Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, apríl 29, 2005

Komin aftur ;D

Loksins loksins loksins er netið komið hingað heim. Hef reyndar ekki mikinn tíma til að skrifa í dag, þarf að fara í búðir og ræktina og svo horfa á Idol í kvöld og síðan bíða mín næturvaktir ;) En mikið er gott að vera komin í samband aftur. Kíki sko bloggrúnt á ykkur við fyrsta tækifæri.

Annars er lítið að frétta af mér átakslega séð. Fór í partý síðustu helgi og hef svo bara verið voða löt s.l. viku og ekkert lést neitt, en ekki þyngst meira heldur. En nú verður tekið á þessu sko ;) Þýðir ekki að sitja bara og eyðileggja allan árangurinn. Er reyndar ferlega svekkt að vera komin yfir 70 kg... og meira að segja yfir 72 kg aftur :( En svona er þetta þegar maður passar sig ekki. Vona bara að þetta fari fljótt. Allavegana þá SKAL þetta fara... og hana nú!!!

Luvja görlís ;)

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Løng løng fríhelgi ;)

Vinnudagur í dag og svo á ég frí alveg fram á fimmtudag í næstu viku, en thá fer ég á næturvakt. Ég átti nú eiginlega ad fara næturvaktir thessa helgina, en skipti vid eina skvísuna hér. Ég er nefninlega ad fara í afmælispartý á laugardaginn núna og hún er ad fara í partý helgina thar á eftir, thegar hún átti eiginlega ad vinna næturvaktir. Svo thetta passar alveg svakalega vel ;) Getur svo sem vel verid ad ég verdi pløtud til ad taka aukavaktir, og svo verdur næsta vinnuvika svolítid løng thar sem ég vinn næturvaktirnar thá í stad thess ad eiga fríhelgi, en thad er allt í lagi svona einstaka sinnum ;)

Var mjøg dugleg í matarædinu í gær og fór loksins aftur í ræktina. Vá hvad thad var gott. Ætla ad vera svaka dugleg fram á laugardag og reyna ad losa mig vid sem mest af thessum aukakílóum sem bættust á mig undanfarna daga. Langar bara ekkert ad segja ykkur hvad thau urdu mørg, ekki eins og er. En thau urdu allavegana allt of mørg. Sem betur fer virdast thau vera ad fara fljótt aftur.

Fékk nú skemmtilegt hrós í ræktinni í gær. Rakst á fyrrverandi nágranna minn sem ég hef ekki séd í nokkra mánudi, gasalegur tøffari sko. Og hann heilsar mér og segir ad hann hafi nú varla ætlad ad thekkja mig aftur, ég væri ordin svo grønn ;) Thad er sko mjøg sjaldan sem ég fæ svona komment frá karlmønnum, their virdast almennt vera voda varkárir í ad kommentera á vøxt kvenfólks. Svo mér finnst extra gaman ad fá thessi hrós frá karlmønnum, thví thá veit ég ad their sjá alveg greinilegan mun (annars myndu their ørugglega ekki thora ad segja neitt, hehehe).

Já, ég hlakka mikid til ad fara í thetta partý á laugardaginn. Thetta verdur svona stelpupartý og ég reikna ekki med ad thad verdi farid neitt í bæinn, bara setid og kjaftad og skemmt sér heima hjá afmælisbarninu ;) Mér finnst thad yfirleitt langskemmtilegustu partýin.

Annars vona ég bara ad thid hafid thad gott um helgina, reikna ekki med ad komast í tølvu aftur fyrr en ég fer næst ad vinna (líklegast adfaranótt føstudagsins í næstu viku ;). Ætla ad reyna ad kíkja smá á bloggin ykkar, en býst ekki vid ad ég hafi mikinn tíma. Knús á ykkur allar.

mánudagur, apríl 18, 2005

Loksins rutina

Jæja, tha er mesta stussid buid og eg get farid ad slappa af aftur. Reyndar a eftir ad taka upp ur helling af køssum og ganga fra, enn allt i kaos, en allavegana buin ad klara ad taka allt dotid yfir (fyrir utan eitthvad smotteri sem er enn i geymslunni).

