Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, mars 25, 2007

Harðsperrur!!!!

Áts sko, greinilega aðeins of langt síðan ég tók almennilega á hliðarkviðvöðvunum. Tók nokkrar slíkar æfingar á fösturdaginn og fann sko duglegar harðsperrur í gær, sem eru ekkert að lagast neitt svakalega mikið í dag. Annars fór ég ekki í ræktina í gær. Ætlaði að fara, en svo þurfti ég að vakna svo snemma eftir næturvaktina, svaf bara í 2 1/2 tíma, þar sem ég dreif mig að fara og skrá Örnu í sumarbúðir KFUK. Það tók nú hátt í 3 tíma, ekkert smá margt fólk og löng bið. Þannig að ég var ekki komin heim aftur fyrr en um kl. 16. Fljótlega eftir það skutlaði ég Elísu til ömmu sinnar og afa og svo þegar ég var komin heim aftur, um kl. 17:30, þá bara fór ég að sofa og svaf til kl. 22. Síðan tók bara næsta næturvakt við.

En ég er ágætleg sofin núna og ætla að skella mér í ræktina eftir smá stund ;) Vigtin er ágæt við mig. Hún tók reyndar smá stökk upp á við í vikunni, en það var örugglega bara af því að ég leyfði mér eitthvað sætabrauð og vitleysu. En hún er farin að fara niður á við aftur og ég er bara hress ;)

En já, miðað við vigtina í dag þá ætla ég að stefna á að losa mig við um 21 kg. Get svo sem sætt mig við svona 16, en 21 væri skemmtilegra ;) En ég er þó búin að losa mig við 6 kg frá því fyrir jól, þ.e. áður en ég fór til einkó. Verið svolítið jó-jó eftir áramótin, en ég held að þetta sé að síga almennilega niður aftur núna; ég er komin á skrið ;)