Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Alveg að koma febrúar

Sorry stelpur mínar hvað ég hef verið léleg við að blogga síðustu viku. Verð víst að viðurkenna að ég er heldur ekkert búin að vera nógu dugleg í átakinu. En það er bara búið að vera mikið að gera. Matarboð á föstudaginn hjá mömmu og svo var afmælisveisla miðstelpunnar á laugardaginn og svona sitt lítið af hverju. En nú er ég allavegana alveg að fá tölvuna mína í gagnið aftur og þá ætti ég nú að geta verið aðeins duglegri að netast ;) Svo er bara janúar alltaf langur og leiðinlegur mánuður og svolítið strembinn fjárhagslega. Það er ekki praktískt að eignast tvö janúarbörn sem vilja að sjálfsögðu halda smá afmælisveislur. Nógu er maður nú blankur eftir jólin. En á morgun er nýr mánuður og þá verður sko keypt inn almennilegt fæði hér ;) Mikið verður það gott.

En ég ætla að drífa mig í ræktina einhverntíman á eftir, tek bara krakkana með mér og leyfi þeim að fara í gæsluna á meðan, þeim finnst það æðislegt ;)

Jæja, verð víst að rjúka. Ég er nefninlega á sjálfsvarnarnámskeiði í dag og á að vera mætt aftur kl. 13. Skrapp bara í mat. Deildin mín er að senda okkur á svona námskeið, sem er bara hið besta mál því það koma nú alltaf af og til inn sjúklingar sem eru ofbeldishneigðir og geta verið hættulegir.

Reyni að fara bloggrúnt í kvöld. Tata :D

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Úffapúff!

Ég er nú enn ekki komin á fullt skrið aftur, hef ekkert komist í ræktina og mér finnst það bara verulega óþægilegt. En ég fer pottþétt á morgun. Var á kvöldvakt í gær og í dag og hafði bara nóg að stússast fyrripartinn svo ég komst ekki í háegistímann minn í dag. En á morgun er ég á dagvakt og ætla að drífa mig í einhvern tíma eftir vinnu.

Annars átti miðstelpan mín afmæli í gær og varð 6 ára, algjör pæja ;) Hún er hjá pabba sínum þessa vikuna, en það verður haldin afmælisveisla á laugardaginn. Stórmerkilegt hvað þessi börn manns stækka hratt.

Já, og svo sýndist mér ég reka augun í smettið á sjálfri mér utan á Séð og Heyrt blaðinu í dag. Mér varð nú bara svo mikið um að ég dreif mig út úr búðinni, hahaha. Vissi náttúrulega alveg að það myndi birtast viðtal við mig í þessu blaði, en þetta var samt svo skrýtið að ég fór eiginlega bara hjá mér, hehe. Þannig að ég er ekki einu sinni búin að lesa þetta sjálf. Sagði kærastanum að fara og kaupa blaðið, þá getur hann skoðað þetta á meðan ég er ekki heima :Þ og svo get ég gluggað í þetta þegar ég er búin á kvöldvaktinni. Þannig að stelpur mínar (og strákar ef einhverjir eru), ef ykkur langar að skoða þetta viðtal þá er bara að kíkja í Séð og Heyrt.

Jæja, farin að ná í stóru stelpuna... sem er víst orðin ELLEFU ára. Og ég sem er kornung!?!?!?!

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Komin aftur

Júbb, ég er komin aftur. Skemmti mér alveg konunglega á laugardaginn. Hins vegar var sunnudagurinn ekki eins góður, datt í algjört þynnkufæði með snakki og nammi og öllu saman. Gærdagurinn var líka frekar slappur, en ég er að reyna að taka mig á í dag, þýðir ekkert annað sko ;)

laugardagur, janúar 21, 2006

Fríhelgi

Bara láta ykkur vita að ég er hér og langt frá því að vera eitthvað hætt ;) En ég ætla að eiga frí þessa helgi, þ.e. ég ætla að slappa af í mataræðinu. Samt er ég ekkert að sleppa mér gjörsamlega, en ég er að fara í tvö svona semi-stórafmæli í kvöld, 25 og 35 ára, og ætla að fá mér bjór og kannski eitthvað snakk. Þetta eru samt engar matarveislur, en ég ætla að djamma aðeins ;)

