í stað þessa Atkins bakstursmix. En allavegana þá endaði matseðillinn svona:

Morgunmatur:
hafraklíðisgóðgæti með extra möndlum og rúsínum 1 diskur 287,8 kkal.
Atkins Morning Shine m. súkkulaðibragði 1 stk. - 37 gr. 137 kkal.

Hádegismatur:
laxasúpa 285 gr. 194,7 kkal.
eplamúffa 1 stk. 186,3 kkal.
low carb síróp 10 gr. 5,8 kkal.

Miðdegissnarl:
eplamúffa 1 stk. 186,3 kkal.
low carb síróp 10 gr. 5,8 kkal.

Kvöldverður:
Cultura 150 gr. 66 kkal.
banani 55 gr. 49,5 kkal.
Lindbergmüsli 30 gr. 107 kkal.
strásæta 5 ml. 1,65 kkal.
Lindbergbrauð 1 sn. - 22 gr. 59,9 kkal.
ostur 5% 16 gr. 27,7 kkal.
skinka 12 gr. 11,2 kkal.

Millibiti:
low carb mintu súkkulaði 1 stk. 28 gr. 124 kkal.
toffe square 1 stk. - 15 gr. 57 kkal.
Advantage Advantage Decadence bar 1 stk. - 60 gr. 227 kkal.

Samtals gerir þetta 1734,7 kkal.

Oh, ég er svo þreytt eitthvað. Ætla að koma krökkunum í bólið og slappa svo af ;), Er að fara á fund á morgun og svo eina næturvakt annað kvöld, en bara eina í þetta skiptið. Svo er ég í fríi alla helgina ;)

Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi

Mmmmmm, ég er nefninlega að baka. Er að baka eplascones... eru scones það sama og múffur? Reyndar smá tilraunastarfsemi þar sem ég breytti aðeins uppskriftinni (ekki mikið). Ég þorði ekki að nota strásætu þar sem ég á bara Canderel, notaði bara smá frúktósa í staðin og þá set ég frekar bara smá low carb síróp ofan á þær ef mér finnst þær ekki nógu sætar. Svo áttu þetta eiginlega að vera bláberjascones, en ég ákvað að hafa þetta eplascones í staðin þar sem ég átti ekki nein bláber. En uppskriftina fann ég á www.atkins.com og er einmitt með svona Atkins bökunarmix, uppgötvaði að það fæst í allavegana einni búðinni hér og varð að prófa ;) Allavegana er lyktin góð ;D. En ég ætla að biðja mömmu að senda mér Splenda sætuefni, það er víst mjög fínt í bakstur og matargerð. Bara verst að það fæst ekki hér, eins og svo margt annað :S. Jæja, læt ykkur vita á eftir hvernig þetta góðgæti bragðast ;)

þriðjudagur, mars 15, 2005

Hress og spræk ;D

Fínasti dagur í dag. Búin að jafna mig eftir næturvaktirnar og það er líka svo gott að vera í fríi ;). Fór í ræktina áðan, það var svakalega gott. Var eiginlega komin með fráhvarfseinkenni, hahaha! Matarlega séð er dagurinn líka búinn að vera fínn. Fyrir utan kannski eina brownie sem ég fékk mér þegar ég kom heim glorsoltin eftir ræktina. Annars er ég ekki með neitt samviskubit yfir henni, leyfði mér hana ;). En svo eldaði ég alveg dásamlega laxasúpu upp úr uppskriftabókinni hans Lindbergs, smelli uppskriftinni inn á Létta Rétti, auðvitað. Setti hana bæði undir súpur og fiskréttir. Svo gerði ég einhverja tilraunastarfsemi og bjó til einhverskonar ís með kiwi. Hann hefði verið rosalega góður ef það hefði ekki verið eitthvað rammt bragð sem skemmdi svolítið fyrir. Er að spá hvort það sé Canderelið sem hentar illa í þetta í svona miklu magni, eða hvort það sé eitthvað annað. En ég ætla bara að prófa mig áfram síðar og nota þá kannski aðra tegund af gervisætu, eða bara frúktósa. Set inn uppskriftina þegar ég er búin að finna út úr þessu ;). En svona var matseðillinn:

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sn. - 38 gr. 93,1 kkal.
léttsmurostur 10 gr 14 kkal.
skinka 13 gr. 12,1 kkal.
jalapenjo 5 gr. 0,89 kkal.
túnfiskssalat á la Lotta 30 gr. 19 kkal.
Yoplait 0,1% m. hindberjum 125 gr. 68,8 kkal.

Hádegismatur:
gískt salat 1 sk. 138,5 kkal.
kjúklingabringur 125 gr. 132,5 kkal.
Tzatziki (létt Kesam, rifnar gúrkur og hvítlauksduft) 50 gr. 46,6 kkal.

Miðdegissnarl:
Cultura 150 gr. 66 kkal.
rúsínur 20 gr. 59,8 kkal.
banani 48 gr. 43,2 kkal.
epli 50 gr. 24 kkal.
strásæta 5 ml. 1,65 kkal.

Kvöldverður:
laxasúpa 285 gr. 194,7 kkal.
Lindbergbrauð 1 sneið - 25 gr. 61,2 kkal.
túnfiskssalat á la Lotta 25 gr. 15,8 kkal.

Millibiti:
Atkins Morning Shine m. súkkulaðibragði 1 stk. - 37 gr. 137 kkal.
brownie 56 gr. 227,6 kkal.
kiwi-ís 150 gr. 171,4 kkal.
Atkins Morning Shine m. jarðarberjabragði 1 stk. - 37 gr. 145 kkal.

Í heildina gerði þetta 1672,8 kkal. og 129,4 grömm kolvetni. Annars er ég að hugsa um að hætta bara að skrifa inn þessi blessuðu kolvetnagrömm núna. Er ekkert að passa mig sérstaklega á þeim, vil bara ekki að þau fari mikið yfir 130-150 grömm. Ég reyni að velja góð kolvetni og læt það bara duga ;).

