Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, maí 10, 2005

Jæja, já!

Jamm, ég þarf sko að taka á honum stóra mínum. Ætla að koma mér undir 70 kg aftur og það helst á skömmum tíma. Steig á vigtina í morgun og hún sýndi svo hræðilega tölu að ég ætlaði bara ekki að trúa þessu; 76,6 kg. Er þetta hægt? Ja, greinilega. Púff! Jæja, þýðir ekki að grenja yfir þessu, bara losa sig við þessi ljótu sukk-kíló. Ég finn að þetta sest aðallega á magann á mér og svæðið þar í kring. Fólk í kringum mig sér svo sem ekki neinn sérstakan mun á mér, en ég finn þetta á fötunum.

En já, stefnan er núna að missa kíló á viku og þá ætti ég að vera komin undir 70 kg í kringum 26. júní. Það passar ágætlega því mamma og pabbi koma í heimsókn 27. júní og mig langar að vera komin ca í það sem ég var þegar þau koma.

Ég held að ég verði að reyna að halda mig undir 1500 kkal. núna, allavegana ekki fara mikið yfir það. Og vera dugleg í ræktinni. Ég ætla reyndar ekki í ræktina í dag, er að fara á kvöldvakt og er frekar þreytt bara, ætla að leggja mig smá.

Over and out í bili,
Lilja í sjokki.

P.S.
Það var sko MIKIÐ átak að skrifa þessa tölu hér og viðurkenna þetta fyrir ykkur :S
Lilja