Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, maí 08, 2007

Mætt aftur.

Enn svolítið jójó í gangi hjá mér. Ég er kannski voða dugleg eina vikuna, dett svo í sukk um helgina og klúðra þá hlutunum alveg fram í vikuna þar á eftir. En ekki gefst ég upp. Ég trúi alltaf að ég finni mig aftur. Ég prófaði reyndar að fara aftur á kolvetnasnautt fæði og gekk svo sem ágætlega, en fann samt fljótt að þetta var ekki alveg að henta mér í þetta skiptið. Ég vil hafa aðeins fjölbreyttari mat. Þannig að ég ætla að miða meira við bara almenna hollustu og halda kolvetnum í lágmarki, sem sagt ekki forðast þau í jafn miklum mæli og þegar maður er á kolvetnasnauðu fæði.

Annars var ég að koma hjólinu mínu í lag og nú er bara voða gaman að hjóla. Gerðist meira að segja svo rosalega dugleg í gær að ég hjólaði niður í Laugar, púlaði þar í 40-45 mínútur og hjólaði svo aftur heim. Þetta er alveg 20-25 mínútna hjólatími hvor leið, svo þetta var alveg dágóð líkamsrækt. Enda var ég kófsveitt þegar ég kom heim ;) En ég er rosalega fegin að hafa loks látið gera við hjólið mitt. Ég hjólaði náttúrulega svo mikið þegar ég bjó úti í Noregi og núna er alldeilis veðrið til að hjóla hér heima ;)

Í dag er ég reyndar á fljótandi fæði þar sem ég er að fara í röntgen af nýrum á morgun. Svo hitti ég lækninn minn eftir það og vonandi verða bara allir steinar farnir og ég laus við frekari nýrnasteinameðferð ;)

Bið að heilsa ykkur skvísur ;)

4 Comments:

  • At 9. maí 2007 kl. 00:12, Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir kommentið. Alltaf gott að sjá þau. Svo tökum við þetta bara með trompi ekki satt :D

     
  • At 9. maí 2007 kl. 10:21, Anonymous Nafnlaus said…

    naunau.. við erum bara í sama pakkanum.
    Fékk einmitt nýrnasteina fyrir næstum 2 mánuðum. Var í nýrnamyndatöku nr tvö síðasta fimmtudag.
    Þurfti samt ekki að vera á fljótandi (hvorugt skiptið)... skrítið.. en ég hef ekkert heyrt frá lækninum mínum...vona að hann sé farinn.

    En vonandi eru þínir farnir því þetta er ekkert smá sársaukafullur andskoti!
    ÉG jójóast líka... hmm ertu tvífari minn kannski? hehehe

    Gangi þér vel skvísa!

     
  • At 9. maí 2007 kl. 16:22, Anonymous Nafnlaus said…

    hæ knúsumúsin mín :D við skulum finna okkur aftur mín kæra :D
    og eins gott að hjólið mitt hangi saman á morgunn svo ég geti hjólað til þín og við kannski hjólað eitthvað saman :D
    samt spurning hvort rassinn minn þolir það, er helaum eftir síðustu hjólaferð :S
    kyss og knús

     
  • At 16. maí 2007 kl. 16:41, Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ pæ, maður er loksins komin aftur í gírinn, gott að sjá að það gengur vel hjá þér! :)

     

Skrifa ummæli

<< Home