Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Smá kvöldblogg

Ég fór sko í Baðhúsið áðan og dreif mig bara á Orbitrekkið, eða hvað sem ég á nú að kalla þetta. Reyndar öðruvísi tæki en ég er vön, en þetta virkar nú allt voða svipað. Vantaði reyndar tónlistina mína þar sem mp3 spilarinn gaf upp öndina einhverntíman í haust. Þarf nauðsynlega að fjárfesta í nýjum ;)

Annars var ég að hugsa að mér finnst næstum því gaman að vera að fara í þetta ferli aftur. Ja, ég hefði svo sem alveg viljað geta sleppt því, en fyrst svona er komið þá er um að gera að reyna að líta á jákvæðu hliðarnar. Það rifjaðist upp fyrir mér í ræktinni áðan hvað það er gaman að sjá líkamann breytast og verða flottari, sjá kílóin hverfa og finna þolið koma. Þannig að þetta verður bara fínt ferli... aftur :Þ

Hey já, ætla að skella hér inn fiskrétti sem ég gerði um daginn, alveg rosa góður. Þetta er nú engin svaka uppskrift en allavegana þá tók ég bara ýsuflök og roðfletti og skar í bita. Raðaði þeim svo í eldfast mót. Næst tók ég 3 hvítlauksrif og pressaði, 2-3 cm af ferskri engiferrót og reif niður, blandaði þessu saman ásamt 1 msk af ólívuolíu. Þessu gumsi dreifði ég svo yfir fiskinn og saltaði svo smá líka og lét það standa í smá stund. Svo skar ég niður ferska sveppi og dreifði yfir. Blandaði svo saman léttri AB mjólk og smá léttu majónesi, kryddaði það með salti, pipar og Estragon minnir mig, og hellti yfir. Þetta bakaði ég svo í ofni og setti síðan svolítinn 17% ost yfir í lokin og lét bráðna.

Með þessu hafði ég síðan brún hrísgrjón og villihrísgrjón blönduðum saman. Þessi réttur var bara æðislega góður. Ótrúlega gott að blanda svona saman engifer og hvítlauk. Svo held ég að það hafi verið AB mjólin sem gaf réttinum svona smá eins og keim af sítrónu, allavegana eitthvað svona smá súrt bragð sem passaði rosalega vel með þessu :D

Skal skella uppskriftinni inn á Létta Rétti þegar ég er búin að finna út einhver hlutföll og magn og svona ;)