Annars ákvað ég að gerast áskrifandi að heilsublaði sem heitir i FORM. Líst rosalega vel á það. Keypti eitt eintak í dag (er ekki byrjuð að fá þetta sent heim) og það var voða gaman að lesa það. Allskonar skemmtilegur fróðleikur. Las t.d. að pizzur eru bara ansi hollar, og þá vegna áleggsins á þeim. Þá er sérstaklega verið að tala um tómatsósu, ost, ansjósur, túnfisk, hvítlauk og svo allt grænmetið. En rannsóknir sýna að þeir sem borða pizzur átta sinnum í mánuði minnka líkurnar á hjartasjúkdómum um meira en 56% ;). Svo étið bara pizzur stelpur, hahaha! Kannski bara passa að hafa þunnan botn og ekki hafa þær löðrandi í slæmri fitu (enda ítölsk rannsókn og ítalskar pizzur eru nú ekki þekktar fyrir þykka botna, auk þess sem þeir nota eflaust aðallega ólívuolíu þarna, sem er bráðholl auðvitað ;).

mánudagur, mars 14, 2005

Frekar löt í dag ;)

Nenni bara ekki að spanast til að fara í ræktina áðan. Ég er búin að vera á fullu að stússast síðan ég vaknaði eftir næturvaktalúrinn. Fyrst þurfti ég að útrétta ýmislegt í bænum, svo keyrði ég Elísu á skátafund, síðan kallinn á leikskólafund, fór svo heim með litlu krakkana og fékk mér að borða. Síðan sótti ég Elísu í skátana og svo auðvitað kallinn á fundinn og svo heim. Þá var klukkan orðin rúmlega hálfníu og ræktin lokar klukkan tíu. Ég bara hreinlega nennti ekki að spanast þangað til að geta tekið 45 mínútur á Orbitrekkinu. Svo það er bara letikvöld í kvöld. Langaði líka bara að vera heima í rólegheitum, koma krökkunum sjálf í rúmið og lesa fyrir þau. Smá svona kósí stund með þeim ;). Er náttúrulega ekkert búin að gera það alla helgina vegna næturvaktanna. En ég fer pottþétt á morgun í ræktina, meika ekki að vera lengur í hreyfingarleysi ;). Set ekki inn neitt matseðil í dag, máltíðarnar enn í rugli og ég ekki búin að snúa sólarhringnum við, en það kemur matseðill á morgun.

Best að reyna að komast bloggrúnt ;)

sunnudagur, mars 13, 2005

Vigtunardagur, hipp hipp húrra ;D

Frábær tala á vigtinni, 68,5 kg. Heilt kíló farið á einni viku. Merkilegt að vera að borða meira og samt léttast svona vel. En kannski var ég bara farin að borða of lítið og hægja á brennslunni. Hef svo kannski skotið henni vel á veg aftur með því að auka við mig í mataræðinu. Svo passa ég náttúrulega að borða hollt og forðast hröðu kolvetnin, held að það hafi mikið að segja. Allavegana ætla ég að halda áfram svona eins og er. Ég ætla að vísu að leyfa mér að fá mér smá páskaegg um páskana. Mamma er búin að senda okkur íslensk páskaegg (namminamm) sem eru á leiðinni í póstinum :D. Já, svo mældi ég sentimetrana líka, mánuður síðan ég gerði það síðast. Svona kom það út:

Dagsetning:----13 feb.05----13.mar.05

Brjóst:----------93-------------92
Mitti:-----------72-------------70
Mjaðmir:---------88-------------88
Upphandleggur:---29-------------28,5
Læri:------------56-------------54,5
Kálfi:-----------37-------------37


Er búin að gefast upp á að reyna að mæla magann, hahaha, mælingin lendir bara á sama stað og mjaðmirnar. Læt það bara eiga sig, ég finn að hann er að minnka hvort sem er ;). Er fegin að mittið fer svona inn, verra með brjóstin, hahaha, langar ekkert að þau minnki neitt mikið meira. En er ánægð með að það sjáist smá árangur á upphandleggjmu og lærum. Kálfarnir virðast hins vegar algjörlega standa í stað og hafa eiginlega gert það lengi. En jájá, það er ekkert stórmál ;).

Ég pantaði hitt og þetta gúmolaði af netverslun dr. Lindbergs, m.a. súkkulaðiálegg, hehe. Líka eitthvað sykurlaust nammi og svo musli og pasta með minna af kolvetnum og lægri sykurstuðli en gengur og gerist. Hlakka til að fá þetta ;).

Ætla að drífa mig í ræktina á eftir og kíki svo bloggrúnt. Síðasta næturvaktin í þessari törn er í nótt. Já, og ég stóðst helvítis kökuna, vá hvað hún var freistandi. Vonandi er ekkert svona sem bíður mín í kvöld.

Góða sunnudagsrest stelpur ;)

Bara 2 1/2 timi eftir!!!

Kræst stelpur! Eg sit her a næturvakt og er gjørsamlega ad farast. Thegar eg mætti tha beid thessi otrulega girnilega sukkuladikaka inni a setustofu, asamt tveimur øskjum af konfekti. Sem betur fer eru øskjurnar enn ekki opnadar og vid næturvaktargellur akvadum bara ad opna thær ekkert. Kakan hins vegar blasir vid mer i hvert skipti sem eg fer tharna inn og eg hef bara sjaldan upplifad annad eins "craving". Mer verdur næstum illt og fæ furdulegt bragd i munninn, mig langar svo i bita. En eg hef EKKI latid undan thessari løngun, tho eg hafi jafnvel verid komin med bita i hendurnar... let hann bara fra mer aftur. Sjiss sko, sjaldan upplifad annad eins. En eg var bara buin ad taka heilagt loford af mer ad fa mer EKKERT svona ohollt i nott, svo thar vid situr. Sem betur fer er bara 2 1/2 klukkutimi eftir af vaktinni, vonandi verda morgunvaktarskvisurnar MJØG duglegar ad klara thessa køku og helst konfektid lika. Best ad fa ser TAB X-tra og sykurlaust tyggjo... smjatt, smjatt!!!

laugardagur, mars 12, 2005

Tiltektar og nammidagur

Nammidagurinn byrjaði nú í nótt. Fékk mér súkkulaðihúðaðar hnetur, einhverskonar krembollur (tvær mjög litlar) og nokkra sterka brjóstsykra. Svo erum við búin að vera að taka til á fullu núna, það er nefninlega að koma fólk að skoða íbúðina á eftir. Við erum að fara að flytja í aðra íbúð ;). En allavegana fékk ég mér krembollur áðan og smá hlaupnammi. En núna er ég líka hætt. Enn sem komið er held ég að þetta hafi ekki skemmt neitt, en ef ég held áfram þá fara málin að vandast. Vigtin var allavegana alveg jafn góð við mig þegar ég steig á hana nývöknuð í dag eins og hún var í gær. Ég vil helst að hún sé það áfram á morgun svo að restin af deginum og nóttunni verður bara hollusta.

