Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Súkkulaði í dag

Jamm, ég fékk mér eitt súkkulaðistykki, ekki low carb. En ég var samt ekki að svindla því ég ákvað bara að leyfa mér það með góðri samvisku. Ég var á kvöldvakt og það var alveg brálað að gera. Svo ég ákvað þegar klukkan var um 19 að leyfa mér eitt súkkulaði og maula það á meðan ég var að fylla út blóðprufupantanir og skrifa lista fyrir lífsmarkamælingar. Annars byrjaði ég daginn eins og venjulega á eggjum og beikoni í morgunmat og lagði mig svo aðeins áður en ég mætti á kvöldvaktina. Ég svaf því af mér hádegismatinn og komst bara ekkert til að borða neitt fyrr en klukkan 17. Svo var ég reyndar að borða smá rétt áðan þegar ég kom heim af vaktinni, var bara glorhungruð eftir þessa törn í kvöld. Matarlega séð leit dagurinn svona út:

Morgunmatur: Egg og beikon.
Hádegismatur: Enginn.
Miðdegisverður: Kjúklingabringa með salati og smá Cultura-sósu (eins og AB mjólkin).
Kvöldsnarl: Eitt hnetusúkkulaðistykki.
Miðnætursnarl: Low carb brauðsamloka með skinku og osti.

Þetta gerði um 1200 kkal. og þó ekki nema 39 grömm kolvetni, svo ég get alveg verið sátt við daginn ;)

1 Comments:

  • At 28. september 2007 kl. 23:50, Anonymous Nafnlaus said…

    Vá hvernig geturðu lésst ef þú borðar alltaf egg og beikon í morgunmat? hvað hreyfirðu þig eiginlega mikið kona!!!!!!!!

     

Skrifa ummæli

<< Home