Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Alveg að koma febrúar

Sorry stelpur mínar hvað ég hef verið léleg við að blogga síðustu viku. Verð víst að viðurkenna að ég er heldur ekkert búin að vera nógu dugleg í átakinu. En það er bara búið að vera mikið að gera. Matarboð á föstudaginn hjá mömmu og svo var afmælisveisla miðstelpunnar á laugardaginn og svona sitt lítið af hverju. En nú er ég allavegana alveg að fá tölvuna mína í gagnið aftur og þá ætti ég nú að geta verið aðeins duglegri að netast ;) Svo er bara janúar alltaf langur og leiðinlegur mánuður og svolítið strembinn fjárhagslega. Það er ekki praktískt að eignast tvö janúarbörn sem vilja að sjálfsögðu halda smá afmælisveislur. Nógu er maður nú blankur eftir jólin. En á morgun er nýr mánuður og þá verður sko keypt inn almennilegt fæði hér ;) Mikið verður það gott.

En ég ætla að drífa mig í ræktina einhverntíman á eftir, tek bara krakkana með mér og leyfi þeim að fara í gæsluna á meðan, þeim finnst það æðislegt ;)

Jæja, verð víst að rjúka. Ég er nefninlega á sjálfsvarnarnámskeiði í dag og á að vera mætt aftur kl. 13. Skrapp bara í mat. Deildin mín er að senda okkur á svona námskeið, sem er bara hið besta mál því það koma nú alltaf af og til inn sjúklingar sem eru ofbeldishneigðir og geta verið hættulegir.

Reyni að fara bloggrúnt í kvöld. Tata :D