Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, júní 22, 2005

Hér er ég ;)

Er ekkert að svindla sko, bara mikið að gera. Nú eru bara litlu krakkarnir og Bjöggi að fara á morgun, voða furðulegt eitthvað. En það er nú ekki svo langt þar til ég og Elísa förum líka.

Eníveis, æðislegt veður í dag og vigtin sígur niður á við aftur ;)

föstudagur, júní 17, 2005

Gleðilega þjóðhátíð ;D

En eitthvað fer nú lítið fyrir þeim degi hér ;) Hins vegar var síðasti dagur litlu unganna minna á leikskólanum hér í dag og þau voru kvödd með pompi og pragt, svolítið sorglegt.

Ég hef staðið mig rosa vel í dag. Fór í Tripp Trapp tíma og hef passað mataræðið. Hins vegar ætla ég að fá mér bjór í kvöld, svona í tilefni dagsins bara ;) Þannig að hitaeiningafjöldinn á eftir að aukast eitthvað, en svona hefur þetta verið hingað til:

Morgunmatur
polarbrauð gróft 1 stk. 193,2 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
kalkúnaskinka 1 sn. 11,6 kkal.
ostur 17% 16 gr. 43,4 kkal.

Hádegismatur
polarbrauð gróft 1 stk. 193,2 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
kalkúnaskinka 1 sn. 11,6 kkal.
banani 30 gr. 27 kkal.
Yoplait léttjógúrt 1% m. jarðarberjabragði 125 gr. 63,8 kkal.
Atkins Morning Shine m. súkkulaðibragði 1 stk. - 37 gr. 137 kkal.

Miðdegisverður
grillaður kjúklingur 150 gr. 180 kkal.
Wok grænmeti 150 gr. 45 kkal.
hvítlauksduft 1/2 gr. 1,8 kkal.

Kvöldsnarl
Atkins Advantage Fruits of the forest bar 1 stk. - 60 gr. 255 kkal.

Millibiti
Atkins Morning Shine m. súkkulaðibragði 1 stk. - 37 gr. 137 kkal.

Samtals gerir þetta 1375,6 kkal., en svo á bjórinn eftir að bætast við. Keypti samt svona lágkaloríu og lágkolvetna bjór ;)

Jæja, verð að koma börnunum upp í rúm, þau eru að verða alveg tjúll, svefngalsinn að gera út af við þau (og mig).

fimmtudagur, júní 16, 2005

Held ég sé búin að hitta í gírinn ;D

Takk fyrir spörkin stelpur ;) Ég held bara að ég sé búin að hitta í gírinn og ætla að halda honum þar. Furðulegt hvað ég virðist smella inn í hann svona allt í einu. Er búin að vera með svo mikla átsýki undanfarið og algjörlega nammisjúk, en í dag bara allt í einu hefur allt gengið í sögu og ég hef enga löngun í eitthvað óhollt. Fínn dagur matarlega og fór líka í ræktina og púlaði vel. Nú er bara að halda svona áfram ;) Hér er matseðillinn:

Morgunmatur:
polarbrauð gróft 1 stk. 193,2 kkal.
L&L 10 gr 38 kkal.
kalkúnaskinka 2 sn. 23,3 kkal.

Hádegismatur
Cultura 150 gr. 66 kkal.
ávaxtamüsli 30 gr. 102,3 kkal.
banani 96 gr. 86,4 kkal.
Lindbergbrauð 48 gr. 117,6 kkal.
kalkúnaskinka 1 sn. 11,6 kkal.
L&L 5 gr. 19 kkal.

Miðdegisverður
blandað ferskt salat 100 gr. 13,9 kkal.
rækjur 100 gr. 82 kkal.
létt Kesam 50 gr. 37 kkal.
hvítlauksduft 1/2 gr. 1,8 kkal.
Atkins Morning Shine m. súkkulaðibragði 1 stk. - 37 gr. 137 kkal.

Kvöldsnarl
polarbrauð gróft 1 stk. 193,2 kkal.
kalkúnaskinka 1sn. 11,6 kkal.
kotasæla 50 gr. 48 kkal.

Millibiti
Atkins Advantage decadence bar 1 stk. - 60 gr. 227 kkal.

Samtals gerði þetta 1408,9 kkal..

Er bara ánægð með mig ;) Ég veit svo sem alveg elsku dúllurnar mínar að það eru eki mörg kílóin sem ég þarf að losa mig við núna, en mér finnst ég bara vera komin hættulega nálægt 80 kg. Er svo hrædd um að ef ég fer yfir það þá verðu svo auðvelt að fara að vera enn meira kærulaus og fitna enn meira. Vil sko alls alls ekki verða aftur eins og ég var, og verð það heldur ekki ;) Get þó séð eitt gott í þessu, er allavegana búin að vera stabíl í kringum þessu 76 kg undanfarið, virðist ekki vera að fitna umfram það. En nú skal leiðin liggja niður á við í kílóatölunni ;)

miðvikudagur, júní 15, 2005

Þetta er bara ekki að ganga >:(

Fékk mér bara nammi í gærkvöldi og í dag er ég sko ekkert búin að borða neitt hollan mat. Fékk mér m.a. pylsum í hádeginu og snickers áðan. Fór svo að versla föt á krakkana, leit í spegilinn í mátunarherberginu og fannst ég bara FEIT!!! Viljiði PLÍS sparka í rassinn á mér, ég má ekki halda svona áfram. Voðalega er þetta eitthvað erfitt hjá mér núna. Hmm, ætla að stíga snöggvast á vigtina og fá sjokk...