En já, við erum sem sagt að fara að flytja. Okkur bauðst önnur íbúð til leigu. Hún er svipað stór og þessi, en ódýrari og í skemmtilegra umhverfi. Hún er svona næstum því úti í sveit, samt ekki nema um 10 mínútna akstur héðan. Það er hesthús við hliðina á húsinu og krakkarnir mega stússast þar og dunda sér með hestunum. Það er nú eitthvað fyrir þessa elstu. Í stað þess að hafa malbik og götu þá er þarna skógur, klettar og tún. Auðvelt fyrir krakkana að hlaupa út að leika og finna sér eitthvað skemmtilegt að skoða og dunda sér við. Annað sem er mikill kostur er að nýja íbúðin er ekki öll undir súð eins og hér. Klósettið og herbergin eru svo svakalega aðþrengd hér vegna þessa, en á nýja staðnum er bara eðlileg lofthæð og allir veggir jafnháir. Hér er líka forstofan pínulítil svo það er varla hægt að hengja af sé þar, sem veldur því að skór og yfirhafnir lenda alltaf þar sem það á ekki að vera. Nýja íbúðin er líka á jarðhæð, með smá GARÐI og það er hægt að opna svalarhurðina úr stofunni beint út. Hægt að sitja í stofunni og fylgjast með krökkunum leika sér fyrir utan... eða bara sitja úti líka í góðu veðri í sumar ;). Hér er nú bara malbikað port og svo gata, ekkert spennandi. Auk þess erum við á annarri hæð með þröngum stiga.

Já, við hlökkum sko bara til að flytja. Vonandi getum við bara byrjað á því fljótlega upp úr miðjum mánuðinum. Eini gallinn er að við verðum netlaus í einhvern tíma, en maður þolir það ;)

Oh, það er svo ÆÐISLEGT hér núna þegar það er ekkert drasl... ja það er nú svo sem alltaf hægt að taka til meira, en allavegana lítur íbúðin vel út ;). Það varð að vísu ekkert sprikl í ræktinni í dag út af þessari tiltekt og fólkinu sem var að koma að skoða, en ég fer á morgun. Núna ætla ég að finna mér eitthvað að borða, HOLLT, og bara slappa af þar til ég fer á næturvaktina ;). Ætla að kíkja bloggrúnt á ykkur ;D

föstudagur, mars 11, 2005

Næturvaktahelgi

Þá er enn ein næturvaktahelgin framundan. Ætla að taka með mér restina af speltpizzunni minni til að narta í í nótt. Nenni ekki að setja inn matseðil fyrir þennan dag þar sem hann verður hvort sem er ferlega furðulegur út af því að ég er að svissa yfir í næturvaktatíma. Reyndar freistaðist ég smá í dag, fékk mér pottbrauð (polarbrød) með súkkulaðiáleggi. Sonurinn var að gæða sér á svona og mig langaði svooooooo mikið í allt í einu. Hef nú hvorki fengið mér svona brauð né súkkulaðiálegg í háa herrans tíð svo ég ákvað bara að leyfa mér það. Svakalega var þetta nú gott, en kostaði vissulega nokkrar hitaeiningar ;). Annars er víst til low carb súkkulaðiálegg hjá dr. Fedon Lindberg versluninni, kannski maður athugi bara með að kaupa svoleiðis til að geta fengið sér einstaka sinnum með aðeins betri samvisku ;). Heildarhitaeiningafjöldi dagsins er samt alveg í góðu lagi, allavegana miðað við planið mitt ;). Svo náttúrulega setur nóttin þetta allt úr skorðum, en svoleiðis er það bara alltaf þessa fyrstu næturvakt. Og svei mér þá, vigtin sýndi mjög svo skemmtilega tölu í morgun, vonandi verður hún ekki meiri á sunnudaginn. Ég er sem sagt enn að léttast, allavegana eins og er ;).

Well, ætla að bráðum að sækja Örnu á leikskólann og svo í ræktina ;)

Takk stelpur fyrir öll yndislegu kommentin ykkar :D

fimmtudagur, mars 10, 2005

Fínn dagur í dag ;)

Bara nokkuð fallegt og gott veður og það er að koma vorfílingur í mig. Dagarnir eru orðnir bjartari, sólin skín meira og það er hætt að vera frost ;). Svo sem ekkert merkilegt að frétta, bara hollusta eins og venjulega, ræktin eins og venjulega o.s.frv. Eldaði svakalega góðan fiskrétt í kvöld og smellti uppskriftinni að sjálfsögðu inn á Létta Rétti. Þetta var steikt ýsa með karrí, kókos og möndlum, alveg rosalega gott ;). Annars var matseðillinn svona í heild sinni:

Morgunmatur:
gróft rúnnstykki 75 gr. 190,5 kkal.
léttsmurostur 20 gr. 28 kkal.
skinka 2 sn. - 24 gr. 22,4 kkal.
jalapenjo 8 gr. 1,4 kkal.
tómatar 20 gr. 2,8 kkal.
Yoplait 0,1% m. mango 125 gr. 65 kkal.

Hádegismatur:
spelt pizza frá í gær 170 gr. 393,6 kkal.

Miðdegisverður:
Stekt ýsa með kókos og möndlum:
ýsa 155 gr. 135 kkal.
karrí 1/2 tsk. 4,5 kkal.
kókosmjöl 5 gr. 35 kkal.
möndluspænir 5 gr. 30,4 kkal.
eggja/mjólkurhræra 10 gr. 10,9 kkal.
olía 1/2 msk. 50 kkal.
ferskt salat 80 gr. 11,1 kkal.
kotasæla 50 gr. 48 kkal.

Kvöldsnarl:
Atkins Advantage Decadence bar 1 stk. - 60 gr. 227 kkal.

Millibiti:
epli 167 gr. 80,2 kkal.
Ávaxtasalat m. Crémefine og low carb sírópi:
banani 42 gr. 37,8 kkal.
epli 87 gr. 41,8 kkal.
jarðarber 65 gr. 19,5 kkal.
hindber 33 gr. 6,9 kkal.
Crémefine 32 gr. 51,2 kkal.
low carb síróp 20 gr. 11,6 kkal.
möndluspænir 10 gr. 60,9 kkal.

Samtals gerði þetta 1565,5 kkal. og um 136 grömm kolvetni.

