Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, október 26, 2006

Yndislegt púl

Jæja, dreif mig í ræktina áðan eftir langa kyrrsetu og rosalega var það gott. Ég og vinkona mín, sem er líka í átaki, ætlum að gera það að reglu að mæla okkur mót í ræktinni. Þá svona freistast maður síður til að svindla og sleppa því að mæta. Næst hittumst við á morgun.

Annars er ég að hugsa um að styðjast að miklu leyti við hann vin minnn Fedon Lindberg þegar kemur að mataræðinu. Uppskriftabókin hans er æðisleg og allt sem ég hef prófað úr henni er rosalega gott. Er auðvitað ekki búin að prófa allt, en allavegana hefur hún ekki valdið mér vonbrigðum hingað til. Bjó til kjúklingabaunapottrétt sem ég fékk mér í hádeginu, ásamt brúnum og villihrísgrjónum og smá slettu af 5% sýrðum rjóma. Roooosalega gott ;) Svo ætla ég barasta að elda lambalæri í kvöldmatinn, einnig uppskrift úr þessari bók. Læt ykkur vita hvernig það tekst til ;)

Jæja, á víst eftir að henda mér í sturtu eftir ræktina. Túrílú!