Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, mars 31, 2004

Gaddem...

Þetta er bara ekkert að ganga *urr*. Vaknaði allt of seint, hafði ekki tíma til að steikja mér egg og beikon í morgunmat, gleymdi að taka með mér Fiber+ hrökkbrauðið í vinnuna og allt fór bara í vitleysu. En ég er samt í fínu skapi því ég er komin í helgarfrí, verð sem sagt í fríi fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Svo er líka svo geggjaðslega gott veður, sól og logn og alveg 15 stiga hiti í dag. Svo ég er bara að hugsa um að gera fínt og flott hér heima um helgina, fara til Svíþjóðar að versla annaðhvort á morgun eða hinn, eiga góða og afslappaða helgi og byrja svo á kúrnum frá grunni á mánudaginn. Þegar ég byrjaði á þessu fyrst byrjaði ég einmitt á mánudagi og átti svo aðra hvora helgi frí. Ætla bara að stefna að því að gera þetta svona aftur. Ég ætla samt að reyna að sukka ekkert rosalega fram á mánudag. En það er svo sem ágætt að taka sér svona ákvörðun og hafa smá tíma til að undirbúa. Nú keypti ég mér kjúkling í súrsætri sósu og ætla að leyfa mér það og hrísgrjón með. Takmarkið fram að mánudagi er bara að þyngjast ekki meira.

þriðjudagur, mars 30, 2004

Hmmmm!!!

Með þessu framhaldi verð ég bara framtíðar feit og ekkert fyrrverandi neitt. Ég er bara ekki að koma mér í gang aftur. Er svo sem ekki alveg í svaka sukki, en er ekkert að passa mig of mikið. Stend bara í stað á vigtinni. En á MORGUN verður þetta tekið með trompi að nýju. Nú er komið vor, ég er að vinna á morgun en svo komin í frí, ætla að taka til hér heima þá og gera fínt og bara koma skipulagi á allt :D

sunnudagur, mars 28, 2004

Annar í þynnku

OMG, ég hef EKKERT étið nema óhollustu í dag, allt svona sem ég á EKKI að éta; brauð, pizzu, nammi o.s.frv. Ojbara!!! En ég var að tala við eina í Heilsuklúbbnum og hún var að peppa mig áfram. Er að hugsa um að byrja á kolvetnissnauða kúrnum alveg frá grunni á morgun. Fara eftir honum alveg eins og ég gerði fyrst og sjá hvort það breytir einhverju. Ég var rúmlega 90 kg þegar ég steig á vigtina í morgun, mér finnst það hræðilegt. 3 kg bara komin undireins. Ok, ég veit að þetta er bara vökvasöfnun, en samt. Ég þarf að byrja á að losa mig við þau áður en ég fer aftur í fitubrennsluna. Svo er nú spurningin um að fara að drífa sig aftur í LEIKFIMI!!! Ég er búin að rokka upp og niður á bilinu 87-91 kg í svo rosalega langan tíma, er orðin hundleið á þessu. Þarf greinilega að breyta einhverju... eða bara hætta að svindla.

laugardagur, mars 27, 2004

Ég er þunn

Bara búið að vera djönkfæði í dag; hamborgari og franskar, kartöfluflögur, nammi o.s.frv. Leyfi mér það bara núna og svo tekur alvaran við á morgun aftur.

fimmtudagur, mars 25, 2004

JIBBÍÍÍ!!!!

Vigtin sýndi 87,3 kg í morgun :D Mér líst mikið betur á þessa tölu og ætla bara að ignora töluna sem vigtin sýndi í gær. Búin að standa mig vel í dag, allavegana hingað til og þá er best að gera það áfram. Sérstaklega þar sem ég veit að ég kem til með að svindla aðeins á morgun.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Vigtun

Já vigtin var ekki alveg sammála mér í morgun. Sýndi 88,1 kg. Verð víst að sætta mig við það. Kenni bara blæðingunum um, alltaf gott að geta kennt einhverju um. Svo er ég að fara á djamm á föstudaginn... það skemmir eflaust eitthvað, en só bí itt. Seinni tíma vandamál ;) Annars er ég voða eitthvað uppþembd, hvort sem það er túrnum að kenna eða einhverju öðru. Stóð mig svo sem ágætlega í dag nema ég stalst í brauð í vinnunni... hmm, ok, og líka smá kex :/

Þá hefst alvaran!!!

Jæja, þá er víst best að byrja formlega þetta átaksblogg. Ég man ekki hvað ég var þung í morgun (vigta mig sko alltaf á morgnana, bara í naríunum og þegar ég er búin að pissa), en í gærmorgun var ég 87,6 kg. Á morgun, eða reyndar í dag, það er víst kominn miðvikudagur, er vigtunardagur í Heilsuklúbbnum. Ég hef samt á tilfinningunni að ég verði þyngri en þessi 87,6 kg sem ég var í gær. Mér finnst þessi þyngd mín rokka voða upp og niður þessa dagana, en svona smá sígur niður á við svona í heildina. Finnst þetta bara ganga svo helvíti HÆGT núna!!! Hvað á maður að gera í því???

Hvernig væri svo að setja sér takmark. Hálft kíló á viku er ekki svo óraunhæft held ég, þau fljúga ekki af alveg eins fljótt núna og þau gerðu fyrst. Ok, ef ég set mér hálft kíló á viku ætti ég að ná 80 kg á ca 16 vikum. Ég ætti þá að vera orðin 80 kg ca 12 júlí. Hmm.... ok... það er svo sem ágætt að stefna á það. Við erum að hugsa um að fara í frí til Íslands í lok júlí, væri fínt að stefna á að komast undir 80 kg fyrir sumarfríið þá ;) Segjum það bara.

Annars líður mér eins og ég sé hræðilega uppþembd núna. Er líka á blæðingum og þá blæs ég alltaf út. Svo ég skal fyrirgefa mér ef ég verð þyngri en 87,6 kg á morgun.
Svo þarf ég að koma gestabók hér inn, þ.e. ef ske kynni að einhver myndi ramba hér inn, hahaha :þ
Og prófa meira, ætli klukkan sé rétt núna?

þriðjudagur, mars 23, 2004

Ég er ekki að fatta afhverju sumir eru með svona headline á blogginu sínu.
Jæja, þá er eins gott að standa sig fyrst maður er kominn með þetta opinbert á netið. Best að segja bara engum frá þessu, híhí :Þ