Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Næturvaktablaður ;)

Jamm, ég sit hér á næturvaktinni og nota tækifærið fyrst ég hef aðgang að tölvu. Mín er nefninlega enn biluð og kærastinn var að fara með sína í yfirhalningu og fær hana ekkert aftur fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

En já, enn gengur mér bara mjög vel. Hitaeiningar gærdagsins voru um 1470 sem ég er mjög sátt við. Finnst fínt að halda þeim um og undir 1500. Það voru náttúrulega engir hefðbundnir máltíðstímar þar sem ég var á næturvakt. Ég nennti síðan ómögulega að vakna fyrir hádegi og fara í pallatímann, enda komst ég ekki til að sofa eftir næturvaktina fyrr en kl. 10. En í staðin prófaði ég Body Pump tíma sem var kl. 17:25 og það var bara þrælfínt. Reyndi ekki mikið á þolið, en hins vegar var reynt á vöðvana. Gott að blanda svolítið saman svona þol- og "pumpu-" tímum ;)

Jæja, ætla að sjá hvort ég þurfi að vinna eitthvað ;) Vonandi verður einhver heimilistölvan komin í lag á morgin (á eftir ;).