Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Góðan dag ;)

Nývöknuð hér... var sko á næturvakt í nótt. Alveg brjálað að gera.

En allavegana gekk gærdagurinn bara mjög vel, engin óhollusta. Bjó mér til fína túnfiskssalatið hennar Lottu til að hafa ofan á brauð. Eða mig minnir að hún hafi sett fram upprunalegu uppskriftina allavegana ;) Ég notaði bara hreint skyr og tómatpuré og blandaði saman, eitt maukað hvítlauksrif og eina dós af túnfiski... rosa gott ;)

Já og svo keypti ég mér kort hjá Iceland Spa & Fittness í gær. Hafði reyndar ekki tíma til að fara í ræktina þá, en tryggði mér allavegana kort. Rosa fínt tilboð hjá þeim, 4ja mánaða kort á 12.500 kr. Kortið mitt hjá Laugum var einmitt að renna út, svo ég ákvað bara að prófa þetta ;) Vonandi kemst ég í ræktina á eftir, en ég þori samt ekki að lofa. Er að fá vin minn í heimsókn, en hann býr í DK og er að fara út aftur á fimmtudaginn, og svo er ég að fara á aðra næturvakt í nótt. En á morgun ætti ég deffínettlí að komast ;)

Kíki bloggrúnt á eftir, þarf að skjótast út núna. Bless í bili ;)