Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Brrrrr kalt!

Það er dj... skítakuldi hér. Var að labba heim úr vinnunni og það er rúmlega 7 stiga frost. Þvílíkur kuldahrollur sem situr í mér :S. Dagurinn var svona lala, nartaði svolítið mikið í kvöld. Svo sem ekkert sem er á bannlista, bara svolítið mikið. Urðu eiginlega engar almennilegar máltíðir, bara nart. En best að setja þetta upp samt í smá skipulag:

Morgunmatur:
danskt rúgbrauð 2 sneiðar - 70 gr. 153,4 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
roastbeef 13 gr. 18,4 kkal.
egg soðið 1 stk. 71,5 kkal.
Yoplait 0,1% ananas 125 ml. 67,5 kkal.

Hádegismatur:
Atkins Morning Shine m. súkkulaðibragði 1 stk. - 37 gr. 137 kkal.
Atkins Advantage súkkulaðiprótínshake 330 ml. 173 kkal.

Miðdegisverður:
pylsur 2 stk. - 100 gr. 243 kkal.
salat 50 gr. 10,5 kkal.
epli 160 gr. 76,8 kkal.

Kvöldsnarl:
Kesam létt 80 gr. 59,2 kkal.
strásæta 5 ml. 1,65 kkal.
Crémefine matar 0,4 dl. 64 kkal.
banani 52 gr. 46,8 kkal.

Millibiti:
Atkins Advantage Decadence bar 1 stk. - 60 gr. 227 kkal.
Atkins caramel bar 1 stk. - 24 gr. 89 kkal.
Läkerol cactus 1 pk. 26,9 kkal.
epli 150 gr. 72 kkal.
ávaxtasleikjó low carb 1 stk. - 13 gr. 32,1 kkal.
Cremosa sleikjó 10 gr. - 1 stk. 27,5 kkal.

Jámm, enda endaði þetta alveg í 1635,3 kkal. og ca 105 grömm kolvetni. Var þó ekki að narta í neinar bannvörur.

Annars gerði ég Pilatesæfingar í dag, 50 mínútna prógrammið. Ég er eiginlega að drepast úr rassharðsperrum eftir æfingar vikunnar, hehe, en það er nú alveg í lagi. Finn allavegana fyrir rassinum.

Er enn að vinna í því að fá barnapíu á laugardagskvöldið, hef tvo möguleika og vonandi gengur annar þeirra upp. Kemur líklega í ljós á morgun ;)