Jæja, ætli Hjalti verði ekki aftur heima á morgun. Hann er aftur kominn með hita (var sko í fínu lagi í dag og fór á leikskólann) og hóstar svo mikið að hann kúgast og kastar upp. Greyið. Vonandi verður mér samt eitthvað úr verki hér heima á morgun þó hann sé með mér ;)

Annars ætla ég bara að koma krökkunum í rúmið bráðum og svo kíki ég bloggrúnt á eftir. Vonandi verður blog.central.is ekki eins leiðinlegt og það var í gær, þá gafst ég upp á að rúnta. Kláraði svo að kíkja á síðurnar í morgun ;) Síjú görlís og vonandi verður kvöldið gott.

miðvikudagur, mars 09, 2005

Spelt pizza, namminamm :D

Já, ég bakaði sko speltpizzu áðan. Notaði reyndar ger, en ekki lyftiduft eins og stendur í uppskriftinni á Léttum Réttum. Setti á hana tómatpuré, léttost, ólívur, jalapenjos og skinkubita. Svakalega gott ;D. Hér er matseðill dagsins:

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 39 gr. 99,6 kkal.
makríll í tómat 20 gr. 32 kkal.
L&L 5 gr. 19 kkal.
skinka 12 gr. 11,2 kkal.
jalapenjo 10 gr. 1,75 kkal.
Yoplait 0,1% m. bláberjum 125 gr. 67,5 kkal.

Hádegismatur:
Steikt nautagúllas með fersku salati
blandað salat með ólívum og jalapenjos 163 gr. 57,6 kkal.
nautagúllas 140 gr. 140 kkal.
olía 1/4 msk. 25 kkal.
jógúrtdressing 25 gr. 57,5 kkal.

Miðdegisverður:
spelt pizza m. skinku, jalapenjos o.fl. 200 gr. 463 kkal.

Kvöldsnarl:
Atkins Advantage Fruits og the Forest bar 1 st. - 60 gr. 255 kkal.

Millibiti:
Atkins súkkulaði 1 stk. - 30 gr. 142 kkal.
vínber 200 gr. 150 kkal.
Atkins Advantage Hazelnut bar 1 stk. - 60 gr. 236 kkal.

Heildin gerði samkvæmt þessu 1757,2 kkal. og 117 grömm kolvetni.

Ég fór í ræktina as usual ;). Tók 50 mínútur á Orbitrekkinu. Ég er loksins nýlega farin að sjá góðan mun á púlsinum mínum þegar ég er að púla svona, miðað við hvernig ég var fyrst. Eða kannski er ég bara að fatta þetta núna. Ég náttúrulega hef aukið þyngdarstigið mikið og einnig hraðann. En allavegana held ég að ég sé bara með ágætt þol ;). Ég byrja yfirleitt á þyngdarstigi 7 og hraða 62, svo eyk ég þyngdarstigið um 1 á 5 mínútna fresti. Hraðann eyk ég smám saman upp í 72-73 og lækka svo aðeins í restina niður í 64-66. Síðustu 5 mínúturnar tek ég alltaf sem cooldown og þá fer ég niður í þyngdarstig 5-6 fyrst og það lækkar svo um 1 á mínútu fresti, niður í 1. Í cooldowninu er ég á hraða 52 og næ niður púlsinum. Ef ég tek prógrammið mitt í salnum eftir Orbitrekkið þá tek ég bara 35 mínútur á því. Ef ég er bara að brenna þá tek ég 50 mínútur. Svo tek ég alltaf magaæfingar og teygjur eftir þetta.

En allavegana, púlsinn minn eykst náttúrulega eftir sem ég eyk álagið og hraðann, en þegar ég er á svona meðalróli, búin að vera ca 20-30 mínútur á Orbitrekkinu, þá er hann oftast í kringum 140-150, sem mér finsnt bara mjög fínt. Þegar ég tek lengri tímann á Orbitrekkinu þá er þetta nú orðið frekar mikið erfiði þegar ég er komin upp í þyngdarstig 14-15 og þá fer nú púlsinn oft upp í 170 og aðeins yfir. En hann er fljótur að jafna sig um leið og ég fer í cooldownið, sem er líka merki um gott þol ;)

Já, meira um ræktina. Stelpur, farið þið stífmálaðar í ræktina? Ég sé sko fullt af stelpum þarna alveg þvílíkt meikaðar með flottar hárgreiðslur og voða sætar, að fara í ræktina að púla. Er bara að spá í hvort þær geri þetta sérstaklega fyrir ræktina, eða hvort þær séu bara að koma svona úr vinnu eða skóla. Auðvitað eru líka fullt af stelpum eins og ég, sem nenna ekkert að punta sig fyrir púlið ;)

Annars sé ég stundum eina stelpu að æfa þarna sem kæmi mér ekkert á óvart að væri með anorexíu. Mér finnst svo sorglegt að sjá hana. Hún er alveg svakalega grönn, með ekkert mitti, bara alveg bein svona niður. Hef séð hana þegar hún er að skipta um föt og rifbeinin og rófubeinið sjást svo greinilega. Svo er hún með þessi þvílíku silikonbrjóst að útkoman er bara hræðileg, hreint og beint. Það má svo sem vel vera að hún sé bara mjög grönn að eðlisfari, en þessar rosa júllur stinga svo í stúf við restina af líkamanum að hún virkar alveg svakalega, óeðlilega mjó. Hún er stælt með flotta vöðva, en allt of mjó. Jámm, það eru til vandamál í báðar áttir.

Jæja, hætt þessu röfli. Kíki bloggrúnt í rólegheitum þegar ég er búin að koma krökkunum í rúmið ;)

Enginn bloggrúntur...

... í gær. Ég steinrotaðist í sófanum fyrir kl. 21. Kallinn kom krökkunum í rúmið og ég lá bara eins og skata og steinsvaf til kl. 01. Þá vaknaði ég og fékk mér aðeins að drekka (var svo þyrst) og hélt svo bara áfram að sofa. Þannig að ég fór víst engan bloggrúnt í gær og náði meira að segja ekki að éta blessaðan Atkins Advantage barinn minn sem ég ætlaði að fá mér yfir sjónvarpinu í gærkvöldi. Þannig að hitaeiningar gærdagsins urðu víst ekki nema um 1420 kkal. Hjalti litli er lasinn og fer ekkert í leikskólann, hann var með 39 stiga hita í nótt og kolstíflaður í nefinu. Arna er hins vegar nokkuð hress og ætlar sko ekkert að vera heima. Elísa er að kvarta eitthvað um hausverk, en ég held að hún fari nú samt í skólann. Best að gefa krökkunum morgunmat og svo ÆTLA ég að kíkja bloggrúnt ;)

þriðjudagur, mars 08, 2005

Þreytt, þreytt, þreytt!

