Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, mars 24, 2004

Þá hefst alvaran!!!

Jæja, þá er víst best að byrja formlega þetta átaksblogg. Ég man ekki hvað ég var þung í morgun (vigta mig sko alltaf á morgnana, bara í naríunum og þegar ég er búin að pissa), en í gærmorgun var ég 87,6 kg. Á morgun, eða reyndar í dag, það er víst kominn miðvikudagur, er vigtunardagur í Heilsuklúbbnum. Ég hef samt á tilfinningunni að ég verði þyngri en þessi 87,6 kg sem ég var í gær. Mér finnst þessi þyngd mín rokka voða upp og niður þessa dagana, en svona smá sígur niður á við svona í heildina. Finnst þetta bara ganga svo helvíti HÆGT núna!!! Hvað á maður að gera í því???

Hvernig væri svo að setja sér takmark. Hálft kíló á viku er ekki svo óraunhæft held ég, þau fljúga ekki af alveg eins fljótt núna og þau gerðu fyrst. Ok, ef ég set mér hálft kíló á viku ætti ég að ná 80 kg á ca 16 vikum. Ég ætti þá að vera orðin 80 kg ca 12 júlí. Hmm.... ok... það er svo sem ágætt að stefna á það. Við erum að hugsa um að fara í frí til Íslands í lok júlí, væri fínt að stefna á að komast undir 80 kg fyrir sumarfríið þá ;) Segjum það bara.

Annars líður mér eins og ég sé hræðilega uppþembd núna. Er líka á blæðingum og þá blæs ég alltaf út. Svo ég skal fyrirgefa mér ef ég verð þyngri en 87,6 kg á morgun.