Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Súkkulaði í dag

Jamm, ég fékk mér eitt súkkulaðistykki, ekki low carb. En ég var samt ekki að svindla því ég ákvað bara að leyfa mér það með góðri samvisku. Ég var á kvöldvakt og það var alveg brálað að gera. Svo ég ákvað þegar klukkan var um 19 að leyfa mér eitt súkkulaði og maula það á meðan ég var að fylla út blóðprufupantanir og skrifa lista fyrir lífsmarkamælingar. Annars byrjaði ég daginn eins og venjulega á eggjum og beikoni í morgunmat og lagði mig svo aðeins áður en ég mætti á kvöldvaktina. Ég svaf því af mér hádegismatinn og komst bara ekkert til að borða neitt fyrr en klukkan 17. Svo var ég reyndar að borða smá rétt áðan þegar ég kom heim af vaktinni, var bara glorhungruð eftir þessa törn í kvöld. Matarlega séð leit dagurinn svona út:

Morgunmatur: Egg og beikon.
Hádegismatur: Enginn.
Miðdegisverður: Kjúklingabringa með salati og smá Cultura-sósu (eins og AB mjólkin).
Kvöldsnarl: Eitt hnetusúkkulaðistykki.
Miðnætursnarl: Low carb brauðsamloka með skinku og osti.

Þetta gerði um 1200 kkal. og þó ekki nema 39 grömm kolvetni, svo ég get alveg verið sátt við daginn ;)

mánudagur, ágúst 30, 2004

Brauðdagurinn mikli

Amm, ég er sko búin að borða slatta af brauði í dag, en það er svo skemmtilega kolvetnissnautt að það gerir ekkert til :D Kemur nú reyndar líka af því að ég er enn svo blönk að ég get ekkert farið og verslað almennilega inn. Vonandi rætist nú úr því fljótlega svo ég þurfi ekki að éta brauð í öll mál :Þ Annars er ég bara voða ánægð, var 83,9 kg í morgun og er lítið búin að innbyrða af kolvetnum. Svona var nú dagurinn:

Morgunmatur: Egg og beikon.
Morgunkaffi: 1 low carb brauðaneið með L&L og osti.
Hádegismatur: 2 ristaðar low carb brauðsneiðar með L&L og osti.
Miðdegisverður: Nautakjöt með léttsteiktu grænmeti og smá sósu.
Kvöldkaffi: 2 ristaðar low carb brauðsneiðar, með L&L og osti annars vegar og smurosti og skinku hins vegar.

Þetta gerir samtals um 1265 kkal. og 24,5 grömm kolvetni.

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Brauð brauð brauð

Nei, nei, ég er ekkert að hakka í mig brauð. En ég er svo mikil hagsýn húsmóðir (er sko skítblönk eftir sumarfríið) að ég er að baka brauð fyrir fjölskylduna. En svo er ég líka búin að hræra kolvetnasnautt brauðmix og það er að hefast. Svo ég fæ líka brauð :D

Annars er ég hingað til bara búin að fá mér eitt kalt kjúklingalæri að narta í og svo ætla ég að fá mér nýbakað kolvetnasnautt brauð á eftir ;)

laugardagur, ágúst 28, 2004

Sæl og ánægð

Ég missti mig nú aðeins í nótt og fékk mér súkkulaði. Hjúkkan sem var með mér á vakt kom með svo svakalega girnilegt nammi, súkkulaðiðhúðaðar hnetur og rúsínur. Ég stóðast það ekki :( Var ekkert mjög bjartsýn þegar ég steig á vigtina þegar ég vaknaði áðan, en viti menn, hún sýndi 84,2 kg. Það hlýtur bara að vera að renna af mér einhver bjúgur eftir sumarfríssukkið og þetta súkkulaði ekki haft mikil áhrif. Enda er ég búin að vera mjög dugleg að öðru leyti.

