Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, apríl 28, 2006

Sól og vor

Það er allavegana tilfinningin sem ég fæ þegar ég lít út um gluggan. Já, það er bara aftur komið vor ;) Fyrr ári síðan var ég vissulega mun grennri og þannig langar mig að verða aftur. En mér leið samt ekki vel andlega. Var einmana, langt frá ættingjum og vinum, og skilnaður á næsta leiti. Í dag er framtíðin miklu bjartari og hlutirnir virðast vera að ganga upp, ja nema þá kannski í megruninni minni, hehe. En þá er nú einmitt kominn rétti tíminn til að takast á við hana þegar allt hitt er að baki ;)

Ég fór í ræktina í gær, í tíma sem kallast bodyshape (sami og ég fór í á þriðjudag). Mjög fínir tímar og taka vel á vöðvana. Svo þarf ég bara að brenna inn á milli, þannig að ég ætla að athuga hvort ég finni einhvern brennslutíma í dag, annars fer ég bara á Orbitrekkið ;) Þetta er sko allt að koma.

Stóð mig alveg þokkalega í mataræðinu í gær, allavegana engar bannvörur. Hitaeiningarnar hafa líklega verið um 1730, sem er aðeins of mikið ef ég ætla að grenna mig almennilega, en samt alveg þokkalegt. Ætla að reyna að hafa þær undir 1500 í dag.

Jæja, ætla út í góða veðrið og sjá hvort ég finni einhverjar íþróttabuxur á mig sem ég get notað í ræktinni.