Úff já, ég er sko þreytt. Vinna til kl 15, sótti svo krakkana, dreif mig í ræktina, svo með alla á basar hjá skátunum hennar Elísu, síðan í búð að kaupa pizzu (nennti sko ekki að elda), svo gefa krökkunum að éta, gefa sjálfri mér að éta (ekki pizzu ;), passa að systkinin myrði ekki hvort annað, gera nokkrar papprírsskutlur fyrir Hjalta, knúsa og hugga Örnu sem er svo illt í maganum, reyna að sleikja fýluna úr Elísu sem finnst við voða óréttlát að við skyldum biðja hana að færa sig svo Arna geti legið í sófanum... o.s.frv., o.s.frv. Jájá, svona eru bara sumir dagar, verð nú að viðurkenna að ég hlakka til þegar þessi yndislegu börn mín fara að sofa í kvöld ;). Ég er í fríi á morgun og vá hvað ég er fegin :D.

Annars er dagurinn bara búinn að vera rosalega fínn. Hér er matseðillinn:

Morgunmatur:
Hafraklíðisgóðgæti með létt Kesam í stað kotasælu (átti sko ekki kotasælu):
hafraklíði 15 gr. 49,5 kkal.
létt Kesam 50 gr. 37 kkal.
strásæta 5 ml. 1,6 kkal.
kanill 1/2 tsk. 9 kkal.
möndluspænir 10 gr. 60,9 kkal.
banani 45 gr. 40,5 kkal.
rúsínur 20 gr. 59,8 kkal.
Lindbergbrauð 23 gr. 56,4 kkal.
makríll í tómat 20 gr. 32 kkal.

Hádegismatur:
gróft rúnnstykki 75 gr. 190,5 kkkal.
egg soðið 1 stk. 71,5 kkal.
létta 10 gr. 36,8 kkal.
tómatar 20 gr. 2,8 kkal.
skinka 12 gr. 11,2 kkal.

Miðdegisverður:
Karrírækjur með grænmeti
wok grænmeti 200 gr. 60 kkal.
risarækjur 105 gr. 94,5 kkal.
ostur 16% 50 gr. 136 kkal.
karrí 1 tsk. 9 kkal.

Kvöldsnarl:
Yoplait 0,1% m. ananas 125 gr. 67,5 kkal.

Millibiti:
Atkins Morning Shine m. súkkulaðibragði 1 stk. - 37 gr. 137 kkal.
epli 150 gr. 72 kkal.
vínber 200 gr. 150 kkal.
Läkerol cactus risa 30 gr. 35,1 kkal.
Atkins Advantage Hazelnut bar 1 stk. - 60 gr. 236 kkal.

Samtals gerir þetta 1656,6 kkal. og ca 150 grömm kolvetni.

Fer bloggrúnt á eftir þegar allt er komið í ró hér ;)

mánudagur, mars 07, 2005

Úbbasí, nammi ER hættulegt!!!

Vá hvað nammi getur verið lúmskt. Okkur var gefið svona box með Ferrero Rocher molum, hrikalega gott, og ég fékk mér fjóra mola. Svo þegar ég kom heim og fór að skoða á netinu hvað einn svona moli inniheldur mikið af hitaeiningum þá fékk ég nú bara sjokk. Einn moli innheldur alveg 75 kkal. Váts! Þannig að þessir fjórir sakleysislegu molar sem ég fékk mér bættu heilum 300 kkal. við heildarkaloríufjöldann minn. Jæja, veit það næst hvað þetta er svakalega lúmskt. Ég meina, einn venjulegur konfektmoli inniheldur "ekki nema" um 45 kkal. Ég nenni reyndar ekki að setja inn matseðilinn núna, var á kvöldvakt, morgunvakt í fyrramálið, svo ég ætla að fara að sofa bráðum. En heildartala dagsins var um 2070 kkal. og 154 grömm kolvetni. Allt of mikið :S. En þetta verður ekki aftur tekið, verð miklu duglegri á morgun. Mér finnst líka kvöldvaktirnar oft svo erfiðar svona matarlega.

Ég fór heldur ekki í ræktina í dag, en það var alveg með vilja gert. Finnst alveg nóg að fara sex sinnum í viku og eiga einn dag frí ;)

Jæja, ætla aðeins að kíkja á bloggin ykkar, sé hvað ég kemst langt ;)

sunnudagur, mars 06, 2005

Gott er að borða mikið og hollt ;)

Híhí, já, ég er sko búin að borða helling í dag, en samt allt hollt (nema tvær piparkökur sem læddust upp í mig). Hitaeiningarnar ná samt ekki 2000 kkal. svo ég er alveg sátt ;). Er búin að vera að velta þessum hitaeiningum fyrir mér undanfarið og ég held að það sé ágætt fyrir mig að reyna að halda þeim á milli 1500-2000 og sjá hvernig það virkar. En ég ætla líka að vanda mig við að borða hollan mat og velja kolvetni sem ekki eru hröð. Svona var matseðillinn:

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 43 gr. 105,4 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
roastbeef 22 gr. 31 kkal.
egg soðið 1 stk. 71,5 kkal.
Yoplait 0,1% m. hindberjum 125 gr. 68,8 kkal.

Hádegismatur:
Atkins Morning Shine m. súkkulaðibragði 1 stk. - 37 gr. 137 kkal.
Atkins Advantage Protein Shake m. súkkulaðibragði 330 ml. 173 kkal.

Miðdegisverður:
Kjúklingur í appelsínu- og möndlusósu með grófum hrísgrjónum
kjúklingabringa 115 gr. 121,9 kkal.
appelsínu/möndlusósa 100 gr. 116,7 kkal.
villihrísgrjón 10 gr. 35,7 kkal.
brún hrísgrjón 43 gr. 150,5 kkal.
ferskt salat 50 gr. 7 kkal.

Kvöldsnarl:
Ristaðar brauðsneiðar m. L&L og bananasneiðum
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 43 gr. 105,4 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
banani 60 gr. 54 kkal.

Millibiti:
sítrónukaka 63 gr. 206,1 kkal.
Crémefine þeyti 25 gr. 47,5 kkal.
low carb síróp 10 gr. 5,8 kkal.
piparkökur 2 stk. - 12 gr. 53,9 kkal.
Atkins Advantage Fruits og the Forest bar 1 stk. - 60 gr. 255 kkal.
Läkerol salvi 1 pk. 25,3 kkal.