Eg hef EKKERT komist i ræktina, en ætla sko pottthett a morgun. Eg hef allavegana stadid mig vel i matarædinu i dag ;)

Hey ja, eigandi ibudarinnar sem vid erum flutt i byr a efstu hædinni, og hann fær alltaf fullt af avøxtum og grænmeti a midvikudøgum og laugardøgum. Hann fær svona afgangs vørur ur einni verslun, er i einhverjum vidskiptum vid hana, og vid megum bara hirda af thessu thad sem vid viljum. Thetta eru oft bara finir avextir og grønmeti. Eg a nuna alveg gommu af jardarberjum og vinberjum i frystinum og heilan helling af eplum, appelsinum og banønum. Veit bara varla hvad eg a ad gera vid thetta. Eigid thid einhverjar uppskriftir, eda hugmyndir? ;)

Well, litill timi til ad blogga, hlakka mikid til ad fa netid heima ;) Knus a ykkur allar ;D

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Útborgun á morgun

Og ég hlakka ekkert smá til. Thad verdur gott ad geta farid ad versla almennilega og mikid ætla ég ad eiga góda helgi.

Annars steig ég á vigtina í gærkvøldi og fékk sko vægt sjokk. Átti svo sem ekki von á neinu gódu frá henni, buhu, en thad er líka bara sjálfri mér ad kenna.

Thad er enn brjálad ad gera hjá okkur, gátum voda lítid gert í flutningunum í gær, en mig langar alveg rosalega ad geta klárad thetta í dag. Er ad vinna til 15 og thá er svo sem ekki mikill tími eftir, thar sem vid getum ekki verid ad thrífa tharna langt fram eftir vegna litlu krakkanna. Thau thurfa ad fara ad sofa á sínum venjulega tíma. En ég vil reyna ad gera sem mest allavegana.

Ég fór bloggrúnt hjá theim sem ég gat. Netid hér virdist ekki geta opnad blog.central. sídurnar, svo ég hef enga theirra getad skodad. En ég kíkti hjá hinum. Oh, get ekki bedid eftir ad fá netid heima.

Jæja, thad er verid ad reka mig frá tølvunni, adrir sem thurfa ad komast ad og nota hana í eitthvad viturlegra, eins og ad athuga blódprufusvør o.s.frv. ;)

Sjáumst ;)

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Ekkert skipulag og allt i rugli

Oh, flutningar sko. Er ad nota vinnutølvuna til ad blogga sma, en eg fæ ekki net a nyja stadnum fyrr en 29 april. Their eru alltaf svo fljotir ad øllu svona thessir blessadir Nordmenn. Atakid... hmmm... thad er i rust. Eg a vodalega erfitt med ad halda mig vid gott matarædi thegar thad er svona mikid oskipilag a øllu og rutinan i rugli. En eg tek a thessu thegar fer ad hægjast um, thad er a hreinu. Eg virdist ekki vera ein af theim sem borda yfir tilfinningar, thvi thegar thad er andlegt alag a mer og erfitt a thann veginn tha finnst mer einmitt gott ad halda i matarædid mitt og ræktina, thad verdur tha svona minn fasti punktur sem eg get treyst a og fær mig til ad lida betur. En thegar thad er mikid ad gera og/eda rutinan fer ur skordum, THA a eg voda erfitt med ad halda mig vid atakid. Nu hef eg t.d. bara komist i ræktina tvisvar thessa vikuna og se ekki fram a ad komast aftur fyrr en møgulega a fimmtudag. Auk thess erum vid svo blønk nuna fram a føstudag ad eg get ekkert keypt mer almennilegt og hollt fædi, verd bara ad nyta thad sem til er.

Eniveis, vonandi tekst mer nu ad koma mer aftur i girinn adur en eg bæti a mig 5 kiloum :/ Eg vona lika ad okkur takist ad tæma gømlu ibudina og skila henni af okkur fyrir helgina, helst a morgun eda hinn bara, tha ætti nu ad fara ad hægjast um. Ætla satt ad segja ad slappa vel af um helgina og fa mer BJOR lika.

bestu kvedjur dullur, kemst thvi midur ekki bloggrunt, verd vist ad vinna eitthvad sma lika :P

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Flutningar

Jamm, þá erum við að flytja á fullu. Þannig að ég býst ekki við að komast mikið á netið á næstunni. Hafið það gott á meðan skvísur, kíki á ykkur um leið og mér gefst tími og tækifæri til.

