Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, apríl 30, 2006

Næturvaktir að klárast

Síðasta næturvaktin þessa helgina á eftir. Ég hef bara ekkert komist í ræktina um helgina. Var að spá í að fara á eftir og biðja kærastann að passa, en veit ekki hvort ég tími þessum fáu klukkutímum sem eftir er fram að háttatíma unganna. Er náttúrulega búin að sofa alveg þar til núna og svo fara þau til pabba síns á morgun. Sé til.

Mataræðið er alveg ok, en samt tekst mér enn ekki að halda mig undir 1500 hitaeiningum. Er samt viss um að ég næ því ;) Á föstudaginn var foreldrakaffi á leikskólanum og börnin buðu stolt upp á heimabökuð rúnnstykki, svo ég fékk mér nú bara. Hitaeiningarnar þann daginn enduðu í um 1870 :S. Í gær voru þær um 1750. En ég er allavegana að borða hollan mat, ekkert nammi og rusl. Sjáum svo hvernig þetta verður í dag.

Keypti mér mjög fínar íþróttabuxur í gær ;) Fór aldrei í þetta á föstudaginn, en dreif í því í gær ;)

föstudagur, apríl 28, 2006

Sól og vor

Það er allavegana tilfinningin sem ég fæ þegar ég lít út um gluggan. Já, það er bara aftur komið vor ;) Fyrr ári síðan var ég vissulega mun grennri og þannig langar mig að verða aftur. En mér leið samt ekki vel andlega. Var einmana, langt frá ættingjum og vinum, og skilnaður á næsta leiti. Í dag er framtíðin miklu bjartari og hlutirnir virðast vera að ganga upp, ja nema þá kannski í megruninni minni, hehe. En þá er nú einmitt kominn rétti tíminn til að takast á við hana þegar allt hitt er að baki ;)

Ég fór í ræktina í gær, í tíma sem kallast bodyshape (sami og ég fór í á þriðjudag). Mjög fínir tímar og taka vel á vöðvana. Svo þarf ég bara að brenna inn á milli, þannig að ég ætla að athuga hvort ég finni einhvern brennslutíma í dag, annars fer ég bara á Orbitrekkið ;) Þetta er sko allt að koma.

Stóð mig alveg þokkalega í mataræðinu í gær, allavegana engar bannvörur. Hitaeiningarnar hafa líklega verið um 1730, sem er aðeins of mikið ef ég ætla að grenna mig almennilega, en samt alveg þokkalegt. Ætla að reyna að hafa þær undir 1500 í dag.

Jæja, ætla út í góða veðrið og sjá hvort ég finni einhverjar íþróttabuxur á mig sem ég get notað í ræktinni.

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Harðsperrur

Jebb, er sko með þokkalegar harðsperrur eftir tímann í gær, sem er bara hið besta mál. Er ekki viss um að ég fari í ræktina á eftir, kemur í ljós.

Annars ætla ég að reyna að eyða smá tíma í dag að setja niður eitthvað mataræði fyrir mig, plana þetta svolítið.

Skrifa kannski meira í kvöld.

mánudagur, apríl 24, 2006

Ojæja!

Ekki besti dagurinn í dag, en svo sem engar huge syndir. Mikið að gera í vinnunni, þreytt og nenni eiginlega engu. Er að japla á sykurlausu ávaxtamentosi, það er bara rosa gott. Engin rækt í dag, en fer á morgun ;) Skrifa líka meira á morgun, er bara ferlega þreytt núna.

föstudagur, apríl 21, 2006

YNDISLEGT...

... að fara í ræktina aftur. Mér fannst ég bara vera komin heim þegar ég steig á orbitrekk tækið í Laugum og setti tónlistina af stað ;) Þolið var ekki alveg eins slæmt og ég hélt, þraukaði alveg 40 mínútur í góðu púli. Er hins vegar orðin frekar slöpp í magaæfingunum fann ég, en það hlýtur að koma fljótt.

Gallabuxurnar mínar eru að springa utan af mér... og þær sem voru farnar að verða heldur víðar. En það er sko ekki séns að ég ætli eitthvað að parkera þeim og fara að ganga í teygjubuxum, þá fyrst er voðinn vís. Nei, ég skal sko pína mig í þessum buxum þar til þær passa almennilega aftur... og hana nú!!!

Búin að passa mataræðið vel í dag. Mæli með að þið skerið niður ávexti, blandið svo saman vanillu skyr.is og skyrdrykk og notið það sem sósu yfir. Rosa gott ;)

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Þá er komið að því ;)

Já, nú er komið að því. Nú verður sko að taka á því og lifa heilsusamlegu líferni. Ætlaði að fresta þessu þar til eftir helgi, en ákvað svo að byrja bara NÚNA, þó ég sé búin að vera að hakka í mig sælgæti fyrr í dag. Ég er að fara að vinna á eftir og keypti mér reyndar bara svona indverska grænmetispönnuköku frá Móður Náttúru til að taka með mér í vinnuna. Á morgun ætla ég að kaupa mér kort í Laugum aftur, er búin að finna það út að mér líkar sú stöð betur. Það eru miklu betri og þægilegri tæki þar.

Elis, yndið mitt, er alveg til í að koma í smá hollustuátak með mér, þannig að ég get bara eldað hollan og góðan mat fyrir alla ;) Er bara mjög ánægð ;)

5 kíló skulu fara á næstu 8 vikum ;)

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Sælar stúlkur

Jæja elsku átaksvinkonur og aðrir sem nenna að lesa þetta. Ég er svona að velta fyrir mér hvernig ég eigi að taka á mínum átaksmálum núna. Undanfarið hefur verið mikið stress á mér, mikið að gera og ég hef ekkert hugsað um átakið. En mér sýnist nú að það sé að róast og hlutirnir að komast í réttar horfur, þannig að það er bjartari og rólegri tíð framundan. Ég þarf alveg afskaplega mikið að fara að koma mér í gírinn, það er bara nauðsynlegt. Nú er stutt í páskana þannig að ég held að ég setji niður plan sem hefst eftir páska, þarf virkilega að koma mér í gott form fyrir sumarið.

Ætla að klára þessi mál sem ég þarf að klára og svo setjast hér og reyna að finna gott plan. Þið megið alveg koma með hugmyndir ;)