Annars ætla ég ekki að skrifa matseðil dagsins í dag, það fara alltaf allar reglulegar máltíðir úr skorðum þegar maður er svona á næturvöktum. En ég fékk mér allavegana egg og beikon áðan og svo í kvöld ætla ég að elda kjúkling og hafa hrísgrjón fyrir liðið mitt, en steikt grænmeti fyrir mig ;) Svo er önnur næturvakt í nótt, nú lofa ég að fá mér ekkert súkkulaði ef það verður í boði :þ

föstudagur, ágúst 27, 2004

Ánægð í dag ;)

Er bara mjög ánægð með daginn í dag. Ég er reyndar að fara á næturvakt svo ég ætla að taka með mér Fiber+ hrökkbrauð og eitthvað álegg, og svo svona kolvetnalaust snakk til að narta í. En dagurinn leit svona út... ath. ég svaf til hádegis í dag líka ;)

Hádegismatur: Egg og beikon.
Millibiti: 4 skinkusneiðar.
Kvöldverður: Buff með steiktu grænmeti og smá sósu.

Þetta gerir um 1000 kkal. og 24 grömm kolvetni.

Annars verð ég víst að viðurkenna syndir mínar, ég var heil 85,3 kg á vigtinni í morgun og var reyndar 86 kg slétt þegar ég steig á vigtina á mánudagsmorgninum eftir að ég kom heim úr fríinu :S En vigtin er þó allavegana strax farin að síga vel niður á við, komin 700 grömm þessa fjóra daga, og samt var einn af þeim mjög kolvetnaríkur. Ég ætla að setja mér nýtt markmið núna og stefni á að vera komin í 80 kg aftur þann 17. október. Þá eru átta vikur síðan ég kom heim úr sumarfríinu. Þetta verður því ekki eins stíft og átakið sem ég fór í áður en ég fór í sumarfrí. Miðað við þetta er takmarkið að missa svona 700 grömm á viku. Ef ég síðan get haldið þessu nokkurnvegin áfram, þá ætti ég að vera komin í 75 kg fyrir jól, sem væri nú alveg æðislegt. En byrjum á þessum átta vikum og sjáum hvernig það gengur ;)

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Ágætur dagur

Ég svaf nú alveg til hádegis, voða gott eftir að hafa unnið í 3 daga ;) Svo fékk ég mér egg og beikon þegar ég vaknaði og síðan eldaði ég nautakjöt sem miðdegisverð og hafði grænmetisgratín með. Það er nú það sem ég hef borðað í dag, enda vaknaði ég svona seint. Ég er núna orðin ansi svöng, verð að finna mér eitthvað að narta í. Ég ætla samt að finna mér eitthvað kolvetnasnautt. Annars nenni ég ekki að reikna hitaeiningarnar í dag, en mér finnst ég vera komin af stað aftur og er bjartsýn :D

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Sumarfríið búið

Jæja, þá er maður kominn aftur heim til Noregs og sukkið búið... eða svona að mestu :þ Var sko ekkert ánægð með vigtina þegar ég kom heim, bara komin á byrjunarreit aftur, buhuhu. En ég get engum um kennt nema sjálfri mér. Sumarfríið var bara alsherjar sukk og svínarí í mataræðinu. En það er ekkert annað að gera en að taka bara á þessu og koma sér í 80 kg aftur. Ég veit allavegana að ég get það alveg. Á svo sem reyndar von á að það renni af mér einhver bjúgur þegar ég fer aftur almennilega í mataræðið mitt. Var reyndar bara nokkuð dugleg í gær og fyrradag, en dagurinn í dag er nú ekkert búinn að vera sérstaklega góður. Það er bara ekkert almennilegt til á þessu heimili og við erum freeeekar blönk eftir fríið. Allavegana verður víst bara pizza, sem við áttum til í frystinum, í matinn í kvöld. Ætla nú samt að reyna að halda mig á mottunni og kolvetnunum í lágmarki þar til við fáum pening og ég get verslað almennilega inn. En ég er a.m.k. komin í blogggírinn aftur og fer að kíkja reglulega á ykkur á nýjan leik :D

Rosalega var annars gaman að hitta ykkur stelpur á Salatbarnum, ég er enn að hlæja að sumum sögunum sem voru sagðar þarna ;)

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Hittingur :D

Jæja stelpur. Eigum við ekki bara að slá því föstu að hittast á Salatbarnum á fimmtudaginn 19. ágúst, klukkan 17:30? Salatbarinn er til húsa í Faxafeni 9 og hún Bryndís segist geta reddað okkur smá afslætti ;) Hlakka til að sjá ykkur :D

mánudagur, ágúst 16, 2004

Æm alæv!!!

