Smá blogg
Hmm, verð víst að viðurkenna að það er svolítið erfitt að koma sér aftur í góðan gír eftir svona sukk. En það hefst. Dagurinn í dag var allavegana mun betri en undanfarnir dagar. En ég var ekki nógu skipulögð, líka ekkert af viti til hér heima svo ég tók ekkert nesti með mér í vinnuna. Ekkert til í matsalnum svo ég át pylsu í brauði úr sjoppunni og svo venjulegt heilhveitibrauð seinna um kvöldið, sem var til í ísskápnum. Hef étið allt of mikið af kaloríum líka, er viss um það. En þetta er að koma. Dagurinn á morgun verður skipulagðari og þá kemst ég líka í ræktina ;) Nenni annars ekkin að blogga núna, er farin að horfa á Desperate Housewifes. Kallinn á þessa þætti í tölvunni og ég er orðin hooked. Þeir voru allt öðruvísi en ég hélt ;) Kíki bloggrúnt á morgun stelpur ;)
<< Home