Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, ágúst 27, 2004

Ánægð í dag ;)

Er bara mjög ánægð með daginn í dag. Ég er reyndar að fara á næturvakt svo ég ætla að taka með mér Fiber+ hrökkbrauð og eitthvað álegg, og svo svona kolvetnalaust snakk til að narta í. En dagurinn leit svona út... ath. ég svaf til hádegis í dag líka ;)

Hádegismatur: Egg og beikon.
Millibiti: 4 skinkusneiðar.
Kvöldverður: Buff með steiktu grænmeti og smá sósu.

Þetta gerir um 1000 kkal. og 24 grömm kolvetni.

Annars verð ég víst að viðurkenna syndir mínar, ég var heil 85,3 kg á vigtinni í morgun og var reyndar 86 kg slétt þegar ég steig á vigtina á mánudagsmorgninum eftir að ég kom heim úr fríinu :S En vigtin er þó allavegana strax farin að síga vel niður á við, komin 700 grömm þessa fjóra daga, og samt var einn af þeim mjög kolvetnaríkur. Ég ætla að setja mér nýtt markmið núna og stefni á að vera komin í 80 kg aftur þann 17. október. Þá eru átta vikur síðan ég kom heim úr sumarfríinu. Þetta verður því ekki eins stíft og átakið sem ég fór í áður en ég fór í sumarfrí. Miðað við þetta er takmarkið að missa svona 700 grömm á viku. Ef ég síðan get haldið þessu nokkurnvegin áfram, þá ætti ég að vera komin í 75 kg fyrir jól, sem væri nú alveg æðislegt. En byrjum á þessum átta vikum og sjáum hvernig það gengur ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home