mánudagur, apríl 04, 2005

Mánudagur - ný byrjun

Jæja, þá eru loks næturvaktirnar búnar og maður getur komið sér í almennilegt mataræði aftur. Þessi helgi er nú búin að einkennast af konfekt-, sælgætis- og vöffluáti á nóttunni. Þoli ekki þegar liðið á kvöldvaktinni er svona "gott" við okkur og er búið að baka vöfflur og passa að skilja eftir konfekt fyrir okkur sem eru á næturvöktunum. En merkilegt nokk hefur þetta ekki bitnað á vigtinni. En í dag hef ég ekki sukkað neitt og passað vel upp á mataræðið. Fór líka í ræktina ;)

Næ því miður ekki að fara bloggrúntinn, fullt að gera hér. Verð nú að reyna að klára hann á morgun ;)

sunnudagur, apríl 03, 2005

Finndu þína megrunaraðferð

Hér er loks greinin sem ég lofaði ykkur. Mér finnst hún mjög góð og mæli með að þið lesið hana ;)

Finndu bestu megrunaraðferðina

Helstu fréttir af mér eru að ég var 69,5 kg í morgun, er bara mjög ánægð með það eftir þetta sukk s.l. 2 vikur. Fór í SPINNING tíma í gær, svei mér þá, ÉG í spinning. Ég hélt að þetta væri svo leiðinlegt. Prófaði þetta einhverntíman fyrir mörgum árum og fannst þetta sko ekkert gaman. En kannski er ég bara í mun betra formi eða eitthvað síðan þá, því mér fannst þetta bara frábær tími. Fór meira að segja í erfiðari tímann og stóð mig bara vel. leiðbeinandinn meira að segja hafði orð á því að hún bjóst ekki við að ég myndi ná að fylgja þeim svona vel eftir í tímanum í ljósi þess að þetta væri fyrsti tíminn minn í spinning ;). Jæja síðasta næturvaktin hjá mér í nótt í bili. Ég fór ekki í ræktina í dag, leyfði mér bara að sofa vel út eftir vaktina síðustu nótt ;)

Eníveis, reyni að fara bloggrúnt ef ég hef tíma, annars geri ég það bara á morgun ;)

föstudagur, apríl 01, 2005

Hóhó!

Jæja, ég er hressari í dag. Át reyndar eins og svín á næturvaktinni, vínarbrauð og konfekt m.a. En í dag er ég búin að vera voða dugleg og ætla að halda því áfram í nótt. Þarf bara að plana vel hvað ég ætla að leyfa mér að borða og taka með mér nesti ;) Fór í ræktina áðan í Tripp Trapp 1 tíma. Hann var rosa góður, hörku púl og mér líður mjög vel núna. Einhver vorkenndi mér fyrir að vera á næturvöktum. Ég get sagt ykkur að ef ég væri eingöngu á dagvöktum þá myndi ég fyrst farast úr þreytu. Það er svo miklu meira vesen á dagvöktunum. Næturvaktirnar eru allt öðruvísi. Vissulega getur verið nóg að gera, en maður þarf allavegana ekki að standa í að samræma hitt og þetta, senda og undirbúa fólk fyrir skoðanir (nema það sé eitthvað akút), tala við heimahjúkrunina, redda hjálpartækjum til að hafa með heim, plana útskriftir o.s.frv. Ég er næturvaktamanneskja og finnst gott að vinna á nóttunni ;) Kvöldin eru líka ágæt. Mér finnst satt að segja dagvaktirnar langleiðinlegastar, finnst bara í fyrsta lagi glatað að þurfa að vakna snemma á morgnana ;) En ég vildi svo sem ekki heldur vinna bara næturvaktir, þetta er gott eins og þetta er. Margt sem maður gerir á morgunvöktunum sem maður fengi aldrei þjálfun í ef maður væri bara á næturvöktum og öfugt. En á þrískiptum vöktum þá fær maður sitt lítið af hverju ;)

Já flutningar, oh hvað mér finnst leiðinlegt að flytja. Allt þetta ótrúlega drasl sem maður á. En þetta verður gott þegar þetta er búið ;) Eiginlega bara óheppilegt að ég skuli vera á næturvöktum akkurat þessa helgi, get svo lítið gert í flutningunum þá. En þetta kemur.

En jæja, Idol á eftir og svo vinna. Ætla að reyna að komast bloggrúnt, loksins ;)