Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, febrúar 19, 2007

Pirruð í dag

Já, vigtin var bara leiðinleg við mig í morgun, og ég átti það ekkert skilið. Jæja ok, fékk mér smá nammi á laugardaginn og komst ekki í ræktina um helgina... en samt. Átti það SAMT ekki skilið!!!

Djöfull getur þetta ferli verið frústrerandi. Og svo er helvítis bolludagurinn í dag. Hvers vegna eru allir þessir átdagar til, þar sem ætlast er til að fólk éti og éti og éti. Garg! Ég stefni þó á að komast í gegnum daginn án þess að úða í mig bollum. Ætla í ræktina á eftir.

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Haba haba

Já, ég er ekki búin að vera dugleg síðan ég hætti hjá einkó. Fyrst tókst mér að verð veik með einhverja helv... magaflensu í 4 daga og svo bara átti ég afskaplega erfitt með að koma mér í gang aftur. En ég fór loks í gær í ræktina aftur. Fór svo aftur í morgun og það var bara alveg rosalega gott að komast aftur í þessa rútínu sem ég var komin upp á með einkó. Mataræðið fylgir hreyfingunni og það er gott aftur núna ;) Púff, ég er við einhvern þyngdarþröskuld núna sem ég á voða erfitt með að koma mér yfir, en það skal takast. Hef oft lent í svona áður.

En já, ég setti bara niður smá plan yfir ræktina og skrifaði niður hvenær ég ætla að fara og hvað ég ætla að gera hverju sinni. Svo er bara að standa við það ;)