Njótið helgarinnar stelpur ;)

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Næturvaktablaður ;)

Jamm, ég sit hér á næturvaktinni og nota tækifærið fyrst ég hef aðgang að tölvu. Mín er nefninlega enn biluð og kærastinn var að fara með sína í yfirhalningu og fær hana ekkert aftur fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

En já, enn gengur mér bara mjög vel. Hitaeiningar gærdagsins voru um 1470 sem ég er mjög sátt við. Finnst fínt að halda þeim um og undir 1500. Það voru náttúrulega engir hefðbundnir máltíðstímar þar sem ég var á næturvakt. Ég nennti síðan ómögulega að vakna fyrir hádegi og fara í pallatímann, enda komst ég ekki til að sofa eftir næturvaktina fyrr en kl. 10. En í staðin prófaði ég Body Pump tíma sem var kl. 17:25 og það var bara þrælfínt. Reyndi ekki mikið á þolið, en hins vegar var reynt á vöðvana. Gott að blanda svolítið saman svona þol- og "pumpu-" tímum ;)

Jæja, ætla að sjá hvort ég þurfi að vinna eitthvað ;) Vonandi verður einhver heimilistölvan komin í lag á morgin (á eftir ;).

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Ánægð og bjartsýn

Já, ég var eitthvað svo ánægð með töluna sem ég sá á vigtinni í morgun. Þó hún sé nú langt frá því að vera mín óskatala, þá er ég samt að léttast og það er nú árangurinn sem ég vil sjá ;) Annars finn ég alveg að ég er langt frá því að vera eins háð vigtinni og ég var og hundrað grömm til eða frá trufla mig ekki neitt. Er miklu afslappaðri gagnvart þessu og það finnst mér gott.

Annars hefur dagurinn bara byrjað vel. Ákvað að sleppa ræktinni í dag, er að fara á námskeið á eftir og svo á næturvakt. Finnst það alveg nóg svo ég svaf bara fram eftir í morgun til að eiga nú orku fyrir seinnipartinn og nóttina. Ætla nú samt að reyna að vakna og fara í pallatíma í hádeginu á morgun ;)

mánudagur, janúar 16, 2006

Helgin búin

Ég var að vinna alla helgina og ég hreinlega komst ekki í að skrifa niður og reikna allt sem ég borðaði. Hins vegar var ég ekkert að detta í nammið, en að vísu fékk ég mér smá bjór á laugardagskvöldið. Vigtin er ekkert að fara upp á við og þá er það bara enn ein vikan í baráttunni við aukakílóin ;) Dreif mig í pallatíma í hádeginu og það var mjög hressandi. Smelli kannski inn seinna í dag matseðlinum ef ég kemst í tölvuna ;)
-----------------------------------------------------------------------------
Jæja, hér er matseðillinn svona í fljótu bragði:

Morgunmatur:
Létt AB mjólk með múslí, 1/2 banana og strásætu.

Hádegismatur:
Linsubaunaréttur með nautahakki, sletta af sýrðum rjóma (10%), 1 sneið búmannsbrauð með létt og laggott.

Miðdegisverður:
2 litlar sneiðar af margaríta pizzu frá Ömmubakstri (amm, ekkert voða hollt, æ nó), hafragrautur með kotasælu, banana, kanel, strásætu og smá möndluspónum.

Kvöldsnarl:
1 sneið búmannsbrauð með eggjum og létt og laggott.

Millibiti:
1 EAS Carb Control próteinstöng, 2 mandarínur.

Jamm, þetta gerði nánast akkurat 1500 kkal., sem er bara allt í lagi ;)

föstudagur, janúar 13, 2006

Stutt blogg

Takk fyrir stuðninginn stelpur.

Þetta verður bara stutt blogg í dag, er að fara á kvöldvakt. Fór í ferlega góðan tíma í hádeginu: Pallar og lóð. Kom sko kófsveitt út úr honum. Sýnist líka talan á vigtinni vera aðeins farin að síga niður á við, gaman gaman ;D.

