Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, mars 22, 2005

Svíþjóðarferð = krembollur

Ójá, það var sem sagt krembolludagur í dag. Fékk mér alveg FJÓRAR og át þær með bestu lyst og engu samviskubiti ;) Fann líka fullt af allskonar low carb nammi í verslunarferðinni og keypti nokkrar tegundir og varð auðvitað að fá mér smá af því ;)Dagurinn í heild sinni var bara fínn. Ég fór í ræktina áðan og tók vel á á Orbitrekkinu og tók svo góðar magaæfingar, heh, það er svolítið MIKIÐ erfiðara að gera þær í svona halla. Og svo tek ég svona hliðarmagaæfingar líka. Ég var sko með þokkalegar harðsperrur í líkamanum eftir prógrammið í gær, en það var bara voða gott að fara í ræktina áðan. Tók reyndar ekki lóðin núna, orbaði bara og tók svo magaæfingarnar. Matseðillinn var svona:

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sn. - 46 gr. 112,7 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
roastbeef 2 sn. 22 gr. 31 kkal.
egg soðið 1 stk. 71,5 kkal.
Yoplait 0,1% m. skógarberjum 125 gr. 68,8 kkal.

Hádegismatur:
gróft rúnnstykki 75 gr. 190,5 kkal.
rækjur 25 gr. 20,5 kkal.
grænmeti 15 gr. 2,37 kkal.
létta 10 gr. 36,8 kkal.

Miðdegisverður:
laxasúpa 1 diskur - 285 gr. 194,7 kkal.
vínber 75 gr. 56,2 kkal.

Kvöldsnarl:
ferskt salat 80 gr. 11,1 kkal.
gúrka 20 gr. 2,4 kkal.
túnfiskur 75 gr. 70,5 kkal.
fetaostur 3% 15 gr. 16,5 kkal.
olívur svartar 10 gr. 17,6 kkal.
hvítlauksduft 1/4 tsk. 1,8 kkal.
hrein jógúrt 30 gr. 21,6 kkal.

Millibiti:
Atkins Morning Shine m. jarðarberjabragði 1 stk. - 37 gr. 145 kkal.
Läkerol salvi 1 pk. 25,3 kkal.
krembollur 4 stk. 369,6 kkal.
low carb nammi - blandað 141,1 kkal.

Heildartalan varð því 1645,6 kkal., sem mér finnst bara mjög fínt ;)

Takk fyrir öll kommentin stelpur, það er svo gaman að fá svona pepp og hrós og bara komment. Sérstaklega gaman að heyra frá fólki sem maður þekkir eða þekkti og rambar inn á þessa síðu af tilviljun ;)