Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, mars 06, 2005

Gott er að borða mikið og hollt ;)

Híhí, já, ég er sko búin að borða helling í dag, en samt allt hollt (nema tvær piparkökur sem læddust upp í mig). Hitaeiningarnar ná samt ekki 2000 kkal. svo ég er alveg sátt ;). Er búin að vera að velta þessum hitaeiningum fyrir mér undanfarið og ég held að það sé ágætt fyrir mig að reyna að halda þeim á milli 1500-2000 og sjá hvernig það virkar. En ég ætla líka að vanda mig við að borða hollan mat og velja kolvetni sem ekki eru hröð. Svona var matseðillinn:

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 43 gr. 105,4 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
roastbeef 22 gr. 31 kkal.
egg soðið 1 stk. 71,5 kkal.
Yoplait 0,1% m. hindberjum 125 gr. 68,8 kkal.

Hádegismatur:
Atkins Morning Shine m. súkkulaðibragði 1 stk. - 37 gr. 137 kkal.
Atkins Advantage Protein Shake m. súkkulaðibragði 330 ml. 173 kkal.

Miðdegisverður:
Kjúklingur í appelsínu- og möndlusósu með grófum hrísgrjónum
kjúklingabringa 115 gr. 121,9 kkal.
appelsínu/möndlusósa 100 gr. 116,7 kkal.
villihrísgrjón 10 gr. 35,7 kkal.
brún hrísgrjón 43 gr. 150,5 kkal.
ferskt salat 50 gr. 7 kkal.

Kvöldsnarl:
Ristaðar brauðsneiðar m. L&L og bananasneiðum
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 43 gr. 105,4 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
banani 60 gr. 54 kkal.

Millibiti:
sítrónukaka 63 gr. 206,1 kkal.
Crémefine þeyti 25 gr. 47,5 kkal.
low carb síróp 10 gr. 5,8 kkal.
piparkökur 2 stk. - 12 gr. 53,9 kkal.
Atkins Advantage Fruits og the Forest bar 1 stk. - 60 gr. 255 kkal.
Läkerol salvi 1 pk. 25,3 kkal.

Heildin gerði 1847,5 kkal. og um 128 grömm kolvetni. Kannski svolítið mikið af kaloríum, en ég verð líka aðeins að kúpla mig út úr þeim hugsunarhætti. Miðað við það sem almennt er talin eðlileg brennsla fyrir konu (ca 2000 kkal.), þá er þetta í fínu lagi til að viðhalda þyngdinni. Held líka að það skipti máli hvað maður er að borða, ekki bara kaloríurnar.

Fór að sjálfsögðu í ræktina í dag og tók bara brennslu; 50 mínútna púl á Orbitrekkinu... ja síðust 5 mínúturnar voru svona cool down. Tók svo helling af magaæfingum ;)

Ekki er ég enn búin að taka til, en hey, ég er búin að vaska upp og gera ágætt í eldhúsinu, hahaha ;Þ