Jæja, ætla að fá mér smá að éta áður en ég fer á vaktina ;) Bless í bili.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Smá rugl, en allt í lagi

Það var nefninlega engin regla á máltíðunum hjá mér í dag, þannig að ég ætla ekkert að skrifa þær niður. Fékk mér afganginn af tortillunum og því frá í gær og svo bara eitthvað tilfallandi. Freistaðist reyndar í smá konfekt, en það skemmdi ekkert of mikið samt sem áður. Reiknaði kaloríur dagsins og þær reyndust vera ca 1450. Það sleppur alveg. Fór reyndar ekki í ræktina, var bara upptekin fyrri part dags og svo á námskeiði frá 16-20. Hreinlega nennti ekki, enda er ég með dúndrandi hausverk og ætla bara að nota það sem afsökun.

Annars er svo skrýtið að ég er miklu meira viðkvæmari fyrir blogginu mínu og þyngdinni minni núna en ég var. Ja kannski ekkert svo skrýtið. Það er einhvernvegin miklu minna mál að segja hvað maður er þungur þegar maður er bara að taka stefnuna niður, en leiðinlegra að viðurkenna að maður hafi þyngst aftur. En talan verður sett hér inn einhverntíman, bara ekki alveg strax.

Svo finn ég að ég er svolítið viðkvæm fyrir því að kærastinn minn viti of mikið um þetta hjá mér. Jú, hann veit svo sem alveg að ég er með einhverja svona bloggsíðu og að ég hafi verið miklu þyngri en ég er núna, en hann þekkti mig aldrei þegar ég var sem þyngst og ég er ekkert viss um að ég vilji neitt að hann sjái myndir af mér þannig. Skrýtið. Samt er ég ekkert að banna honum að skoða þetta, er bara ekkert að auglýsa það fyrir honum heldur. Ég er líka svolítið feimin við það að vera að mæla og vigta matinn minn fyrir framan hann... æ maður er svolítið klikk :Þ Þarf bara að lemja sjálfa mig aðeins og koma því inn í hausinn á mér að það skipti ekki rassgat máli hvað öðrum mögulega finnst um þetta átak hjá mér. Ég er að gera þetta fyrir mig, ekki neinn annan og ég veit að þessi aðferð virkar fyrir mig... svo ég ætla að halda henni áfram ;)

Skjáumst svítípæs :D

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Magur dagur

Já, þetta var bara ansi magur dagur hjá mér. Matseðillinn var ca svona:

Morgunmatur
Hafragrautur með kotasælu, strásætu, möndlum og kanel.

Hádegismatur
Grænmetisblanda og rækjur með bráðnum osti (bara hitað í örbanum).

Kvöldmatur
Speltortillur með linsubaunarétti og nautahakki, kotasæla út á.

Kvöldkaffi
EAS Advant Edge Bar - Carb Control - caramel/apple.

Þetta reiknaðist mér til að væru ca 970 kkal., sem er náttúrulega frekar lítið. En kannski bæti ég þetta upp á eftir með ávexti eða einhverju öðru léttu og góðu.

Ég fór í pallatíma í hádeginu, mjög fínt ;) Ég er bara mjög ánægð með þennan dag. Vigtin reyndar hefur ekkert farið niður, en ég hef að vísu ekki verið að vigta mig á mína vigt. En nú ætla ég bara að fara eftir henni.

Jæja, ég tók Charlie and the Chocolate Factory á DVD í dag og ætla að horfa á hana með kærastanum núna. Elísa fær bara að horfa á hana á morgun, því klukkan er víst orðin of margt fyrir bráðum ellefu ára stelpur sem þurfa að mæta í skólann í fyrramálið.

Sjáumst dúllur :D

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Langur dagur

Já, ég mætti í vinnu klukkan átta og vann til fjögur, og síðan var ég í gipskennslu... eða upprifjun eiginlega, til klukkan sjö. Fór ekki í ræktina í dag, enda ætlaði ég mér að sleppa henni núna. Er með duglegar harðsperrur síðan í gær. En ég ætla að fara aftur í pallatíma í hádeginu á morgun.

