Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, maí 31, 2005

Oh, garg!

Þið sögðuð mér að fara vel með mig. Jamm, það ætla ég að gera og því ætla ég að koma mér af stað aftur í hollt mataræði og hreyfingu. Byrja núna. Kemst reyndar ekki í ræktina í dag þar sem ég er lasin heima, en stefni á að fara á morgun. Það er ekki hægt að drabbast svona niður og eyðileggja allan góða árangurinn sem maður var búinn að ná. Verð að snúa þessu við áður en allt fer í óefni.

Ætla að kíkja smá bloggrúnt stelpur ;)

sunnudagur, maí 29, 2005

Ekki í stuði

Nibb, bara alls ekki. Allt of mikið kaos akkurat núna, en það lagast.

sunnudagur, maí 22, 2005

Erfið vika!

Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið dugleg í mataræðinu eða líkamsræktinni undanfarna viku. Það hefur verið strembið ástand á heimilinu en núna er þetta að jafna sig. Við Bjöggi höfum nefninlega ákveðið að skilja. Ekki skemmtileg staða en við erum bæði á því að þetta sé fyrir bestu. Svona er þetta víst stundum, ekki alltaf hægt að leysa allt þó maður reyni. En við skiljum í góðu og höfum hag barnanna í fyrirrúmi. Okkur myndi aldrei detta í hug að láta þetta bitna á þeim... allavegana ekki meira en nauðsynlegt er, því auðvitað bitnar skilnaður alltaf að einhverju leyti á börnunum.

Þannig að nú er stefnan að flytja til Íslands sem allra fyrst. Börnin munu búa hjá mér, en við Bjöggi verðum samt með sameiginlegt forræði, kemur nú bara ekki annað til greina. Við munum halda góðu sambandi, enda erum við góðir vinir og höfum alltaf verið.

Já svona er nú það. Krakkarnir taka þessu bara nokkuð vel, eru auðvitað leið, en það hjálpar að við erum vinir og þau sjá það, og þar að auki finnst þeim mjög gott að vera að flytja til Íslands þar sem stutt er í ömmur og afa, ættingja og vini.

Jæja, ég ætla nú samt að reyna að koma mér í gang aftur í átakinu, á alveg að geta það.

Knús og kossar á ykkur allar.

Lilja

sunnudagur, maí 15, 2005

Mun skárri tala

Var 73,4 kg þegar ég vaknaði áðan. Töluvert skárra en þessi 76,6 tala. Hef reyndar dottið aðeins í hnetur og smá súkkulaði um helgina á þessum næturvöktum. En síðasta næturvaktin er í kvöld.

Annars er ég að elda lambalæri og bakaða kartöflubáta núna, mmmm namm ;D

Ætla í ræktina á morgun og vera dugleg í mataræðinu ;)

föstudagur, maí 13, 2005

Næturvaktir og nammidagur

Þetta verður svona örblogg.

Næturvaktir alla helgina, Svíþjóðarferð í dag = krembollur, smá sykurlaust hlaup, engin önnur óhollusta ;)

Sé ykkur eftir helgi ;)

miðvikudagur, maí 11, 2005

Betra skap

Vigtin var mun skemmtilegri við mig í morgun en í gær. Ætla samt að halda tölunni fyrir mig og set bara inn sunnudagstölu eins og venjulega.

Annars dreif ég mig í ræktina í dag og er búin að vera voða dugleg í mataræðinu. Er ekki enn alveg farin að nenna að setja inn matseðilinn hér, fer að gera það bráðum ;) En í kvöld ætla að eyða bloggtímanum í að fara bloggrúnt ;)

þriðjudagur, maí 10, 2005

Jæja, já!

Jamm, ég þarf sko að taka á honum stóra mínum. Ætla að koma mér undir 70 kg aftur og það helst á skömmum tíma. Steig á vigtina í morgun og hún sýndi svo hræðilega tölu að ég ætlaði bara ekki að trúa þessu; 76,6 kg. Er þetta hægt? Ja, greinilega. Púff! Jæja, þýðir ekki að grenja yfir þessu, bara losa sig við þessi ljótu sukk-kíló. Ég finn að þetta sest aðallega á magann á mér og svæðið þar í kring. Fólk í kringum mig sér svo sem ekki neinn sérstakan mun á mér, en ég finn þetta á fötunum.

