Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Hvar eruð þið stelpur?

Mér finnst ég bara allt í einu agalega einmana hérna. Finnst svo margar ykkar vera í einhverri bloggpásu, buhu. Jæja, ég vona að þið vaknið aftur fljótlega ;)

Fínn dagur hjá mér, fór í MRL tíma kl. 18:30 hjá henni Darcy, bara frábær tími. Hún er alveg meiriháttar skemmtilegur kennari ;) Matseðillinn var svona:

Morgunmatur
2 sneiðar heimabakað speltbrauð
5 gr L&L
10 gr ostur 17%
5 gr St. Dalfour sulta - engifer/appelsínu
20 gr túnfiskssalat á la Lotta

Morgunkaffi
1 dós léttjógúrt með kiwi og perum

Hádegismatur
1 stór diskur heimalöguð grænmetissúpa
2 sneiðar Fitty samlokubrauð
10 gr L&L
30 gr ostur 17%
40 gr tómatsneiðar

Miðdegisverður
Rúgflögugrautur (rúgflögur eru svipaðar og hafragrjón, en taka lengri tíma í suðu) með 50 gr kotasælu, 1/2 banana, kanil, strásætu og 5 gr möndlum.
1 sneið heimalagað speltbrauð
5 gr L&L
12 gr skinka
5 gr jalapenos

Kvöldsnarl
2 sneiðar heimalagað speltbrauð
5 gr L&L
20 gr roastbeef
1 soðið egg í sneiðum

Síðkvöldsbiti
1 EAS próteinstöng, Carb Control - Chocolate Caramel Crisp

Heildin gerði 1680 kkal. sem er nú eiginleg í hærri kantinum. Samt merkilegt hvað það er hægt að borða mikið án þess að hitaeiningarnar fari upp úr öllu valdi. Og ok, ég veit að ég er að borða frekar mikið brauð, en þetta heimalagaða brauð sem ég gerði er bara ferlega gott ;) Er svo hrifin af svona þéttu, grófu brauði ;)

Annars er ég búin að vera svolítið í svekkelsisgírnum í dag. Þ.e. vera að svekkja mig yfir að hafa sleppt af mér svona beislinu og bætt á mig kílóum aftur. Sé það svo greinilega í speglunum í ræktinni að ég er ekki nálægt að vera í sama formi og ég var. Eeeeen, það kemur... og ég get þá bara hlakkað til að gleðjast yfir breytingunum aftur ;) Jamm, fæ að upplifa þetta aftur sko, hahaha, alltaf að reyna að sjá björtu hliðarnar sko ;D