Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, febrúar 03, 2006

FINALLY!!!

Já loksins er ég búin að fá tölvuna mína í lag og tengja hana við netið. Hins vegar hef ég alls ekki verið nógu dugleg í átakinu, svo nú er komin tími til að breyta því. Var að skoða myndir af mér síðan í mars í fyrra og ég var svooooo flott og grönn þá. Og mér sem fannst ég eiginlega enn vera feit á þeim tímapunkti, hehe, svona er maður alltaf feitur inni í hausnum á sér.

En já, nú verð ég bara að setja mér markmið. Set mér núllpunkt á morgun og svo ætla ég að gefa mér 8 vikur til að losa mig við 5 kg. Þannig að 1. apríl næstkomandi ætla ég að vera 5 kg léttari en ég er núna. Að vísu er ekki séns að ég komist í ræktina í dag, er heima með soninn sem er lasinn og svo fer ég að vinna kl. 18 og er að vinna til 23:30. Reyni að komast á morgun, en það er samt ekki víst að ég komist þá heldur. Fer allt eftir hvernig litli kútur verður. Er líka að vinna kvöldvakt þá, frá 15:30-23:30. En ég ætla að passa mataræðið vel ;) LOFA!!!