... 76,5 kg... OJBARA!!!

Reyndar er ég nýbúin að borða svo býst við að morgunvigtin sé eitthvað minni, en samt er þetta allt of mikið. Þarf bara virkilega að koma mér aftur undir 70 kg. Fann að þar var ég sátt... er ekki sátt við þetta.

Já, það er ekkert elsku amma núna, nú bara verður ekkert meira svindl og rugl. Ætla ekki einu sinni að byrja á morgun, ætla að byrja akkurat nákvæmlega NÚNA!!! Dríf mig í ræktina á eftir.

mánudagur, júní 13, 2005

Dah! Ég meina það!

Fór ekkert í ræktina um helgina. Haldiði að hún Arna hafi ekki fengið þvgfærasýkingu svo við þurftum að taka þvagprufu, fara niður á læknavakt og bíða þar og fá svo sýklalyf. Jæja, hún er strax að skána. Ætla að drulla mér í leikfimi í kvöld. Mataræðið er ekki alveg komið í besta lag, en þó skárra en undanfarið. Er eiginlega farin að pirrast svolítið á mér, en það þýðir svo sem ekkert, bara reyna að standa sig. Núna t.d. DAUÐLANGAR mig í súkkulaðikex sem er til inni í skáp, en hef nú látið það eiga sig enn sem komið er :S

föstudagur, júní 10, 2005

Þetta hlýtur að takast!

Já, þetta hlýtur að takast á endanum. Ég var voða dugleg fyrripartinn, en missti mig svo í snakki og snúðum (litlum kanelsnúðum) í kvöld. Demitt sko. En ég fór allavegana í ræktina. Það verður bara taka þrjú á morgun ;) Ég veit að þetta kemur, bara tekur smá tíma að halda sér í gírnum ;)

Jújú, ég er hér

Ætlaði reyndar að skella inn matseðli í gær, en var búin að gleyma að það var svona bekkjarskemmtun hjá bekknum hennar Elísu í tilefni af væntanlegum skólalokum, með fjölskyldugrilli og góðgæti í eftirrétt. Dagurinn gekk mjög vel framan af, fór í ræktina og var svaka dugleg, en leyfði mér svo gómsætt grill og kökur í eftirrétt. Þannig að ég bara nennti ekki að reikna út hitaeiningar gærdagsins.

En í dag er nýr dagur. Búin að fá mér hollan morgunverð og svo ætla ég í Tripp Trapp tíma á eftir. Þetta er sko allt að koma ;)

Kíki bloggrúnt í dag, ætla að byrja núna ;)

miðvikudagur, júní 08, 2005

Jæja, stelpur, þetta gengur ekki lengur

Nú kem ég mér almennilega í gang aftur. Byrja eiturhress á morgun í góðu mataræði og dugleg í ræktinni. Verð bara að fara að taka þátt í þessu almennilega aftur, lesa bloggin ykkar og setja inn matseðla o.s.frv. Sjáumst hressar á morgun ;)

Já og hér er ein ný sem ég fann, endilega hvetjið hana áfram ;)

http://www.blog.central.is/svakabolla

þriðjudagur, júní 07, 2005

Fall er fararheill... eða vonandi

Ég meina það, það á ekki af manni að ganga. Alltaf þegar ég held að nú sé allt að róast og ég geti farið að koma mér í rútínu aftur í ræktinni og svona, þá gerist eitthvað. Nú var ég að klára síðustu vaktirnar mínar um helgina og ætlaði sko aldeilis að fara að koma mér af stað, en nei nei. Elísa Auður, elsta stelpan mín, datt af hestbaki í gær og handleggsbrotnaði illa. Hún fór í litla aðgerð í morgun til að leggja brotið rétt og pinna það saman. Þannig að ég er búin að eyða megninu af deginum á spítalanum. Gaman, gaman! Vona að þetta sé nú síðasta ruglið í þessari lotu :S

fimmtudagur, júní 02, 2005

Smá kaos

Dagurinn í gær breyttist í smá kaos. Ég bara var hreinlega að fara yfir um í vinnunni. Þessi óvissa að vita ekki hvenær ég gæti hætt og hvenær ég kæmist heim var alveg að gera út af við mig. Vældi og skældi hjá yfirmanninum mínum sem ákvað að vera næs og leyfa mér að fara í sumarfrí eftir helgi og ég þarf ekki að koma aftur ;D Púff, rosalega er þungu fargi af mér létt. Nú get ég loks farið að plana hlutina almennilega og var sko ekki lengi að panta far heim. Bjöggi fer með litlu krakkana 23. júní. Mamma og pabbi koma út 27. júní og verða í 10 daga, hjálpa mér að ganga frá restinni hér, og svo förum við Elísa heim 11. júlí, nokkrum dögum eftir að mamma og pabbi fara heim. Mikið ofsalega er gott að vera komin með þetta á hreint ;D