Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, apríl 30, 2006

Næturvaktir að klárast

Síðasta næturvaktin þessa helgina á eftir. Ég hef bara ekkert komist í ræktina um helgina. Var að spá í að fara á eftir og biðja kærastann að passa, en veit ekki hvort ég tími þessum fáu klukkutímum sem eftir er fram að háttatíma unganna. Er náttúrulega búin að sofa alveg þar til núna og svo fara þau til pabba síns á morgun. Sé til.

Mataræðið er alveg ok, en samt tekst mér enn ekki að halda mig undir 1500 hitaeiningum. Er samt viss um að ég næ því ;) Á föstudaginn var foreldrakaffi á leikskólanum og börnin buðu stolt upp á heimabökuð rúnnstykki, svo ég fékk mér nú bara. Hitaeiningarnar þann daginn enduðu í um 1870 :S. Í gær voru þær um 1750. En ég er allavegana að borða hollan mat, ekkert nammi og rusl. Sjáum svo hvernig þetta verður í dag.

Keypti mér mjög fínar íþróttabuxur í gær ;) Fór aldrei í þetta á föstudaginn, en dreif í því í gær ;)