Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, janúar 06, 2006

Sátt ;)

Já, ég er bara sátt við daginn. Mikið að gera í vinnunni og mér fannst ég bara gera heilmikið gagn. Búin að standa mig vel í mataræðinu og druslaðist svo í ræktina þrátt fyrir að ég nennti því nánast ekki. Vissi bara að ég yrði svo ánægð þegar ég væri komin af stað, þetta er nefninlega svo hressandi. Nú get ég slappað af með góðri samvisku. En reyndar finn ég að ég verð að fara að skrifa niður það sem ég borða svo ég hafi meiri stjórn á magninu. Skellti matseðlinum lauslega inn á www.hot.is til að sjá svona ca hvað ég væri að borða, og fékk út rúmlega 1770 kkal. Ekkert ofát svo sem, en ef ég ætla að léttast eitthvað af viti þá þyrfti ég nú að halda mig um og undir 1500 kkal. En já, ég er samt sátt við daginn ;)