Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, mars 20, 2007

Næturvaktir

Jæja, var á nv s.l. nótt og fer svo aftur í nótt. Þar frétti ég hjá einni samstarfskonu minni að ég ætti líklega félagsreikning í sparisjóðnum sem ég hafði ekki hugmynd um. Sems agt einhverjar greiðslur frá stéttarfélaginu. Nú, ég tékkaði á þessu áðan þegar ég vaknaði og svei mér þá, þar átti ég bara slatta af pening ;) Ekki leiðinlegt að uppgötva það :D

Annars er ég bara búin að standa mig vel í átakinu, er eitthvað svo ægilega ánægð með mig og finnst ég vera komin á réttan stað aftur... LOKSINS!!! Það er eiginlega þessi tilfinning sem ég er búin að bíða eftir. Hef verið mjög dugleg og samviskusöm að fara í ræktina og finnst það líka bara rosa gaman. Fór í gær og lyfti og ætla svo að skreppa í kvöld og brenna, svona áður en ég mæti á næstu næturvakt.

Leiðinlegt veður en það hefur samt ekki áhrif á skapið í mér í dag :D