Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, apríl 01, 2005

Hóhó!

Jæja, ég er hressari í dag. Át reyndar eins og svín á næturvaktinni, vínarbrauð og konfekt m.a. En í dag er ég búin að vera voða dugleg og ætla að halda því áfram í nótt. Þarf bara að plana vel hvað ég ætla að leyfa mér að borða og taka með mér nesti ;) Fór í ræktina áðan í Tripp Trapp 1 tíma. Hann var rosa góður, hörku púl og mér líður mjög vel núna. Einhver vorkenndi mér fyrir að vera á næturvöktum. Ég get sagt ykkur að ef ég væri eingöngu á dagvöktum þá myndi ég fyrst farast úr þreytu. Það er svo miklu meira vesen á dagvöktunum. Næturvaktirnar eru allt öðruvísi. Vissulega getur verið nóg að gera, en maður þarf allavegana ekki að standa í að samræma hitt og þetta, senda og undirbúa fólk fyrir skoðanir (nema það sé eitthvað akút), tala við heimahjúkrunina, redda hjálpartækjum til að hafa með heim, plana útskriftir o.s.frv. Ég er næturvaktamanneskja og finnst gott að vinna á nóttunni ;) Kvöldin eru líka ágæt. Mér finnst satt að segja dagvaktirnar langleiðinlegastar, finnst bara í fyrsta lagi glatað að þurfa að vakna snemma á morgnana ;) En ég vildi svo sem ekki heldur vinna bara næturvaktir, þetta er gott eins og þetta er. Margt sem maður gerir á morgunvöktunum sem maður fengi aldrei þjálfun í ef maður væri bara á næturvöktum og öfugt. En á þrískiptum vöktum þá fær maður sitt lítið af hverju ;)

Já flutningar, oh hvað mér finnst leiðinlegt að flytja. Allt þetta ótrúlega drasl sem maður á. En þetta verður gott þegar þetta er búið ;) Eiginlega bara óheppilegt að ég skuli vera á næturvöktum akkurat þessa helgi, get svo lítið gert í flutningunum þá. En þetta kemur.

En jæja, Idol á eftir og svo vinna. Ætla að reyna að komast bloggrúnt, loksins ;)