Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Magur dagur

Já, þetta var bara ansi magur dagur hjá mér. Matseðillinn var ca svona:

Morgunmatur
Hafragrautur með kotasælu, strásætu, möndlum og kanel.

Hádegismatur
Grænmetisblanda og rækjur með bráðnum osti (bara hitað í örbanum).

Kvöldmatur
Speltortillur með linsubaunarétti og nautahakki, kotasæla út á.

Kvöldkaffi
EAS Advant Edge Bar - Carb Control - caramel/apple.

Þetta reiknaðist mér til að væru ca 970 kkal., sem er náttúrulega frekar lítið. En kannski bæti ég þetta upp á eftir með ávexti eða einhverju öðru léttu og góðu.

Ég fór í pallatíma í hádeginu, mjög fínt ;) Ég er bara mjög ánægð með þennan dag. Vigtin reyndar hefur ekkert farið niður, en ég hef að vísu ekki verið að vigta mig á mína vigt. En nú ætla ég bara að fara eftir henni.

Jæja, ég tók Charlie and the Chocolate Factory á DVD í dag og ætla að horfa á hana með kærastanum núna. Elísa fær bara að horfa á hana á morgun, því klukkan er víst orðin of margt fyrir bráðum ellefu ára stelpur sem þurfa að mæta í skólann í fyrramálið.

Sjáumst dúllur :D