Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, október 27, 2005

Spark spark í rass!!!

Jább, nú duga engin vettlingatök. Best að fara bara að vigta og mæla og skrifa allt niður eins og í "gamla daga", hehehe. Er að hugsa um að baka brauð í dag og svo ætla ég að sjálfsögðu að skella mér í ræktina. Finn að fötin eru farin að þrengjast á mér og mér líkar það EKKI!!!

miðvikudagur, október 26, 2005

Ó meeen!

Ég er hér... bara ekkert dugleg :S Verð að fara að taka mig almennilega á. Ætla að fara að baka mitt eigið brauð, finnst brauðið sem er í boði hér alveg frekar glatað. Stutt blogg í dag, bara að láta vita af mér ;) Ætlaði eiginlega í ræktina í kvöld, en svo er ég víst bara á leiðinn í þáttinn með Sirrý. Verður gaman að hitta fleiri átaksbloggara svona í eigin persónu.

En ég lofa svo að verða duglegri að blogga núna ;)

LuvYah all!!!

þriðjudagur, október 11, 2005

Buhu!

Já, ég er bara lasin. Þurfti endilega að fá blöðrubólgu og er komin á sýklalyf... sem eru sem betur fer örsnögg að virka. Þannig að ég reikna með að vera orðin alveg góð á morgun aftur.

Helgin fór nú bara í bjórdrykkju og kelerí :Þ Ósköp gaman.

En á morgun hefst hollustan aftur. Meikaði ekki ræktina í gær vegna verkja, og ætla að hvíla mig í dag, en reikna með að fara á morgun.

Sjáumst skvísur.

P.S. Ég er svooooo skotin ;D

fimmtudagur, október 06, 2005

Komin í gírinn... að mestu ;)

Mér er bara búið að ganga mjög vel. Alveg haldið mig við hollustuna, fyrir utan eina hrösun í dag, en þá freistaðist ég til að fá mér eitt snickers í vinnunni *roðn*. En ég fór líka í ræktina eftir vinnu og púlaði vel.

Svona í fljótu bragði þá fékk ég mér gróft rúnnstykki með osti, gúrku og tómötum í morgunmat og kjúkling með gratíneruðum kartöflum og brúnni sósu í hádegismat (ok, kannski ekki það allra hollasta, en sleppur). Svo stalst ég í þetta blessaða snickers um tvöleytið :S Síðan fékk ég mér 1 Advantage bar þegar ég kom heim úr vinnunni áður en ég dreif mig í ræktina, og svo var ég að borða kvöldmat, sem var tortilla með linsubaunabuffi og ferskt grænmeti með. Mjög gott.

Jæja, er farin að heimsækja kærastann ;)

þriðjudagur, október 04, 2005

Byrjar vel ;)

Já, er mjög ánægð með bæði gærdaginn og það sem liðið er af þessum degi. Er bara alveg innstillt á hollustuna núna og líður vel með þetta. Fékk mér skyrdrykk og Fitty brauðsneið í morgunmat... sakna reyndar afskaplega brauðsins í Noregi, það er svo gott og flott úrval af góðum og hollum brauðum þar. Mér finnst þetta eiginlega algjört prump hér. En það verður að spila úr því sem maður hefur ;) Eníveis, þá ætla ég bara að fá mér afgangana frá kvöldmatnum í hádegismat núna, bráðhollt alveg ;)

Sé til með ræktina í dag, en ég er nú að hugsa um að fara samt ;) Ætla bara ekki að drepa mig alveg eins og ég var nánast búin að gera í gær :Þ

-------------------------------------------------------------------------------

Ég var sem sagt klukkuð ;) Hér koma fimm "useless information" um mig ;)

1. Táin við hliðina á stóru tánni er miklu lengri en stóra táin.
2. Mér finnst óþægilegt að drekka síðasta sopann úr glasinu, þess vegna bæti ég yfirleitt meiru í það áður en það er orðið tómt. Á við um alla drykki sem ég drekk. Ef ég þarf að klára síðasta sopann vil ég helst hafa glasið allavegana tæplega hálft og þamba restina.
3. Ég er skotin í strák og líður eins og ég sé orðin 17-18 ára aftur hvað það varðar ;)
4. Mig langar að komast undir 70 kg. eins og ég var orðin í vor.
5. Ég get verið ferlegur perfeksjónisti, sem háir mér stundum þegar ég festist í smáatriðunum... en getur reyndar líka verið kostur ;)

Ég veit ekki hverjar hafa verið klukkaðar, en best að ég klukki bara Bryndísi og 75 kg ;)

mánudagur, október 03, 2005

Stund sannleikans

Jamm, steig á vigtina þegar ég vaknaði og þó svo að talan væri sjokkerandi, þá var hún samt ekki eins sjokkerandi og ég var smeyk um: 78,3 kg. Er þó ekki komin yfir 80 kg. En allavegana, þá er bara að koma sér í hollustuna aftur og losa sig við fyrstu 5 kílóin. Ætla að fara á eftir og kaupa mér 3ja mánaða kort í World Class í Laugum. Bara drífa sig af stað aftur ;)

Jæja, dugar ekki að slóra, er farin í ræktina ;)

-----------------------------------------------------------

Þá er ég komin heim aftur, búin að púla í ræktinni og gerði næstum út af við mig. Gleymdi aðeins að spá í að ég er ekki búin að hreyfa mig almennilega í mánuð og var sem sagt bara ekki alveg með sama þolið og áður. En þetta kemur nú eflaust allt fljótt aftur.

Var að borða kvöldmat, eldaði kjúkling í appelsínu og möndlusósu á la Lindberg og hafði brún hrísgrjón og villihrísgrjón með, ásamt fersku salati. Rosalega gott ;) Var ekkert að vigta allt og mæla núna, er bara aðeins að koma mér í gírinn fyrst ;)

sunnudagur, október 02, 2005

Örblogg

Hef svo lítinn tíma nefninlega ;) Er að fara á næturvakt á eftir.

En allavegana, ekki er nú átakið komið í fullan gang, hvorki með hreyfingu né mataræði, en ég er þó búin að halda mig algjörlega frá súkkulaðinu ;) Ætli það sé ekki bara best að hafa opinbera vigtun á morgun, þá eru næturvaktirnar búnar. Fer bloggrúnt á morgun þegar ég er búin að sofa eftir næturvaktina ;)

Vonandi hafið þið haft það gott um helgina.