Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Úff, þessi janúar

Erfiður mánuður, já. Ég er búin að halda tvö barnaafmæli með stuttu millibili, búin að vara í tvær nýrnasteinbrjótsmeðferðir, saumaklúbbur planaður í næstu viku og þarf svo að fara með elstu stelpuna í smá aðgerð.

Ég er búin að vera að rokka upp og niður um tvö kíló allan janúarmánuð eiginlega, en nú eru allavegana afmælin að baki og ég ætti að geta farið að koma rútínu á þetta aftur ;) Fór í ræktina í gær, en er bara heima í dag þar sem ég var í nýrnasteinbrjótnum í morgun. Ekki mjög gáfulegt að fara að reyna eitthvað á sig strax eftir svoleiðis. En ég gæti kannski farið á morgun ;)

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Gleðilegt ár ;)

Gleðilegt ár dúllurnar mínar. Ég er komin aftur eftir hátíðarnar. Tókst nú að bæta á mig um 2 kg um jólin, en tel það nokkuð vel sloppið samt. Undanfarin ár hef ég yfirleitt náð að bæta á mig alveg um 5 kg eða svo. En þetta er nú á hægri niðurleið aftur. Held reyndar að ég sé að bæta á mig slata vöðvamassa þessa dagana, þannig að ég held að það haldi líka þyngdinni uppi eins og er. Mér finnst rosa fínt að vera hjá einkaþjálfaranum og ég hef bara staðið mig ansi vel í mataræðinu, nema svona rétt yfir hátíðarnar. Ég afrekaði nú samt að labba upp á Keili með pabba og fleiri fjölskyldumeðlimum á jóladag. Það var rosalega gaman.

En já, ég ætla bara að halda þessu áfram. Er þó ekki viss um að ég verði annan mánuð hjá einkaþjálfaranum, þetta náttúrulega kostar sitt. Er að spá í að fara bara að æfa sjálf og sjá hvort það gangi ekki. Nú ef ég ætla eitthvað að slappast niður aftur, þá bara fer ég aftur til einkó ;)