Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, janúar 16, 2006

Helgin búin

Ég var að vinna alla helgina og ég hreinlega komst ekki í að skrifa niður og reikna allt sem ég borðaði. Hins vegar var ég ekkert að detta í nammið, en að vísu fékk ég mér smá bjór á laugardagskvöldið. Vigtin er ekkert að fara upp á við og þá er það bara enn ein vikan í baráttunni við aukakílóin ;) Dreif mig í pallatíma í hádeginu og það var mjög hressandi. Smelli kannski inn seinna í dag matseðlinum ef ég kemst í tölvuna ;)
-----------------------------------------------------------------------------
Jæja, hér er matseðillinn svona í fljótu bragði:

Morgunmatur:
Létt AB mjólk með múslí, 1/2 banana og strásætu.

Hádegismatur:
Linsubaunaréttur með nautahakki, sletta af sýrðum rjóma (10%), 1 sneið búmannsbrauð með létt og laggott.

Miðdegisverður:
2 litlar sneiðar af margaríta pizzu frá Ömmubakstri (amm, ekkert voða hollt, æ nó), hafragrautur með kotasælu, banana, kanel, strásætu og smá möndluspónum.

Kvöldsnarl:
1 sneið búmannsbrauð með eggjum og létt og laggott.

Millibiti:
1 EAS Carb Control próteinstöng, 2 mandarínur.

Jamm, þetta gerði nánast akkurat 1500 kkal., sem er bara allt í lagi ;)