Heildin gerði 1847,5 kkal. og um 128 grömm kolvetni. Kannski svolítið mikið af kaloríum, en ég verð líka aðeins að kúpla mig út úr þeim hugsunarhætti. Miðað við það sem almennt er talin eðlileg brennsla fyrir konu (ca 2000 kkal.), þá er þetta í fínu lagi til að viðhalda þyngdinni. Held líka að það skipti máli hvað maður er að borða, ekki bara kaloríurnar.

Fór að sjálfsögðu í ræktina í dag og tók bara brennslu; 50 mínútna púl á Orbitrekkinu... ja síðust 5 mínúturnar voru svona cool down. Tók svo helling af magaæfingum ;)

Ekki er ég enn búin að taka til, en hey, ég er búin að vaska upp og gera ágætt í eldhúsinu, hahaha ;Þ

Jahérna hér

Vigtunardagur í dag og ég er takk fyrir 69,5 kg. Ekki bjóst ég við þessu, en ekki er það leiðinlegt. Málið er sem sagt að hætta í megrun bara, hahahahaha. Nei, nei, líklega voru þetta bara sukk-kílóin að fara. Á nú ekki von á að léttast fyrir næsta sunnudag. En það er ekki verra að reyna að stabilisera þyngina undir 70 kg ;). Það er einhvernvegin allt annað að vera 69,5 heldur en 70,1, þó það muni í raun varla neinu þannig séð. Þetta er svo mikið sálrænt. En allavegana, ánægð er ég í dag :D.

Jæja, er að sjóða mér egg til að hafa ofan á brauð, ætla að tölvast smá og svo fara að klára að vaska upp og taka aðeins til ;). Fer eflaust í ræktina á eftir. Skrifa svo meira í kvöld.

laugardagur, mars 05, 2005

Alltaf sama draslið

Merkilegt hvað manni getur orðið lítið úr verki þó maður hafi ætlað sér heilan helling. Sko, ég byrjaði á því fyrir hádegi að vaska upp hauginn sem er inni í eldhúsi og kláraði svona helminginn, þá var heita vatnið búið í bili. Jamm, svona er að búa í útlöndum. Þá tók ég mér pásu og fékk mér að borða, setti krakkana í bað og gaf þeim svo að borða. Síðan tölvaðist ég smá og fór svo í ræktina. Tók orbitrekk í 40 mínútur, síðan prógrammið mitt í tækjunum og svo slatta af magaæfingum. Fékk mér próteindrykk eftir æfinguna, enda vissi ég að ég kæmist ekki til að hafa miðdegisverðinn fyrr en seint.

Eftir ræktina fórum við fjölskyldan að keyra út símaskrár. Það eru sko skátarnir sem taka þetta að sér, fá borgað fyrir þetta, og þar sem elsta dóttlan er í skátunum þá vorum við að þessu. Þetta er ein helsta tekjulind skátahreyfingarinnar hér í Fredrikstad og svona eiginlega það eina sem er hálfpartinn ætlast til að foreldrar barnanna bjóði sig fram í. Enda finnst mér sjálfsagt að gera eitthvað svona smotterí. Við vorum ekkert mjög lengi að þessu, kannski svona klukkutíma, enda var þetta bara restin. Kallinn og elsta stelpan voru búin að fara með meiripartinn af þessu (á meðan ég þóttist vera að vaska upp og taka til). En allavegana þá var klukkan orðin 19 þegar við komum heim og þá var matur og svo sit ég bara núna og letingjast á meðan krakkarnir leika sér. Fer bráðum að koma þeim í bólið og eftir það efast ég um að ég nenni að gera neitt meira í tiltektinni, langar bara að slappa af ;). Þannig að þetta verður svona á morgun segir sá lati ;)

Annars finnst mér alveg afskaplega gott að vera EKKI í megrun, þurfti sko alveg á þessu að halda finn ég. Hér er nú samt matseðillinn minn ;)

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 43 gr. 105,4 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
roastbeef 23 gr. 32,4 kkal.
Yoplait 0,1% m. aprikósum og musli 150 gr. 111 kkal.

Hádegismatur:
Spelt-tortilla með linsubaunasalsa
spelt tortillakaka (án sesamfræja) 1 stk. 183,5 kkal.
linsubaunasalsa 180 gr. 169 kkal.
ferskt salat 80 gr. 11,1 kkal.
Kesella 50 gr. 70 kkal.

Miðdegisverður:
Örbylgjuýsa
ýsa 125 gr 108,8 kkal.
wok grænmeti 120 gr. 36 kkal.
kotasæla 80 gr. 76,8 kkal.
karrí 1/2 tsk. 4,5 kkal.

Kvöldsnarl:
Atkins Advantage Decadence bar 1 stk. - 60 gr. 227 kkal.

Millibiti:
sítrónukaka 67 gr. 219,2 kkal.
Crémefine þeyti 25 gr. 47,5 kkal.
low carb síróp 10 gr. 5,8 kkal.
Prótíndrykkur 250 ml. 142,5 kkal.
Läkerol salvi 1 pk. 25,3 kkal.
hlaupkarlar 24 gr. 79,7 kkal.

Samtals gerir þetta 1693,5 kkal. og um 131 grömm kolvetni.

Jæja, best að hjálpa þessum grísum að hátta og bursta tennurnar og lesa svo eina bók fyrir þau.

föstudagur, mars 04, 2005

Notalegheit á föstudegi

Ég er eiginlega búin að dekra smá við mig í dag í mataræðinu. Eina sem ég er ósátt við er að ég stalst í smá snakk sem hinir fjölskyldumeðlimirnir voru með yfir Idolinu. Bara þetta litla snakk sem ég át bætti við rúmlega 100 kkal. En ég er svo sem ekkert að fárast yfir því, er ekkert svo svakalega stíf á þessum hitaeiningum núna, bara svolítið fúl af því að ég ætlaði að standast þetta óholla snakk. Ég er nefninlega búin að vera alveg óhemju holl í dag að öðru leyti. Bakaði meira að segja holla köku sem bragðaðist bara alveg prýðilega :D. Svona var matseðillinn:

Morgunmatur:
Ristuð samloka með skinku, osti og jalapenjos
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 60 gr. 147 kkal.
ostur 16% 26 gr. 70,7 kkal.
skinka 12 gr. 11,2 kkal.
jalapenjo 12 gr. 2,1 kkal.
Yoplait 0,1% með bláberjum 125 mL. 67,5 kkal.

