Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, mars 29, 2007

Og áfram mjakast það.

7 kg komin ;)

Fór ekki í ræktina í gær. Ég var nefninlega á næturvakt aðfaranótt gærdagsins og þegar ég kom heim þá fékk ég þá brilliant hugmynd að fara að taka til í stað þess að fara bara að sofa. Þannig að ég var í þvílíkri tiltekt og hreingerningum í 5-6 tíma og var svo orðin frekar skjálfandi og úrvinda og meikaði enga rækt. Já, maður er svo bráðgáfaður stundum. Jæja, hef eflaust brennt einhverju við að halda mér vakandi. Sofnaði svo ekkert að ráði fyrr en bara í gærkvöldi, maður kemst einhvernvegin á það stig að syfjan hættir. En ég er líka búin að sofa eins og slytti í dag, er í fríi, og er svona rétt að koma til núna um hádegið. Gæti samt alveg sofið meira sko :Þ

Annars hugsa ég að ég fari bara í ræktina seint í kvöld. Ég er nefninlega að fara aftur á næturvakt í nótt og fer þá í ræktina þannig að ég geti bara mætt beint í vinnuna eftir púlið ;)

sunnudagur, mars 25, 2007

Harðsperrur!!!!

Áts sko, greinilega aðeins of langt síðan ég tók almennilega á hliðarkviðvöðvunum. Tók nokkrar slíkar æfingar á fösturdaginn og fann sko duglegar harðsperrur í gær, sem eru ekkert að lagast neitt svakalega mikið í dag. Annars fór ég ekki í ræktina í gær. Ætlaði að fara, en svo þurfti ég að vakna svo snemma eftir næturvaktina, svaf bara í 2 1/2 tíma, þar sem ég dreif mig að fara og skrá Örnu í sumarbúðir KFUK. Það tók nú hátt í 3 tíma, ekkert smá margt fólk og löng bið. Þannig að ég var ekki komin heim aftur fyrr en um kl. 16. Fljótlega eftir það skutlaði ég Elísu til ömmu sinnar og afa og svo þegar ég var komin heim aftur, um kl. 17:30, þá bara fór ég að sofa og svaf til kl. 22. Síðan tók bara næsta næturvakt við.

En ég er ágætleg sofin núna og ætla að skella mér í ræktina eftir smá stund ;) Vigtin er ágæt við mig. Hún tók reyndar smá stökk upp á við í vikunni, en það var örugglega bara af því að ég leyfði mér eitthvað sætabrauð og vitleysu. En hún er farin að fara niður á við aftur og ég er bara hress ;)

En já, miðað við vigtina í dag þá ætla ég að stefna á að losa mig við um 21 kg. Get svo sem sætt mig við svona 16, en 21 væri skemmtilegra ;) En ég er þó búin að losa mig við 6 kg frá því fyrir jól, þ.e. áður en ég fór til einkó. Verið svolítið jó-jó eftir áramótin, en ég held að þetta sé að síga almennilega niður aftur núna; ég er komin á skrið ;)

miðvikudagur, mars 21, 2007

Og áfram svo...

Ég finn að ég er pín löt í dag, var náttúrulega á næturvakt s.l. nótt. Ég er líka með svona nartlöngun svo ég er að hugsa um að drífa mig bara í ræktina. Mér finnst nefninlega mjög gott að fara í ræktina á þeim tíma sem nartlöngunin er verst. Ef ég t.d. fer núna þá er akkurat kominn tími á kvöldmat þegar ég kem heim og ég get borðað með góðri samvisku.

Svo túrílú, farin að púla ;)

þriðjudagur, mars 20, 2007

Næturvaktir

Jæja, var á nv s.l. nótt og fer svo aftur í nótt. Þar frétti ég hjá einni samstarfskonu minni að ég ætti líklega félagsreikning í sparisjóðnum sem ég hafði ekki hugmynd um. Sems agt einhverjar greiðslur frá stéttarfélaginu. Nú, ég tékkaði á þessu áðan þegar ég vaknaði og svei mér þá, þar átti ég bara slatta af pening ;) Ekki leiðinlegt að uppgötva það :D

Annars er ég bara búin að standa mig vel í átakinu, er eitthvað svo ægilega ánægð með mig og finnst ég vera komin á réttan stað aftur... LOKSINS!!! Það er eiginlega þessi tilfinning sem ég er búin að bíða eftir. Hef verið mjög dugleg og samviskusöm að fara í ræktina og finnst það líka bara rosa gaman. Fór í gær og lyfti og ætla svo að skreppa í kvöld og brenna, svona áður en ég mæti á næstu næturvakt.

