Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Smá rugl, en allt í lagi

Það var nefninlega engin regla á máltíðunum hjá mér í dag, þannig að ég ætla ekkert að skrifa þær niður. Fékk mér afganginn af tortillunum og því frá í gær og svo bara eitthvað tilfallandi. Freistaðist reyndar í smá konfekt, en það skemmdi ekkert of mikið samt sem áður. Reiknaði kaloríur dagsins og þær reyndust vera ca 1450. Það sleppur alveg. Fór reyndar ekki í ræktina, var bara upptekin fyrri part dags og svo á námskeiði frá 16-20. Hreinlega nennti ekki, enda er ég með dúndrandi hausverk og ætla bara að nota það sem afsökun.

Annars er svo skrýtið að ég er miklu meira viðkvæmari fyrir blogginu mínu og þyngdinni minni núna en ég var. Ja kannski ekkert svo skrýtið. Það er einhvernvegin miklu minna mál að segja hvað maður er þungur þegar maður er bara að taka stefnuna niður, en leiðinlegra að viðurkenna að maður hafi þyngst aftur. En talan verður sett hér inn einhverntíman, bara ekki alveg strax.

Svo finn ég að ég er svolítið viðkvæm fyrir því að kærastinn minn viti of mikið um þetta hjá mér. Jú, hann veit svo sem alveg að ég er með einhverja svona bloggsíðu og að ég hafi verið miklu þyngri en ég er núna, en hann þekkti mig aldrei þegar ég var sem þyngst og ég er ekkert viss um að ég vilji neitt að hann sjái myndir af mér þannig. Skrýtið. Samt er ég ekkert að banna honum að skoða þetta, er bara ekkert að auglýsa það fyrir honum heldur. Ég er líka svolítið feimin við það að vera að mæla og vigta matinn minn fyrir framan hann... æ maður er svolítið klikk :Þ Þarf bara að lemja sjálfa mig aðeins og koma því inn í hausinn á mér að það skipti ekki rassgat máli hvað öðrum mögulega finnst um þetta átak hjá mér. Ég er að gera þetta fyrir mig, ekki neinn annan og ég veit að þessi aðferð virkar fyrir mig... svo ég ætla að halda henni áfram ;)

Skjáumst svítípæs :D