Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, mars 01, 2005

Ái - vont

Ég er með svo mikla verki í maganum... eða eiginlega ekki maganum heldur í síðunni. Er svona eiginlega eins og hlaupastingur. Ætla að vona að þetta fari bráðum. Þetta byrjaði bara í kvöld og ég er þó orðin skárri, en samt ekki góð.

Annars var ég bara á kvöldvakt áðan, fór ekkert í ræktina... það eru bara nánast allir eitthvað bæklaðir á þessu heimili. Arna (5 ára) er með eyrnabólgu og var heima í dag, eiginmaðurinn er með gubbupest og bullandi hita, Elísu (10 ára) þurfti ég að sækja í skólann um hádegi þar sem hún og strákur í bekknum hennar skullu saman á einhverjum hlaupum og stelpuskottan hálfrotaðist. Svo er ég eins og ég er. Bara Hjalti (2,5 ára) sem er hress. Meira ástandið. Jæja, stelpurnar eru nú allavegana að lagast. En þetta varð eitthvað voða skrýtinn dagur fyrri partinn og svo fór ég náttúrulega bara í vinnuna.

Mataræðið var alveg ok:

Morgunmatur:
Enginn - svaf.

Hádegismatur:
Lindbergbrauð 2,5 sneiðar - 60 gr. 147 kkal.
L&L 5 gr. 19 kkal.
roastbeef 12 gr. 17 kkal.
léttmarmelaði 10 gr. 2,2 kkal.
kotasæla 30 gr. 28,8 kkal.
lifrarkæfa 7 gr. 21 kkal.
Yoplait 0,1% m. mango 125 mL. 65 kkal.

Miðdegisverður:
nautakjöt 120 gr. 150 kkal.
kartafla 50 gr. 34,5 kkal.
brún sósa 0,3 dL. 15,3 kkal.
brokkolí 35 gr. 12,6 kkal.

Kvöldsnarl 1 (í vinnunni):
gróf brauðbolla 70 gr. 177,8 kkal.
rækjur 25 gr. 20,5 kkal.
grænmeti 15 gr. 2,37 kkal.
létta 10 gr. 36,8 kkal.
epli 150 gr. 72 kkal.

Kvöldsnarl 2 (eftir vinnu):
hafraklíðisgóðgæti m. aukamöndlum 1 sk. 160 kkal.
banani 60 gr. 54 kkal.

Millibiti:
epli 70 gr. 33,6 kkal.
Läkerol salmiak 1 pk. 27,6 kkal.
Atkins Advantage Decadence bar 1 stk. - 60 gr. 227 kkal.
Läkerol cactus 1 pk. 26,9 kkal.

Samtals 1351 kkal. og 115 grömm kolvetni.

Sjá hvað ég kemst langt í bloggrúntinum, held ég verði að fara að sofa bráðum. Þarf að mæta snemma í vinnu og svo er ég enn með verki í síðunni :(