Svo er ég búin að vera svaka dugleg að vigta og mæla matinn minn í dag. Setti þetta allt inn á www.hot.is og fæ út nánast akkurat 1500 kkal. fyrir daginn. Er mjög sátt við það. Nenni samt ekki að skrifa matseðilinn inn núna. En það kemur síðan líka ;)

Jæja, þreytt og ætla bara aðeins að sörfa og slappa af ;)

mánudagur, janúar 09, 2006

Helgin búin

Sem betur fer segi ég eiginlega. Ég nefninlega klúðraði alveg mataræðinu um helgina. En ég ætla ekki að dvelja við það. Í dag er nýr dagur og ég passa mataræðið vel og er búin að fara í ræktina. Fór í pallatíma í hádeginu sem var bara mjög fínn.

Jæja, hef lítinn tíma, er að fara á kvöldvakt svo ég þarf víst að fara að drífa mig. Fer bloggrúntinnn seinna og kíki á ykkur ;)

föstudagur, janúar 06, 2006

Sátt ;)

Já, ég er bara sátt við daginn. Mikið að gera í vinnunni og mér fannst ég bara gera heilmikið gagn. Búin að standa mig vel í mataræðinu og druslaðist svo í ræktina þrátt fyrir að ég nennti því nánast ekki. Vissi bara að ég yrði svo ánægð þegar ég væri komin af stað, þetta er nefninlega svo hressandi. Nú get ég slappað af með góðri samvisku. En reyndar finn ég að ég verð að fara að skrifa niður það sem ég borða svo ég hafi meiri stjórn á magninu. Skellti matseðlinum lauslega inn á www.hot.is til að sjá svona ca hvað ég væri að borða, og fékk út rúmlega 1770 kkal. Ekkert ofát svo sem, en ef ég ætla að léttast eitthvað af viti þá þyrfti ég nú að halda mig um og undir 1500 kkal. En já, ég er samt sátt við daginn ;)

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Þreytt, en ánægð :)

Ætla bara að hafa þetta stutt núna, er grútsyfjuð. En dagurinn hefur bara gengið mjög vel. Hvíldi mig á ræktinni í dag, en fer á morgun. Mataræðið er bara fínt og svo er næsta skref að fara að vigta og skrifa þetta niður eins og ég gerði.

Bið bara að heilsa í bili, ætla að reyna að sofa betur í nótt en síðustu nótt.

Smá kvöldblogg

Ég fór sko í Baðhúsið áðan og dreif mig bara á Orbitrekkið, eða hvað sem ég á nú að kalla þetta. Reyndar öðruvísi tæki en ég er vön, en þetta virkar nú allt voða svipað. Vantaði reyndar tónlistina mína þar sem mp3 spilarinn gaf upp öndina einhverntíman í haust. Þarf nauðsynlega að fjárfesta í nýjum ;)

Annars var ég að hugsa að mér finnst næstum því gaman að vera að fara í þetta ferli aftur. Ja, ég hefði svo sem alveg viljað geta sleppt því, en fyrst svona er komið þá er um að gera að reyna að líta á jákvæðu hliðarnar. Það rifjaðist upp fyrir mér í ræktinni áðan hvað það er gaman að sjá líkamann breytast og verða flottari, sjá kílóin hverfa og finna þolið koma. Þannig að þetta verður bara fínt ferli... aftur :Þ

Hey já, ætla að skella hér inn fiskrétti sem ég gerði um daginn, alveg rosa góður. Þetta er nú engin svaka uppskrift en allavegana þá tók ég bara ýsuflök og roðfletti og skar í bita. Raðaði þeim svo í eldfast mót. Næst tók ég 3 hvítlauksrif og pressaði, 2-3 cm af ferskri engiferrót og reif niður, blandaði þessu saman ásamt 1 msk af ólívuolíu. Þessu gumsi dreifði ég svo yfir fiskinn og saltaði svo smá líka og lét það standa í smá stund. Svo skar ég niður ferska sveppi og dreifði yfir. Blandaði svo saman léttri AB mjólk og smá léttu majónesi, kryddaði það með salti, pipar og Estragon minnir mig, og hellti yfir. Þetta bakaði ég svo í ofni og setti síðan svolítinn 17% ost yfir í lokin og lét bráðna.