En já, stefnan er núna að missa kíló á viku og þá ætti ég að vera komin undir 70 kg í kringum 26. júní. Það passar ágætlega því mamma og pabbi koma í heimsókn 27. júní og mig langar að vera komin ca í það sem ég var þegar þau koma.

Ég held að ég verði að reyna að halda mig undir 1500 kkal. núna, allavegana ekki fara mikið yfir það. Og vera dugleg í ræktinni. Ég ætla reyndar ekki í ræktina í dag, er að fara á kvöldvakt og er frekar þreytt bara, ætla að leggja mig smá.

Over and out í bili,
Lilja í sjokki.

P.S.
Það var sko MIKIÐ átak að skrifa þessa tölu hér og viðurkenna þetta fyrir ykkur :S
Lilja

mánudagur, maí 09, 2005

Ó boj!

Þessi vigt er sko EKKI vinkona mín þessa dagana. Held að ég sé í kringum heil 75 kg núna og mér finnst það hræðilegt :(. Nú verð ég bara að koma mér í strangt átak aftur, þetta gengur sko ekki svona. Er farin í ræktina og kíkí betur á ykkur seinna í kvöld.

sunnudagur, maí 08, 2005

Þreytt og þunn

Jamm, var dobbluð á djamm í gær, þannig að helgin fór nú ekkert í átak sko. Kom mér reyndar í ræktina samt í gær. Er bara þunn í dag. Svo eigum við þriggja ára brúðkaupsafmæli þannig að ég ætla að reyna að elda eitthvað gott í kvöld. Átakið heldur áfram á morgun ;)

föstudagur, maí 06, 2005

Gengur ágætlega

Jájá, mér gengur ágætlega að halda mér í gír. Er nú ekki komin í fimmta gírinn samt, en kannski í svona 3-4 ;) Búin að fara í ræktina og borða bara nokkuð hollan mat í dag. Bakaði reyndar muffins fyrir krakkana og fékk mér tvær :S en í heildina kemur dagurinn samt ekki út í svakalegu óhófi, er í kringum 2000 kkal. Bakaði speltpizzu í kvöld, það er orðin hálfgerð hefð hér á föstudagskvöldum að hafa heimabakaða pizzu í matinn og horfa á Idol ;)

Jæja, þetta var stutt blogg, ætla að reyna að komast smá bloggrúnt ;)

fimmtudagur, maí 05, 2005

Góðan daginn ;D

Þá er ég loks komin aftur (enn og aftur) og vonandi verður ekkert meira vesen á netinu mínu núna. Þessum blessuðu símaköllum tókst nefninlega að tengja eitthvað vitlaust svo netið var að detta út í tíma og ótíma og svo fór það bara alveg. Eins og venjulega eru Norðmenn aldrei að flýta sér, svo þetta var ekki lagað fyrr en í gær. En netið helst allavegana inni núna, svona að mestu ;) Loksins ætla ég að fara langþráðan bloggrúnt.

Annars er ég reyndar búin að ákveða að minnka aðeins netnotkunina hjá mér. Ég fann það á þessu netlausa tímabili hvað netið er mikill tímaþjófur. Þannig að ég ætla að setja börn og heimili í aðeins meiri forgang. Þetta þýðir að ég verð að takmarka aðeins bloggrúntana hjá mér, vonandi hafið þið skilning á því. En ég ætla samt að reyna að setja hér inn færslu daglega, það heldur mér svo vel við efnið. Ég er sko gjörsamlega búin að fara út af sporinu síðan ég varð netlaus. Nú verð ég að taka á honum stóra mínum og koma þyngdinni í lag fyrir sumarið. Eiginlega þyrfti ég að komast niður í þyngd sem er svona 5 kg undir þeirri þyngd sem mig langar að vera, ég virðist nefninlega alltaf bæta á mig um 5 kg þegar ég slappa af í mataræðinu í smá tíma, heh! Annars ætla ég bara ekkert að stíga á vigt fyrr en eftir svona tvær vikur, meika ekki að horfa á þessa tölu sem birtist þar. En ég er þó búin að koma mér af stað aftur, var mjög dugleg í mataræðinu í gær og fór í ræktina. Stefni á það sama í dag.

Jæja, farin að rúnta ;)