Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, mars 31, 2004

Gaddem...

Þetta er bara ekkert að ganga *urr*. Vaknaði allt of seint, hafði ekki tíma til að steikja mér egg og beikon í morgunmat, gleymdi að taka með mér Fiber+ hrökkbrauðið í vinnuna og allt fór bara í vitleysu. En ég er samt í fínu skapi því ég er komin í helgarfrí, verð sem sagt í fríi fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Svo er líka svo geggjaðslega gott veður, sól og logn og alveg 15 stiga hiti í dag. Svo ég er bara að hugsa um að gera fínt og flott hér heima um helgina, fara til Svíþjóðar að versla annaðhvort á morgun eða hinn, eiga góða og afslappaða helgi og byrja svo á kúrnum frá grunni á mánudaginn. Þegar ég byrjaði á þessu fyrst byrjaði ég einmitt á mánudagi og átti svo aðra hvora helgi frí. Ætla bara að stefna að því að gera þetta svona aftur. Ég ætla samt að reyna að sukka ekkert rosalega fram á mánudag. En það er svo sem ágætt að taka sér svona ákvörðun og hafa smá tíma til að undirbúa. Nú keypti ég mér kjúkling í súrsætri sósu og ætla að leyfa mér það og hrísgrjón með. Takmarkið fram að mánudagi er bara að þyngjast ekki meira.