Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, febrúar 24, 2006

Tótallí gleited!

Amm, ég er þokkalega glötuð bara. Nenni engu átaki þessa dagana. Er bara að vinna á fullu og er einhvernvegin ekkert að koma mér af stað. Ég er reyndar búin að vera að hugsa slatta og ég sé að ég verð bara að fara í djammbindindi ef mér á að ganga eitthvað í þessu. Dett alltaf í eitthvað rugl eftir djamm og er heillengi að komast af stað aftur. Reyndar er árshátíð 11. mars, sem sagt eftir rúmar tvær vikur og ég ætla á hana. En ég verð að reyna að vera ofurdugleg fram að því og fara svo á fullt skrið eftir það.

Er að fara á kvöldvakt svo ég bið að heilsa í bili. Lovv jú görlís ;)

föstudagur, febrúar 17, 2006

Brjáluð vika

Og lítill tími í átak og blogg. Var nefninlega á námskeiði í sérhæfðri endurlífgun, mikið að lesa og mikið að læra. Var svo í prófi í dag, sem gekk bara rosa vel ;) En ég ætla bara að slappa af um helgina og kem svo rosa hress til baka á mánudaginn ;)

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

One down, one to go!

Nei ekki kílóin, heldur næturvaktirnar að þessu sinni ;) Annars er s.l. sólarhringur búinn að vera stórfínn. Náttúrulega engir reglulegir máltíðstímar, en svona var matseðillinn:

Nætursnarl 1
1 appelsína

Nætursnarl 2
1 diskur heimalöguð grænmetissúpa

Nætursnarl 3
1 Body for Life próteinstöng með jarðhnetu/karamellu

Morgunmatur
2 sneiðar heimalagað speltbrauð
15 gr túnfiskssalat á la Lotta
8 gr léttsmurostur

Kvöldmatur
200 gr eggjakaka með kjúklingi (afgangar frá í gær), lauk, púrrulauk, 30% osti og sveppum.
70 gr evrópskt salat

Kvöldsnarl
200 gr létt AB mjólk
30 gr ávaxtamüsli
1/2 banani
strásæta (Splenda)
1 stk Fruit'n Fibre frá Kellog's

Þetta gerði samtals um 1380 kkal. og ég er mjög ánægð með það. Svo fór ég í BodyPump hjá Darcy áðan, hún er bara frábær. Skemmtileg og hvetjandi ;) Ég finn það líka núna að ég er aftur komin með þessa þörf fyrir að fara í ræktina. Manni líður svo ofsalega vel ;) Kvíði samt svolítið fyrir helginni. Vinkona mín er að koma í bæinn, sem er nú bara æðislegt, en við ætlum að fá okkur smá bjór og gera eitthvað sniðugt. Og svo er fjölskylduþorrablót á laugardaginn og þá verður líka eitthvað djamm. Ætla samt að gera mitt besta til að gæta hófs og fara ekki gjörsamlega út af sporinu eins og eftir síðasta djamm. Þið hvetjið mig áfram stelpur, er það ekki? Treysti á ykkur ;)

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Áts, nammi :/

Datt í smá nammi í dag. Það þurftu náttúrulega einhverjir snillingarnir að koma með nammi niður í vinnu og dreifa því í skálar út um allt... og ég stóðst ekki freistinguna :( Þannig að hitaeiningarnar í dag urðu of margar. Þetta leit einhvernvegin svona út:

Morgunmatur
1 dós léttjógúrt með kiwi og perum
2 sneiðar heimabakað speltbrauð
2 gr L&L
10 gr roastbeef
25 gr soðið egg í sneiðum
15 gr túnfiskssalat á la Lotta

Morgunkaffi
Ca 70 gr M&M súkkulaðihúðaðar jarðhnetur

Hádegismatur
Ferskt salat með kjúklingabaunum og karríhrísgrjónum
Ca 30 gr súrmjólkurdressing
1 lítil brauðbolla
10 gr L&L

Miðdegisverður(kl. 16)
450 gr heimalöguð grænmetissúpa

Millibiti
3 stk Better Choice kex með rúsínum, eplum og kanil.

Kvöldverður (kl. 19:30)
85 gr kjúklingabringa
250 gr léttsteikt grænmeti

Kvöldsnarl
3 stk Better Choice kex með rúsínum, eplum og kanil.

Þetta gerði u.þ.b. 1960 kkal. Jamm, allt of mikið. Sé það strax þegar ég skrifa þetta niður að ég hefði getað sleppt einhverjum af þessum millibitum og auðvitað namminu. En þetta er búið og gert. Svo er ég að fara á næturvakt á eftir, en það sem ég borða í nótt fer inn á næsta sólarhring.