Með þessu hafði ég síðan brún hrísgrjón og villihrísgrjón blönduðum saman. Þessi réttur var bara æðislega góður. Ótrúlega gott að blanda svona saman engifer og hvítlauk. Svo held ég að það hafi verið AB mjólin sem gaf réttinum svona smá eins og keim af sítrónu, allavegana eitthvað svona smá súrt bragð sem passaði rosalega vel með þessu :D

Skal skella uppskriftinni inn á Létta Rétti þegar ég er búin að finna út einhver hlutföll og magn og svona ;)

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Ræktin bíður ;)

Fínn dagur í dag. Svaf reyndar lítið eftir næturvaktina, þurfti að vakna um hádegi og fara á smá flakk. En það er í góðu lagi, þá sofna ég kannski á skikkanlegum tíma í kvöld, enda vinna í fyrramálið.

Er enn alveg í hollustunni, líður alveg svakalega vel með þetta. Fæ eiginlega bara svona "ég er komin heim" tilfinningu. Þetta er mitt mataræði, mín rútína og það sem ég þekki og líður vel með :D Svo ætla ég að drífa mig í Baðhúsið á eftir og taka smá á því. Sé reyndar engan tíma í kvöld sem mig langar í. Reyndar er Body Balance tími, sem er alveg örugglega mjög góður, en ég hef svona þörf fyrir að taka góða brennslu núna ;) Þannig að ætli ég fari ekki bara í tækjasalinn ;)

Jæja, þarf að skjótast að ná í stóru skvísuna mína, hún var í Kringlunni að pæjast með vinkonu sinni... púff... hún er að verða 11 ára :S

Reyni að komast bloggrúnt á eftir :) Tata!

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Góðan dag ;)

Nývöknuð hér... var sko á næturvakt í nótt. Alveg brjálað að gera.

En allavegana gekk gærdagurinn bara mjög vel, engin óhollusta. Bjó mér til fína túnfiskssalatið hennar Lottu til að hafa ofan á brauð. Eða mig minnir að hún hafi sett fram upprunalegu uppskriftina allavegana ;) Ég notaði bara hreint skyr og tómatpuré og blandaði saman, eitt maukað hvítlauksrif og eina dós af túnfiski... rosa gott ;)

Já og svo keypti ég mér kort hjá Iceland Spa & Fittness í gær. Hafði reyndar ekki tíma til að fara í ræktina þá, en tryggði mér allavegana kort. Rosa fínt tilboð hjá þeim, 4ja mánaða kort á 12.500 kr. Kortið mitt hjá Laugum var einmitt að renna út, svo ég ákvað bara að prófa þetta ;) Vonandi kemst ég í ræktina á eftir, en ég þori samt ekki að lofa. Er að fá vin minn í heimsókn, en hann býr í DK og er að fara út aftur á fimmtudaginn, og svo er ég að fara á aðra næturvakt í nótt. En á morgun ætti ég deffínettlí að komast ;)

Kíki bloggrúnt á eftir, þarf að skjótast út núna. Bless í bili ;)

mánudagur, janúar 02, 2006

Nýtt ár og ný byrjun

Jæja stelpur, ég er komin aftur. Ákvað hreinlega að byrja bara nýtt líf á nýju ári. Ætla að standa mig rosalega vel næstu vikurnar. Nú ætla ég að byrja á að taka mataræðið vel í gegn og fara svo að hreyfa mig almennilega aftur. Er mjög jákvæð fyrir þessu núna og tilbúin í slaginn ;)

Annars segi ég bara gleðilegt ár elskurnar mínar. Tölvan mín er reyndar dáin og ég er ekki búin að fara með hana í viðgerð, en ég reyni að stelast í tölvuna svona af og til heima hjá kærastanum ;)

Gangi okkur svo bara öllum rosalega vel á nýju ári og verðum orðnar flottar í sumar ;)