Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, október 03, 2005

Stund sannleikans

Jamm, steig á vigtina þegar ég vaknaði og þó svo að talan væri sjokkerandi, þá var hún samt ekki eins sjokkerandi og ég var smeyk um: 78,3 kg. Er þó ekki komin yfir 80 kg. En allavegana, þá er bara að koma sér í hollustuna aftur og losa sig við fyrstu 5 kílóin. Ætla að fara á eftir og kaupa mér 3ja mánaða kort í World Class í Laugum. Bara drífa sig af stað aftur ;)

Jæja, dugar ekki að slóra, er farin í ræktina ;)

-----------------------------------------------------------

Þá er ég komin heim aftur, búin að púla í ræktinni og gerði næstum út af við mig. Gleymdi aðeins að spá í að ég er ekki búin að hreyfa mig almennilega í mánuð og var sem sagt bara ekki alveg með sama þolið og áður. En þetta kemur nú eflaust allt fljótt aftur.

Var að borða kvöldmat, eldaði kjúkling í appelsínu og möndlusósu á la Lindberg og hafði brún hrísgrjón og villihrísgrjón með, ásamt fersku salati. Rosalega gott ;) Var ekkert að vigta allt og mæla núna, er bara aðeins að koma mér í gírinn fyrst ;)