En mikið var nú gaman að heyra frá ykkur aftur stelpur :D Kíki bloggrúnt seinna í kvöld, eða bara í nótt þegar ég er á vaktinni... þ.e. ef ég hef tíma.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Hvar eruð þið stelpur?

Mér finnst ég bara allt í einu agalega einmana hérna. Finnst svo margar ykkar vera í einhverri bloggpásu, buhu. Jæja, ég vona að þið vaknið aftur fljótlega ;)

Fínn dagur hjá mér, fór í MRL tíma kl. 18:30 hjá henni Darcy, bara frábær tími. Hún er alveg meiriháttar skemmtilegur kennari ;) Matseðillinn var svona:

Morgunmatur
2 sneiðar heimabakað speltbrauð
5 gr L&L
10 gr ostur 17%
5 gr St. Dalfour sulta - engifer/appelsínu
20 gr túnfiskssalat á la Lotta

Morgunkaffi
1 dós léttjógúrt með kiwi og perum

Hádegismatur
1 stór diskur heimalöguð grænmetissúpa
2 sneiðar Fitty samlokubrauð
10 gr L&L
30 gr ostur 17%
40 gr tómatsneiðar

Miðdegisverður
Rúgflögugrautur (rúgflögur eru svipaðar og hafragrjón, en taka lengri tíma í suðu) með 50 gr kotasælu, 1/2 banana, kanil, strásætu og 5 gr möndlum.
1 sneið heimalagað speltbrauð
5 gr L&L
12 gr skinka
5 gr jalapenos

Kvöldsnarl
2 sneiðar heimalagað speltbrauð
5 gr L&L
20 gr roastbeef
1 soðið egg í sneiðum

Síðkvöldsbiti
1 EAS próteinstöng, Carb Control - Chocolate Caramel Crisp

Heildin gerði 1680 kkal. sem er nú eiginleg í hærri kantinum. Samt merkilegt hvað það er hægt að borða mikið án þess að hitaeiningarnar fari upp úr öllu valdi. Og ok, ég veit að ég er að borða frekar mikið brauð, en þetta heimalagaða brauð sem ég gerði er bara ferlega gott ;) Er svo hrifin af svona þéttu, grófu brauði ;)

Annars er ég búin að vera svolítið í svekkelsisgírnum í dag. Þ.e. vera að svekkja mig yfir að hafa sleppt af mér svona beislinu og bætt á mig kílóum aftur. Sé það svo greinilega í speglunum í ræktinni að ég er ekki nálægt að vera í sama formi og ég var. Eeeeen, það kemur... og ég get þá bara hlakkað til að gleðjast yfir breytingunum aftur ;) Jamm, fæ að upplifa þetta aftur sko, hahaha, alltaf að reyna að sjá björtu hliðarnar sko ;D

mánudagur, febrúar 06, 2006

Jömmí jömmí!

Ég er sko búin að vera rosa dugleg í dag. Að vísu kannski helst til mikið brauð, en só vott ;)

Allavegana þá fór ég í pallatíma í hádeginu, fín brennsla. Svo áðan þá tók ég mig til og bakaði gróft speltbrauð. Hafði að grunni uppskriftina hennar Sollu himnesku, en hafði það heldur grófara með því að setja í það speltflögur og rúgflögur, ásamt sesamfræjum. Setti líka í það jóhannesarbrauðmjöl (Carob powder). Það var bara mjög fínt. Svo eldaði ég alveg yndislega grænmetissúpu, mikið rosalega er hún góð. Finnið uppskriftina á Léttum Réttum, ég sleppti reyndar beikonbitunum ;)

Set inn matseðilinn seinna í kvöld, á eftir að fá mér eitthvað meira á eftir ;)
----------------------------------------------------------------------------------

Jæja, hér er matseðill dagsins:

Morgunmatur
2 sneiðar Fitty samlokubrauð
10 gr L&L
16 gr ostur 17%
10 gr St. Dalfour sulta - appelsínu/engifer
30 gr Túnfiskssalat á la Lotta

Hádegismatur
2 sneiðar Fitty samlokubrauð
60 gr Túnfiskssalat á la Lotta

Síðdegiskaffi
70 gr gulrætur
2 sneiðar heimabakað gróft speltbrauð
10 gr L&L
10 gr ostur 17%

Kvöldmatur
2 diskar heimalöguð grænmetissúpa

Kvöldsnarl
1 stk. EAS próteinstöng - karamellu/súkkulaði
ofnbakaðar eplaskífur (1 epli) með kanil, strásætu og 10 gr möndlum. Vanilluskyr.is út á, ásamt 50 gr sykurlausu sýrópi.

Þetta gerði um 1460 kkal. og er ég mjög sátt við það ;)

10 gr St. Dalfour sulta - appelsínu/engifer

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Þreytt þreytt þreytt!