Hádegismatur:
Spelt-tortilla með linsubaunasalsa
spelt tortillakaka (án sesamfræja) 1 stk. 183,5 kkal.
linsubaunasalsa 150 gr. 140,8 kkal.
ferskt salat 60 gr. 8,3 kkal.
Kesella 50 gr. 70 kkal.

Miðdegisverður:
Kjúklingur í appelsínu- og möndlusósu
kjúklingabringa 115 gr. 121,9 kkal.
appelsínu/möndlusósa 100 gr. 116,7 kkal.
ferskt salat 80 gr. 11,1 kkal.
Eftirréttur:
sítrónukaka 67 gr. 219,2 kkal.
Crémefine þeyti 25 gr. 47,5 kkal.
low carb síróp 5 gr. 2,9 kkal.

Kvöldsnarl:
Atkins Advantage Hazelnut bar 1 stk. - 60 gr. 236 kkal.

Millibiti:
sítrónukaka 43 gr. 140,7 kkal.
low carb síróp 5 gr. 2,9 kkal.
snakk 22 gr. 105,6 kkal.

Heildin gerði 1705,6 kkal. og um 129 grömm kolvetni. Alveg í lagi fyrir mig ;). Ég fór líka í ræktina í Tripp Trapp 1. Mér finnst ég bara vera ansi dugleg í ræktinni þessa dagana ;).

Jæja, ætla að halda áfram með bloggrúntinn. Er ekki enn búin að taka til, bara nennti engu í dag, dagurinn fór bara í leti og bakstur ;). Annars er þessi sítrónukaka rosalega góð með svona þeyttum Crémfine og smá low carb sírópi ;). Ége r svo ángæð hvað ég er að verða komin með gott safn af kökum og girnilegum ábætisréttum, tilvalið í næsta afmæli eða matarboð ;). Ég setti að sjálfsögðu inn sítrónukökuuppskriftina á Létta Rétti.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Matseðillinn í dag

Bara skella þessu inn. Ætla ekki að hætta að skrifa niður það sem ég borða, allavegana ekki strax. Er hvort sem er orðin svo vön því að mér fyndist bara asnalegt að sleppa því. Þetta er eiginlega orðinn hluti af mínum lífsstíl ;) Ég hugsa nú að ég eigi samt eftir að slaka á í því líka, en er ekki tilbúin til þess núna.

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 50 gr. 122,5 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
banani 30 gr. 27 kkal.
roastbeef 11 gr. 15,5 kkal.
Yoplait 0,1% m. jarðarberjum og appelsínum 125 mL. 66,2 kkal.

Hádegismatur:
kjúklingabringa 120 gr. 127,2 kkal.
appelsínu/möndlusósa 75 gr. 87,5 kkal.
ferskt salat 80 gr. 11,1 kkal.

Miðdegisverður:
spelt tortillakaka (án sesamfræja) 1 stk. 183,5 kkal.
linsubaunasalsa 200 gr. 187,8 kkal.
ferskt salat 60 gr. 8,3 kkal.
jógúrtdressing 15 gr. 34,5 kkal.

Kvöldsnarl:
Lindbergbrauð 1 sneið - 31 gr. 76 kkal.
kotasæla 30 gr. 28,8 kkal.
banani 30 gr. 27 kkal.
low carb síróp 5 gr. 2,9 kkal.

Millibiti:
kaffi m. mjólk 2 bollar - 3 dl. 30,8 kkal.
Atkins Morning Shine m. eplabragði 1 stk. - 37 gr. 145 kkal.
epli 60 gr. 28,8 kkal.
Atkins Advantage Fruits of the Forest bar 1 stk. - 60 gr. 255 kkal.

Samtals var þetta 1503,4 kkal. og um 117 grömm kolvetni.

Jæja stelpur. Í kvöld ætla ég satt að segja að sleppa bloggrúntinum. Hef farið allt of seint að sofa undanfarin kvöld og búin að vera að vinna fullan vinnudag, svo ég er bara rosalega þreytt. Þó það sé ofsalega gaman að lesa bloggin þá tekur það heljarinnar tíma að fara yfir þau. Þannig að í kvöld hef ég ákveðið að taka mér bara algjört afslöppunarfrí, liggja bara í leti fyrir framan sjónvarpið og geyma bloggrúntinn þar til á morgun. Ég er í fríi á morgun og alla helgina ;) Reyndar ætla ég að komast í það að taka til hér í þessari svínastíu um helgina, en gef mér nú að sjálfsögðu alveg tíma til að kíkja á ykkur líka ;) Bara ekki í kvöld ;) Maður á víst að passa svefninn vel þegar maður er að hugsa um heilsuna og er að æfa mikið. Hafið það gott dúllur.

Skrúbb og bón, breyttur lífsstíll o.fl.

Bara svona til að svara ykkur aðeins ;) Takk annars fyrir öll kommentin og mikið rosalega leið mér vel með að þið tókuð svona vel í þetta. Já, líklega var bara alveg kominn tími á smá slökun, þetta var farið að verða aðeins of mikil pressa á mig að missa kílóin hraðar. Mér finnst voða gott núna að geta bara haldið mínu striki og þurfa ekkert að hafa samviskubit þó ég verði ekki kílói léttari á hverjum sunnudegi ;). Með breyttan lífsstíl... ég hef engar áhyggjur af því að geta ekki haldið þessu. Ég er nú búin að vera meira eða minna í þessu mataræði í rúmlega tvö ár, þó ég hafi breytt því smátt og smátt yfir þennan tíma. Þannig að í raun held ég að ég geti alveg sagt að ég sé fyrir löngu búin að breyta mínum lífsstíl. Ég mun aldrei, aldrei, aldrei fara aftur í fyrri lífsstíl. Þó svo að ég taki kannski einhverja sukkdaga af og til, og einhver sukktímabil yfir hátíðir og frí, þá veit ég að ég mun aldrei festast í slíkum vibba aftur. Ég mun aldrei leyfa mér það.

Með skrúbbið og bónið, þ.e. þetta stinningarkrem, þá fór ég nú bara í Body Shop og keypti mér þörungasápu og svo einhvern skrúbbsvamp. Nota þetta alltaf í sturtunni, sápa fyrst og skrúbba svo, aðallega maga, rass, læri og brjóst, og síðan ber ég á mig Stretchmark Corrector frá L'Oréal á sömu svæði. Þetta hef ég gert nánast daglega núna í ca 3 vikur og sé strax árangur ;)

Jæja, ég ætla að drífa mig í ræktina, skrifa inn matseðilinn í kvöld ;)

miðvikudagur, mars 02, 2005

Pælingar o.fl.

