Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, mars 17, 2007

Skemmtileg helgi

Hehe, mér finnst eins og það sé sunnudagur. Málið er að vinkona mín kom í mat til mín í gær og svo fengum við okkur hvítvín og bjór. Hvítvín með matnum, og n.b. ég eldaði voða hollan, en þrusugóðan mat, og síðan fengum við okkur nokkra lite bjóra. Gerði mitt besta til að halda átakinu gangandi þó svo að þetta væri smá svona "nammidagur". Fór svo í ræktina í dag og síðan í sund með krakkana. Hef ekki misst mig í neitt sukkfæði í dag svo ég er bara afskaplega ánægð með mig.

Mér hefur bara gengið voða vel undanfarna daga. Vigtin er byrjuð að hreyfast niður á við og andlega líðanin að sama skapi upp á við. Það er líka bjartara úti og maður verður strax hressari og léttari ;)

Já, og svo virkar kommentakerfið mitt á nýjan leik :D