Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, mars 13, 2005

Vigtunardagur, hipp hipp húrra ;D

Frábær tala á vigtinni, 68,5 kg. Heilt kíló farið á einni viku. Merkilegt að vera að borða meira og samt léttast svona vel. En kannski var ég bara farin að borða of lítið og hægja á brennslunni. Hef svo kannski skotið henni vel á veg aftur með því að auka við mig í mataræðinu. Svo passa ég náttúrulega að borða hollt og forðast hröðu kolvetnin, held að það hafi mikið að segja. Allavegana ætla ég að halda áfram svona eins og er. Ég ætla að vísu að leyfa mér að fá mér smá páskaegg um páskana. Mamma er búin að senda okkur íslensk páskaegg (namminamm) sem eru á leiðinni í póstinum :D. Já, svo mældi ég sentimetrana líka, mánuður síðan ég gerði það síðast. Svona kom það út:

Dagsetning:----13 feb.05----13.mar.05

Brjóst:----------93-------------92
Mitti:-----------72-------------70
Mjaðmir:---------88-------------88
Upphandleggur:---29-------------28,5
Læri:------------56-------------54,5
Kálfi:-----------37-------------37


Er búin að gefast upp á að reyna að mæla magann, hahaha, mælingin lendir bara á sama stað og mjaðmirnar. Læt það bara eiga sig, ég finn að hann er að minnka hvort sem er ;). Er fegin að mittið fer svona inn, verra með brjóstin, hahaha, langar ekkert að þau minnki neitt mikið meira. En er ánægð með að það sjáist smá árangur á upphandleggjmu og lærum. Kálfarnir virðast hins vegar algjörlega standa í stað og hafa eiginlega gert það lengi. En jájá, það er ekkert stórmál ;).

Ég pantaði hitt og þetta gúmolaði af netverslun dr. Lindbergs, m.a. súkkulaðiálegg, hehe. Líka eitthvað sykurlaust nammi og svo musli og pasta með minna af kolvetnum og lægri sykurstuðli en gengur og gerist. Hlakka til að fá þetta ;).

Ætla að drífa mig í ræktina á eftir og kíki svo bloggrúnt. Síðasta næturvaktin í þessari törn er í nótt. Já, og ég stóðst helvítis kökuna, vá hvað hún var freistandi. Vonandi er ekkert svona sem bíður mín í kvöld.

Góða sunnudagsrest stelpur ;)