Sko, í fyrsta lagi, þá VEEEERÐ ég bara að segja ykkur hvað ég eldaði hrikalega góðan kvöldmat (miðdegisverð). Fann uppskriftirnar í matreiðslubók dr. Fedons Lindbergs, alveg brilliant bók. En allavegana þá bjó ég til kjúkling í appelsínu/möndlusósu og með því hafði ég linsubaunasalsa. Var ekki alveg viss hvernig svona sætt og sterkt kæmi út saman, en þetta var sko bara guðdómlega gott. Að sjálfsögðu er ég búin að setja uppskriftirnar (útfærði þær örlítið á minn máta) inn á Létta Rétti ;)

En já, pælingarnar mínar. Ég er að hugsa um að taka mér pásu í þessu blessaða átaki. Er orðin svo ofurleið á því þessa stundina. Í raun held ég svo sem að það verði lítil breyting á mataræðinu, en ég nenni ekki lengur að vera að svekkja mig á að léttast ekki eins og ég vil. Ég ætla því að einbeita mér að því að halda þyngdinni núna næstu vikurnar, stabilisera hana og kannski stabilisera brennsluna í leiðinni. Ég mun halda áfram í ræktinni eins og ég hef gert og passa mataræðið eins og ég hef gert, með þeim mun að ég hugsa að ég reyni að vera í kringum 1500 kkal. næstu daga og sjá hvernig það fer í mig ;). Mig langar að reyna þetta í smá tíma og síðan gera smá "comeback" og skera aðeins niður hitaeiningarnar aftur og reyna að ná blessaða takmarkinu mínu, þ.e. 66,5 kg ;)

Já, annað sem ég verð að segja ykkur. Skrúbbið og bónið hefur sko haft sín áhrif. Ég sé alveg greinilegan mun á húðinni síðan ég byrjaði á þessu, sérstaklega á brjóstunum og maganum. Ég er nú langt frá því að vera komin með einhverja svaka stinna og fína húð, hahaha, enda átti ég aldrei von á því. Eeeeen brjóstin eru ekki alveg eins og krumpaðir, uppþornaðir rúsínupokar lengur, og maginn er orðinn mun sléttari þó svo hann hangi þarna enn ;). Allavegana, ég er ekki eins krumpuð og ég var ;). Þannig að ég held sko bara áfram að skúra, skrúbba og bóna.

Já, ég var bara næstum búin að gleyma að setja inn matseðil dagsins. Hann var svona:

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 42 gr. 102,9 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
skinka 12 gr. 11,2 kkal.
ostur 16% 15 gr. 40,8 kkal.
roastbeef 11 gr. 15,5 kkal.
Yoplait 0,1% með skógarberjum 125 mL. 68,8 kkal.

Hádegismatur:
ferskt salat með rækjum 1 skál 74,1 kkal.
1000 eyja dressing 20 gr. 80,3 kkal.

Miðdegisverður:
kjúklingabringur 200 gr. 212 kkal.
appelsínu/möndlusósa 95 gr. 110,9 kkal.
linsubaunasalsa 175 gr. 164,3 kkal.

Kvöldsnarl:
banani 60 gr. 54 kkal.
epli 70 gr. 33,6 kkal.
jarðarber 50 gr. 15 kkal.
Crémefine þeyti 50 gr. 95 kkal.

Millibiti:
Atkins Morning Shine m. eplabragði 1 stk. - 37 gr. 145 kkal.
Atkins Advantage Decadence bar 1 stk. - 60 gr. 227 kkal.

Samtals voru þetta 1488,4 kkal. og um 88 grömm kolvetni. Er mjög sátt við það ;)

þriðjudagur, mars 01, 2005

Ái - vont

Ég er með svo mikla verki í maganum... eða eiginlega ekki maganum heldur í síðunni. Er svona eiginlega eins og hlaupastingur. Ætla að vona að þetta fari bráðum. Þetta byrjaði bara í kvöld og ég er þó orðin skárri, en samt ekki góð.

Annars var ég bara á kvöldvakt áðan, fór ekkert í ræktina... það eru bara nánast allir eitthvað bæklaðir á þessu heimili. Arna (5 ára) er með eyrnabólgu og var heima í dag, eiginmaðurinn er með gubbupest og bullandi hita, Elísu (10 ára) þurfti ég að sækja í skólann um hádegi þar sem hún og strákur í bekknum hennar skullu saman á einhverjum hlaupum og stelpuskottan hálfrotaðist. Svo er ég eins og ég er. Bara Hjalti (2,5 ára) sem er hress. Meira ástandið. Jæja, stelpurnar eru nú allavegana að lagast. En þetta varð eitthvað voða skrýtinn dagur fyrri partinn og svo fór ég náttúrulega bara í vinnuna.

Mataræðið var alveg ok:

Morgunmatur:
Enginn - svaf.

Hádegismatur:
Lindbergbrauð 2,5 sneiðar - 60 gr. 147 kkal.
L&L 5 gr. 19 kkal.
roastbeef 12 gr. 17 kkal.
léttmarmelaði 10 gr. 2,2 kkal.
kotasæla 30 gr. 28,8 kkal.
lifrarkæfa 7 gr. 21 kkal.
Yoplait 0,1% m. mango 125 mL. 65 kkal.

Miðdegisverður:
nautakjöt 120 gr. 150 kkal.
kartafla 50 gr. 34,5 kkal.
brún sósa 0,3 dL. 15,3 kkal.
brokkolí 35 gr. 12,6 kkal.

Kvöldsnarl 1 (í vinnunni):
gróf brauðbolla 70 gr. 177,8 kkal.
rækjur 25 gr. 20,5 kkal.
grænmeti 15 gr. 2,37 kkal.
létta 10 gr. 36,8 kkal.
epli 150 gr. 72 kkal.

Kvöldsnarl 2 (eftir vinnu):
hafraklíðisgóðgæti m. aukamöndlum 1 sk. 160 kkal.
banani 60 gr. 54 kkal.

Millibiti:
epli 70 gr. 33,6 kkal.
Läkerol salmiak 1 pk. 27,6 kkal.
Atkins Advantage Decadence bar 1 stk. - 60 gr. 227 kkal.
Läkerol cactus 1 pk. 26,9 kkal.

Samtals 1351 kkal. og 115 grömm kolvetni.

Sjá hvað ég kemst langt í bloggrúntinum, held ég verði að fara að sofa bráðum. Þarf að mæta snemma í vinnu og svo er ég enn með verki í síðunni :(