Er gjörsamlega úrvinda eftir helgina og hef bara enga orku í einhverja líkamsrækt í dag. Búið að vera mikið að gera í vinnunni, var á kvöldvakt/morgunvakt í gær/dag og er alveg hrikalega þreytt. Ætla bara að hvíla mig í kvöld og hef nákvæmlega ekkert samviskubit yfir því. Hins vegar ætla ég í pallatímann í hádeginu á morgun, ætti nú að vera orðin úthvíld þá ;)

Matseðill dagsins var svona lala, sem er kannski helst því um að kenna að ég tók ekkert með til að borða í hádeginu og úrvalið í mötuneytinu var ansi lélegt. Fékk mér því hitaeiningaríkari hádegisverð en ég ætlaði mér. En það verður bara að hafa það, þetta var ekkert alslæmt ;) Svona leit þetta út:

Morgunmatur
Léttjógúrt með ferskjum og ástaraldinum. Fittybolla með túnfisksalati á la Lotta.

Morgunkaffi
Appelsína

Hádegisverður
Svínakjöt með kartöflum, blönduðu grænmeti og sveppasósu.

Síðdegiskaffi
Body for Life próteinstöng.

Kvöldmatur
Heimalagaðar hakkbollur, speltspagettí og ca 1/2 dl spagettísósa.

Samkvæmt hot.is gerði þetta ca 1750 kkal. Ég vil nefninlega halda hitaeiningunum um og undir 1500. Skipulegg daginn á morgun betur ;)

laugardagur, febrúar 04, 2006

Geisp!

Hversu ruglaður er maður að vera sestur við tölvuna klukkan sjö á laugardagsmorgni? Jæja, ég hef þá afsökun að ég þurfti að skutla kærastanum í vinnuna klukkan rúmlega sex. Er nú samt grútsyfjuð og þyrfti að leggja mig smá. Á síðan tíma fyrir stelpurnar í klippingu á eftir. Hjalti er reyndar enn smá lasinn, en miklu skárri. Þannig að ég held að það verði allt í lagi að taka hann bara með. Get jafnvel farið í ræktina á eftir ef ég hef tíma þegar ég er búin með stelpurnar í klippingunni, er nefninlega að fara að vinna kl. 15:30.

En já, í dag er dagurinn sko. Nú verð ég að taka þetta af fullri alvöru og ekki fara langt út af sporinu. Verð bara að skipuleggja matseðil fyrir hvern dag, allavegana svona nokkurnvegin. Ætla líka að skipuleggja svolítið hreyfinguna hjá mér. Annars sýnist mér að ég komist ekki í ræktina í dag. Barnapössunin bara til 13:15 og ég held að ég nái ekki að æfa fyrir þann tima. Og ekki kemst ég í Baðhúsið á morgun þar sem það er bara opið til kl. 14, en ég er að vinna til kl. 16. Nema ég fari bara í Sporthúsið í staðin, þar er opið alveg til 22:30. Já, ætli ég stefni ekki á það, fara bara í Sporthúsið annað kvöld og orba aðeins og taka kannski smá lóð ;)

Hér er síðan smá plan fyrir næstu viku í sambandi við hreyfinguna:

Mánudagur: BodyStep-exp. kl. 12:05
Þriðjudagur: MRL kl. 18:30
Miðvikudagur: Frí
Fimmtudagur: BodyPump kl. 19:35
Föstudagur: Pallar/Lóð kl. 12:05
Laugardagur: MRL kl. 9:30
Sunnudagur: Frí

Er þetta ekki bara alveg stórfínt? :D Jæja, ætla að leggja mig smá á meðan sonurinn horfir á Tomma og Jenna ;)

föstudagur, febrúar 03, 2006

FINALLY!!!

Já loksins er ég búin að fá tölvuna mína í lag og tengja hana við netið. Hins vegar hef ég alls ekki verið nógu dugleg í átakinu, svo nú er komin tími til að breyta því. Var að skoða myndir af mér síðan í mars í fyrra og ég var svooooo flott og grönn þá. Og mér sem fannst ég eiginlega enn vera feit á þeim tímapunkti, hehe, svona er maður alltaf feitur inni í hausnum á sér.

En já, nú verð ég bara að setja mér markmið. Set mér núllpunkt á morgun og svo ætla ég að gefa mér 8 vikur til að losa mig við 5 kg. Þannig að 1. apríl næstkomandi ætla ég að vera 5 kg léttari en ég er núna. Að vísu er ekki séns að ég komist í ræktina í dag, er heima með soninn sem er lasinn og svo fer ég að vinna kl. 18 og er að vinna til 23:30. Reyni að komast á morgun, en það er samt ekki víst að ég komist þá heldur. Fer allt eftir hvernig litli kútur verður. Er líka að vinna kvöldvakt þá, frá 15:30-23:30. En ég ætla að passa mataræðið vel ;) LOFA!!!