Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, maí 22, 2005

Erfið vika!

Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið dugleg í mataræðinu eða líkamsræktinni undanfarna viku. Það hefur verið strembið ástand á heimilinu en núna er þetta að jafna sig. Við Bjöggi höfum nefninlega ákveðið að skilja. Ekki skemmtileg staða en við erum bæði á því að þetta sé fyrir bestu. Svona er þetta víst stundum, ekki alltaf hægt að leysa allt þó maður reyni. En við skiljum í góðu og höfum hag barnanna í fyrirrúmi. Okkur myndi aldrei detta í hug að láta þetta bitna á þeim... allavegana ekki meira en nauðsynlegt er, því auðvitað bitnar skilnaður alltaf að einhverju leyti á börnunum.

Þannig að nú er stefnan að flytja til Íslands sem allra fyrst. Börnin munu búa hjá mér, en við Bjöggi verðum samt með sameiginlegt forræði, kemur nú bara ekki annað til greina. Við munum halda góðu sambandi, enda erum við góðir vinir og höfum alltaf verið.

Já svona er nú það. Krakkarnir taka þessu bara nokkuð vel, eru auðvitað leið, en það hjálpar að við erum vinir og þau sjá það, og þar að auki finnst þeim mjög gott að vera að flytja til Íslands þar sem stutt er í ömmur og afa, ættingja og vini.

Jæja, ég ætla nú samt að reyna að koma mér í gang aftur í átakinu, á alveg að geta það.

Knús og kossar á ykkur allar.

Lilja