Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, október 29, 2006

Pakksödd

Ég svaf rosalega vel eftir næturvaktina núna og vaknaði úthvíld og endurnærð :D. Hvíldi mig frá ræktinni í dag, en búin að passa vel upp á mataræðið eins og s.l. daga. Eldaði grænmetissúpu í kvöldmatinn, hún er bara besta súpa í heimi :D Svo núna áðan kláraði ég afganginn af kjúklingabaunapottréttinum og maulaði flatkökur með osti. Svo er ég að fara að vinna eftir tæpan klukkutíma.

En undanfarna daga hef ég skrifað niður og reiknað út allt sem ég borða og hitaeiningarnar koma mjög vel út ;)

Jæja, efast um að ég skrifi á morgun þar sem ég fer beint á kvöldvakt eftir að hafa lagt mig eftir næturvaktina.

Sjáumst ;)

laugardagur, október 28, 2006

Smááááá blóðsykurfall

Púff, fór í ræktina áðan og puðaði og púlaði á orbitrekkinu í 45 mínútur. Ég hreint og beint ofgerði mér aðeins, held ég hafi gjörsamlega klárað blóðsykurbirgðir líkamans :Þ Frekar óþægilegt, var bara gjörsamlega búin á því, óglatt og úrvinda. En lagaðist nú strax og ég fékk mér smá orku, þ.e. mat ;) Líður samt enn svolítið illa, enda var ég á næturvakt og svaf ekki nema í 3-4 tíma eftir hana. Held ég verði bara að leggja mig aðeins núna þar sem ég er að fara á aðra næturvakt í nótt. Ég hugsa líka að ég sleppi ræktinni á morgun, dagurinn í dag dugði alveg tvöfalt sko ;) En ég tók verulega vel á, hehe.

Mataræðið er bara eins og það getur orðið best ;) Ég er að standa mig vel núna ;)

Góða helgi ;)

föstudagur, október 27, 2006

Spling spling ;)

Fínn dagur í dag ;) Mér finnst ég vera kominm í góðan gír. Hef passað mataræðið mjög vel og fór líka í ræktina. Er svo að fara á næturvakt á eftir.

Ég er alltaf að skoða myndina af mér þar sem ég er 68 kg og læt mig dreyma um að verða svona aftur. Búin að argast yfir að hafa skemmt svona fyrir mér, en ætla bara að nýta þessa reiðiorku í að standa mig vel og reyna að losa mig við svona 8-10 kg fyrir jól. Sem er svo sem svolítið mikið, en ég stefni á það samt ;)

Já og lambalærið með myntukryddinu, jömmí, rosa gott. Sósan sem fylgdi með í uppskriftinni var æðisleg. Frekar spes og eflaust ekki allra, en ég fíla svona mjög vel ;)

fimmtudagur, október 26, 2006

Yndislegt púl

Jæja, dreif mig í ræktina áðan eftir langa kyrrsetu og rosalega var það gott. Ég og vinkona mín, sem er líka í átaki, ætlum að gera það að reglu að mæla okkur mót í ræktinni. Þá svona freistast maður síður til að svindla og sleppa því að mæta. Næst hittumst við á morgun.

Annars er ég að hugsa um að styðjast að miklu leyti við hann vin minnn Fedon Lindberg þegar kemur að mataræðinu. Uppskriftabókin hans er æðisleg og allt sem ég hef prófað úr henni er rosalega gott. Er auðvitað ekki búin að prófa allt, en allavegana hefur hún ekki valdið mér vonbrigðum hingað til. Bjó til kjúklingabaunapottrétt sem ég fékk mér í hádeginu, ásamt brúnum og villihrísgrjónum og smá slettu af 5% sýrðum rjóma. Roooosalega gott ;) Svo ætla ég barasta að elda lambalæri í kvöldmatinn, einnig uppskrift úr þessari bók. Læt ykkur vita hvernig það tekst til ;)

Jæja, á víst eftir að henda mér í sturtu eftir ræktina. Túrílú!

miðvikudagur, október 25, 2006

GARG!

Ég þoli ekki að vera svona, get bara engan vegin sætt mig við það, hahaha. Er farin aftur í átak og ætla að reyna að losa mig við 10 kg fyrir jól. Hananú! Ætla í ræktina á morgun og er búin að skipuleggja ræktina fyrir næstu viku. Svo þarf ég að setjast niður og skipuleggja mataræðið. Er reyndar búin að passa mig vel á sætindum s.l. daga, en þarf að taka á þessu af meiri festu samt sem áður. Urr bara, ég er eiginlega bara reið útí sjálfa mig fyrir að vera ekki búin að taka mig á fyrir löngu.