Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, febrúar 04, 2006

Geisp!

Hversu ruglaður er maður að vera sestur við tölvuna klukkan sjö á laugardagsmorgni? Jæja, ég hef þá afsökun að ég þurfti að skutla kærastanum í vinnuna klukkan rúmlega sex. Er nú samt grútsyfjuð og þyrfti að leggja mig smá. Á síðan tíma fyrir stelpurnar í klippingu á eftir. Hjalti er reyndar enn smá lasinn, en miklu skárri. Þannig að ég held að það verði allt í lagi að taka hann bara með. Get jafnvel farið í ræktina á eftir ef ég hef tíma þegar ég er búin með stelpurnar í klippingunni, er nefninlega að fara að vinna kl. 15:30.

En já, í dag er dagurinn sko. Nú verð ég að taka þetta af fullri alvöru og ekki fara langt út af sporinu. Verð bara að skipuleggja matseðil fyrir hvern dag, allavegana svona nokkurnvegin. Ætla líka að skipuleggja svolítið hreyfinguna hjá mér. Annars sýnist mér að ég komist ekki í ræktina í dag. Barnapössunin bara til 13:15 og ég held að ég nái ekki að æfa fyrir þann tima. Og ekki kemst ég í Baðhúsið á morgun þar sem það er bara opið til kl. 14, en ég er að vinna til kl. 16. Nema ég fari bara í Sporthúsið í staðin, þar er opið alveg til 22:30. Já, ætli ég stefni ekki á það, fara bara í Sporthúsið annað kvöld og orba aðeins og taka kannski smá lóð ;)

Hér er síðan smá plan fyrir næstu viku í sambandi við hreyfinguna:

Mánudagur: BodyStep-exp. kl. 12:05
Þriðjudagur: MRL kl. 18:30
Miðvikudagur: Frí
Fimmtudagur: BodyPump kl. 19:35
Föstudagur: Pallar/Lóð kl. 12:05
Laugardagur: MRL kl. 9:30
Sunnudagur: Frí

Er þetta ekki bara alveg stórfínt? :D Jæja, ætla að leggja mig smá á meðan sonurinn horfir á Tomma og Jenna ;)