Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, október 06, 2005

Komin í gírinn... að mestu ;)

Mér er bara búið að ganga mjög vel. Alveg haldið mig við hollustuna, fyrir utan eina hrösun í dag, en þá freistaðist ég til að fá mér eitt snickers í vinnunni *roðn*. En ég fór líka í ræktina eftir vinnu og púlaði vel.

Svona í fljótu bragði þá fékk ég mér gróft rúnnstykki með osti, gúrku og tómötum í morgunmat og kjúkling með gratíneruðum kartöflum og brúnni sósu í hádegismat (ok, kannski ekki það allra hollasta, en sleppur). Svo stalst ég í þetta blessaða snickers um tvöleytið :S Síðan fékk ég mér 1 Advantage bar þegar ég kom heim úr vinnunni áður en ég dreif mig í ræktina, og svo var ég að borða kvöldmat, sem var tortilla með linsubaunabuffi og ferskt grænmeti með. Mjög gott.

Jæja, er farin að heimsækja kærastann ;)