Leiðinlegt veður en það hefur samt ekki áhrif á skapið í mér í dag :D

sunnudagur, mars 18, 2007

Sukkdagur

Æ já, þessi dagur varð að smá sukkdag. Byrjaði ágætlega, en svo fór ég í afmælsisveislu og tróð í mig kökum og brauðtertum :S En ég drullaðist allavegana í ræktina og púlaði í 45 mínútur... kannski brennt sem samsvarar einni helvítis kökusneið við það :Þ

laugardagur, mars 17, 2007

Skemmtileg helgi

Hehe, mér finnst eins og það sé sunnudagur. Málið er að vinkona mín kom í mat til mín í gær og svo fengum við okkur hvítvín og bjór. Hvítvín með matnum, og n.b. ég eldaði voða hollan, en þrusugóðan mat, og síðan fengum við okkur nokkra lite bjóra. Gerði mitt besta til að halda átakinu gangandi þó svo að þetta væri smá svona "nammidagur". Fór svo í ræktina í dag og síðan í sund með krakkana. Hef ekki misst mig í neitt sukkfæði í dag svo ég er bara afskaplega ánægð með mig.

Mér hefur bara gengið voða vel undanfarna daga. Vigtin er byrjuð að hreyfast niður á við og andlega líðanin að sama skapi upp á við. Það er líka bjartara úti og maður verður strax hressari og léttari ;)

Já, og svo virkar kommentakerfið mitt á nýjan leik :D

þriðjudagur, mars 13, 2007

Pirr!

Nei, ég er ekki pirruð út af átakinu, það gengur bara vel. Ég er pirruð út í kommentakerfið mitt, sem virðist ekki virka einhverra hluta vegna.

En já, átakið gengur vel. Viktin er svo sem ekki að taka nein svaka stökk, en ég held að ég gæti líka verið að bæta á mig smá vöðvamassa, er nefninlega búin að vera voða dugleg í ræktinni ;) Hugsa að ég fari samt ekki í dag. Er bara hundþreytt. En ég sé samt til hvernig ég verð seinna í kvöld.

Ég er líka búin að passa mataræðið vel og er bara afskaplega ánægð með mig ;)

sunnudagur, mars 11, 2007

Í stuði

Ég er búin að vera voða ánægð með mig um helgina. Er búin að fara í ræktina og vera dugleg í mataræðinu. Mér líður eins og ég sé að detta í gírinn aftur og ég vona að sú tilfinning sé rétt ;) Þarf að vinna tvöfalda vakt á eftir, 15:30-07:30 í fyrramálið. Ætla að skella mér í ræktina fyrst og svo að vinna ;) Jej, ég verð vonandi aftur orðin 70 kg fyrir brúðkaupið mitt ;)

föstudagur, mars 09, 2007

Garg!

Var að skoða gamlar færslur á blogginu mínu. Maður verður nánast þunglyndur að sjá hvað manni gekk vel og var komin í gott form og ber það svo saman við sjálfan sig núna. Ég bara held að ég verði að gjöra svo vel að skrifa mataræðið niður hér á bloggið eins og ég gerði. Ég á enn í miklum vandræðum með að setja niður þyngdartölu hér á bloggið, mér finnst það alveg svakalega skammarlegt að viðurkenna hvað ég hef þyngst mikið og langar ekkert að segja öllum frá því :( Sé til. Ætla allavegana að byrja á að skrifa niður mataræðið.

Jæja, þetta var kannski smá spark í rassinn að skoða gömlu færslurnar. Ætla allavegana að drífa mig í ræktina og lyfta nokkrum lóðum.

þriðjudagur, mars 06, 2007

Algjört jó-jó!

Þetta "bráðum" er nú að verða ansi teygjanlegt hugtak. Nún líður mér bara eins og mér takist bara aldrei að verða grönn aftur. Er alltaf að jó-jóast í sömu kílóunum. Ég bara virðist ekki finna þessa festu og rútínu aftur sem ég hafði. En ég er samt ekki að gefast upp, alls ekki.

Ég og kærastinn vorum líka að taka þá ákvörðun að láta pússa okkur saman sumarið 2008, að því gefnu að okkur takist að hnýta alla stóra enda fyrir þann tíma, þannig að þarna er ég nú komin með ágætis gulrót til að koma mér aftur í gott form.

Ég ætla að fara að skrifa allt sem ég borða aftur, mér hefur alltaf gengið betur þannig. Og svo verð ég abra að vera dugleg í ræktinni. Svo það er best að drífa sig þangað núna ;)