Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

One down, one to go!

Nei ekki kílóin, heldur næturvaktirnar að þessu sinni ;) Annars er s.l. sólarhringur búinn að vera stórfínn. Náttúrulega engir reglulegir máltíðstímar, en svona var matseðillinn:

Nætursnarl 1
1 appelsína

Nætursnarl 2
1 diskur heimalöguð grænmetissúpa

Nætursnarl 3
1 Body for Life próteinstöng með jarðhnetu/karamellu

Morgunmatur
2 sneiðar heimalagað speltbrauð
15 gr túnfiskssalat á la Lotta
8 gr léttsmurostur

Kvöldmatur
200 gr eggjakaka með kjúklingi (afgangar frá í gær), lauk, púrrulauk, 30% osti og sveppum.
70 gr evrópskt salat

Kvöldsnarl
200 gr létt AB mjólk
30 gr ávaxtamüsli
1/2 banani
strásæta (Splenda)
1 stk Fruit'n Fibre frá Kellog's

Þetta gerði samtals um 1380 kkal. og ég er mjög ánægð með það. Svo fór ég í BodyPump hjá Darcy áðan, hún er bara frábær. Skemmtileg og hvetjandi ;) Ég finn það líka núna að ég er aftur komin með þessa þörf fyrir að fara í ræktina. Manni líður svo ofsalega vel ;) Kvíði samt svolítið fyrir helginni. Vinkona mín er að koma í bæinn, sem er nú bara æðislegt, en við ætlum að fá okkur smá bjór og gera eitthvað sniðugt. Og svo er fjölskylduþorrablót á laugardaginn og þá verður líka eitthvað djamm. Ætla samt að gera mitt besta til að gæta hófs og fara ekki gjörsamlega út af sporinu eins og eftir síðasta djamm. Þið hvetjið mig áfram stelpur, er það ekki? Treysti á ykkur ;)