Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, nóvember 14, 2005

Er alltaf á leiðinni

En það dugar víst ekki til að vera bara alltaf á leiðinni, maður verður víst að koma sér almennilega af stað líka og komast á áfangastað. Takk Bollan fyrir gott spark í rass. Þetta er alveg rétt hjá þér.

Ég finn að mig vantar skipulagið. Ég verð að fara að setja hlutina betur niður og plana fram í tímann, annars verður þetta bara alltaf eitthvað hálfkák. Er reyndar búin að vera að vinna helling og er dauðþreytt og ætla að hvíla mig svolítið í dag. En svo þegar ég er búin að því þá ætla ég að setjast niður og skipuleggja svolítið næstu daga, bæði með tilliti til mataræðis og hreyfingar. Ætla í ræktina seinnipartinn í dag, eða í kvöld. Ætla líka að fara að grafa fram uppskriftirnar mínar svo ég geti eldað eitthvað hollt og gott, hafa reglulegar máltíðir og sleppa óhollu narti á milli mála. Hefði varla trúað hvað það er auðvelt að detta aftur í óhollustuna, en það er sko enginn vandi. En nú verð ég að snúa þessari þróun við.

Jæja, ætla að fá mér eitthvað hollt í morgunverð og síðan leggja mig, er gjörsamlega úrvinda eftir helgina sem fór öll í vinnu.

Sjáumst stelpur og takk fyrir að gefast ekki upp á mér.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Brjálað að gera

Já, var það ekki ég sem ætlaði að vera dugleg að blogga? *hóst* En það er reyndar búið að vera rosa mikið að gera. Við vorum nefninlega að halda upp á sextugsafmælið hans pabba um helgina og það var heilmikið stúss og undirbúningur fyrir það. En það tókst alveg rosalega vel svo nú hef ég ekki lengur neina afsökun fyrir að blogga ekki. Svo það er best að koma með einhverja almennilega færslu á morgun ;)