Jájá, ég er hér. Bara löt og í fríi og búin að vera á þvælingi. Orðin sólbrennd og ekkert voða dugleg í mataræðinu. Er eiginlega farin að hlakka til að komast heim í regluna.

En hvernig var þetta með hitting stelpur? Hvað segið þið um fimmtudagseftirmiðdag eða kvöld? Heimahús eða kaffihús? Hver gæti þá mögulega boðið hópnum heim? Ég gæti það svo sem, en endilega látið vita hverjar eru til í að koma. Mamma er nebbla að bjóða okkur í mat á miðvikudagskvöldið svo sá dagur er upptekinn, og þá er eiginlega bara fimmtudagurinn eftir. Ég svo sem get alveg hitt ykkur hvenær dagsins sem er, en reikna með að einhverjar séu að vinna. Og koma svo, láta heyra í ykkur (ef þið nennið þá enn að skoða síðuna mína ;)

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Enn ein átveislan

Var í hittingi í dag með vinkonum mínum og þar var auðvitað hitt og þetta á boðstólnum sem er ekki mjög kolvetnasnautt. Ég er bara ógeðslega södd núna :S Svo ætla ég að toppa þetta með því að fá mér nammi í kvöld og kúra með kallinum og horfa á vídeó. Sem sagt sukkdagur í dag.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Pínulítið skárra

Jæja, verð víst að viðurkenna að ég er nú svo sem alveg búin að éta eins og versta svín undanfarna viku og ekki skrýtið að ég hafi þyngst eitthvað. En reyndar fór ég í sund í dag og fór á vigtina þar. Sú vigt sýndi þó allavegana ekki meira en 84 kg og það var seinni parts vigtun, ekki morgunvigtun, svo ég er í aðeins betra skapi :Þ Það getur nefninlega alveg munað 1-2 kg á kvöldþyngd og morgunþyngd og ég miða alltaf við morgunþyngdina. Svo kannski er ég bara um 82-83 kg *vonivon*.

Ég er samt ekki í strangri megrun núna, en passa mig samt. Fór í mat til mömmu í kvöld og svindlaði reyndar smá þar með því að fá mér ís í eftirrétt, en að öðru leyti hef ég staðið mig vel og haldið mig við mitt mataræði.

Kræst!

Er hægt að þyngjast um 5 kg á einni viku??? Fann vigt hér og hún sýndi sko 85 kg í morgun *angistaróp*. Er sko ekki sátt við það.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Smá mont líka

Já, verð að monta mig pínulítið þrátt fyrir allt. Ég fékk alveg fullt af kommentum um hvað ég liti vel út og væri búin að grennast mikið :D Ekki slæmt fyrir egóið og enn meiri hvatning til að bæta ekki þessum kílóum á mig aftur ;)

Loksins aftur regla

Úff sko. Maður er búinn að vera í svoddan óreglu. Komum til Íslands s.l. föstudag og fórum svo til beint upp í sveit með mömmu og pabba og vorum þar yfir verslunarmannahelgina. Sælgæti, bjór, brauð og svona fæði. En núna erum við komin í íbúð sem vinkona mín lánar okkur á meðan við erum á Íslandi (hún er nefninlega í fríi í Danmörku með fjölskyldunni) og loksins get ég haft hlutina eftir mínu höfði. Ég finn bara hvað mér líður betur, var sko hreinlega komin með í magann af þessu matarsukki, bara uppþembd og full af lofti með brjóstsviða og óþægindi. En núna líður mér miklu betur. ætla sko bara að halda mig við mitt kolvetnissnauða, allavegana að mestu leyti. Svo get ég farið í Hagkaup núna og skoðað kolvetnissnauðu vörurnar :D Og ég er búin að kaupa mér harðfisk sem snakk í staðin fyrir þetta ógeðslega sælgæti sem ég er búin að troða í mig um helgina.

Ég hef bara enga vigt fundið hér til að stíga á, haha, þyrfti nú eiginlega að finna eina. Þó hún sýni eflaust ekki nákvæmlega það sama og mín vigt myndi gera þá hefði ég þó eitthvað til að miða við. Hef sko ekki hugmynd um hvað ég er þung núna en örugglega meira en 80 kg :S Jæja, ég reiknaði nú alveg með því að bæta á mig 2-3 kg í fríinu, en ég vil ekki fá á mig fleiri, svo það er líklega eins gott að vera bara í sínu eigin mataræði ;)