Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, mars 20, 2005

Vigtunardagur

Oh, ég svaf svo illa í nótt, sofnaði ekki fyrr en svona 3-4. Var með hausverk og illt í hálsinum sem leiddi út í eyru. Skítkalt líka, en ekki með hita. Svaf alveg til hádegis í dag og mikið var það gott. Skellti mér svo á vigtina og viti menn, 67,9 kg. ;D. 600 grömm farin. Allavegana í dag, hahaha, kannski verð ég alveg yfir 68 á morgun aftur. En þetta er bara fínt sko. Svo ætla ég að hitta leiðbeinandann minn í ræktinni á eftir og vonandi get ég fengið fituprósentuna mælda. Er mjög spennt að vita hvað hún sé eiginlega. Skrifa meira á eftir stelpur og takk fyrir sæt komment ;)
______________________________________________________

Komin heim úr ræktinni. Tók ekkert mikið púl núna þar sem ég er svo kvefuð og pínu slöpp, bara léttar 15 mínútur á Orbitrekkinu til að hita upp og fór svo í gegnum nýja prógrammið með leiðbeinandanum mínum. Fékk fullt af hrósi frá henni fyrir hvað ég liti vel út og hvað það væri greinilegyr munur á mér í vextinum. Skipaði mér að taka þyngri magaæfingar þar sem hitt væri orðið allt of létt fyrir mig, hahaha. Svo setti hún upp prógramm aðallega með frjálsum þyngdum, eða hvað það er kallað. Sem sagt ekki tækin heldur lóð. Þá æfir maður litlu stuðningsvöðvana líka, ekki bara stóru aðalvöðvana. Fituprósentan var mæld og reyndist vera 22,4%. Mér skilst að það sé bara mjög fínt fyrir 34 ára konu. Var að glugga í viðmiðunartölur hjá World Class og þar stendur að 22,5 sé gott fyrir konu á aldrinum 30-34 ára og 23 gott fyrir konu á aldrinum 35-39 ára. Ég verð nefninlega 35 ára í haust svo ég er akkurat þarna á mörkunum. Frábær fituprósenta fyrir konur í sömu aldursflokkum er 19,5 og 20. Já, þannig að ég er bara mjög sátt ;)

Set inn matseðil seinna í kvöld.